Bjó til tvö tonn af ris a la mande um jólin, 100 g voru etin á aðfangadagskvöld. Í gær vann ég á rísfjallinu á afar snjallan hátt. Steikti kjúklingabringur í ólívuolíu, einnig lauk, muldi vel af svörtum pipar yfir. Smurði eldfast mót með vænu lagi af risalamande, setti bringur, lauk og olíu á rísdýnuna, stráði dulitlu maldon salti þar yfir og skellti þessu svo í ofn í u.þ.b. 15 mínútur. Borðuðum tagliatelle pasta með.
Rétturinn var sérlega bragóður, grauturinn (sem nb var alls ekki sætur, setti engan sykur í hann, bara örlítið síróp) bakaðist svo skemmtilega í ofninum með kjúllanum og lauknum. Mmmmm.....
Óska ykkur gleði og gæfu á nýju ári með þökk fyrir allt og allt.
föstudagur, desember 29, 2006
miðvikudagur, desember 27, 2006
Sveinn Pálsson..
er nýi besti vinur minn. Fékk hann í kassa (bear in a box) frá Hjalta syni mínum. Sveinn er mjúkur og hlýr bólfélagi, einn sá allra besti sem ég hef kynnst.
Jólin voru frábær. Fyrrverandi eiginmaður minn elskulegur og eldri börnin tvö gáfu mér Sony myndavél, dúndurflotta græju, og er myndin af Sveini Pálssyni frumraun mín í stafrænu bjástri - frá tökusmelli til tölvu.
Lífið er fallegt. Og við Sveinn erum rétt að hefja samlífið. Fyrsta skipti sem ég eignast vin sem má þvo á 40.
föstudagur, desember 22, 2006
Glædelig jul!
þriðjudagur, desember 19, 2006
Mitt líf: Ég er kona ársins
Var að koma úr jarðarför. Fer ekki svo á jarðarför, tónleika eða aðrar samkomur en að farsími hringi í miðjum klíðum. Hvað eru klíðir annars?
Sá minningargrein um konu sem hét Tala. Hún var saumakona.
Loftur er flugumferðarstjóri. Vörður Traustason öryggisvörður. Sigurjón Bláfeld feldskeri. Logi Eldon smíðar arna. Skondin tilviljun með nöfn og iðju manna.
Var annars hársbreidd frá því að vera kosin kona ársins. Í nýjasta Nýju lífi er haft eftir Guðmundi Steingrímssyni, undir liðnum partí ársins, þetta:
"Þegar slökkt var á götuljósunum og stjörnurnar létu ekki sjá sig. Ein kona datt á hjólinu sínu og lá lengi úti í vegarkanti í myrkri. Enginn sá hana. Þetta var partí ársins. Miklar væntingar en lummó niðurstaða. Týpískt."
Sá minningargrein um konu sem hét Tala. Hún var saumakona.
Loftur er flugumferðarstjóri. Vörður Traustason öryggisvörður. Sigurjón Bláfeld feldskeri. Logi Eldon smíðar arna. Skondin tilviljun með nöfn og iðju manna.
Var annars hársbreidd frá því að vera kosin kona ársins. Í nýjasta Nýju lífi er haft eftir Guðmundi Steingrímssyni, undir liðnum partí ársins, þetta:
"Þegar slökkt var á götuljósunum og stjörnurnar létu ekki sjá sig. Ein kona datt á hjólinu sínu og lá lengi úti í vegarkanti í myrkri. Enginn sá hana. Þetta var partí ársins. Miklar væntingar en lummó niðurstaða. Týpískt."
Með tóma tóna í höfðinu
Nýbúin að læra á ipúðann minn og enduruppgötva þennan snilling. Fer í leiðslu þegar ég hef hann í höfðinu. Hvað heitir maðurinn?
Fann líka yndislegt lag hjá Huga. Tregafullt. Angurvært. Mögnuð rödd.
mánudagur, desember 18, 2006
Stundum á maður ekki orð en segir samt að maður eigi ekki orð
Alltaf gott að fá staðfestingu á því að fé okkar skattborgaranna er vel varið. Þvílíkur subbuskapur. Og þessi Kompásþáttur var svo ógeðfelldur að ég gat ekki horft til enda.
Æi. Nú ætla ég að hugsa um eitthvað fallegt. Börnin mín, snjókalla, jólaljós, góðvild og fyrirgefningu, heilbrigðar sálir, gott konfekt, hugljúfa tónlist, kaffiilm á sunnudagsmorgni, vini mína, himininn og nýbakað brauð.
Æi. Nú ætla ég að hugsa um eitthvað fallegt. Börnin mín, snjókalla, jólaljós, góðvild og fyrirgefningu, heilbrigðar sálir, gott konfekt, hugljúfa tónlist, kaffiilm á sunnudagsmorgni, vini mína, himininn og nýbakað brauð.
fimmtudagur, desember 14, 2006
Brostnar vonir í lágvöruverslun
Ég er stödd í Hagkaupum með 15 ára unglinginn í eftirdragi. Markmið fararinnar: að festa kaup á skyrtu. Það ber að nefna að sonur minn vex svo hratt að ég heyri brak á nóttunni. Og hann var vaxinn upp úr fermingarfötunum sínum áður en rjómaterturnar kláruðust í veislunni. En nú er hann sem sagt staddur í einskismannslandi fatanúmera, orðinn of stór fyrir barnastærðir og ekki kominn með nógu digran svíra fyrir karlaskyrtur.
Núnú. Af kvenlegri þefvísi finn ég fljótlega í herradeildinni skyrtu sem unglingurinn telur ekki alvonlausa. Hún er samanbrotin og innpökkuð í plast. Finn bara medium og large en veit ekki hversu stórt medium er, því hvað er medium þegar maður fer að velta því fyrir sér? Ég skima í kringum mig eftir aðstoð. Kem auga á lágvaxinn, fíngerðan karlmann um sextugt í svartri og appelsínugulri litasjatteringu búðarinnar (þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla). Unglingurinn hálfliggur ofan á innkaupakerrunni, áhugalítill um framvindu mála.
baun: Já, góðan dag, geturðu aðeins aðstoðað mig?
(afgrm. nálgast, pirringsviprur fara um munnvik hans)
baun: Hvaða stærð af skyrtu heldurðu að strákurinn þurfi? (bendi á unglinginn)
afgrm: Hann fær ekkert hér, þetta er herradeildin.
baun: Matti minn, réttu úr þér (við þetta rumskar unglingurinn, réttir úr bakinu - og gnæfir yfir manninn)
baun: Heldurðu að medium passi?
afgrm: Það er hugsanlegt.
baun: Getum við fengið að sjá skyrtuna?
afgrm: Það má ekki taka hana úr plastinu.
baun: Hvernig er þá hægt að máta?
afgrm: Það er ekki hægt að máta. Þetta er lágvöruverslun.
(baun reynir þarna að leiða hjá sér samband yfirlýsingar afgreiðslumanns og hæðar hans)
baun: Já. Einmitt. En hvernig á maður þá að vita hvort fötin passi?
afgrm: Þetta er engin herrafataverslun, ef þú værir í herrafataverslun væri hægt að máta. (svei mér ef ég heyrði ekki bitran tón þarna hjá manninum)
Eftir tvö jöpl, eitt jam og þrjú fuður fóru mál þannig að allar skyrtur fengu að vera áfram í sínu plasti og engin var keypt. Og enn vantar unglinginn minn jólaföt.
Núnú. Af kvenlegri þefvísi finn ég fljótlega í herradeildinni skyrtu sem unglingurinn telur ekki alvonlausa. Hún er samanbrotin og innpökkuð í plast. Finn bara medium og large en veit ekki hversu stórt medium er, því hvað er medium þegar maður fer að velta því fyrir sér? Ég skima í kringum mig eftir aðstoð. Kem auga á lágvaxinn, fíngerðan karlmann um sextugt í svartri og appelsínugulri litasjatteringu búðarinnar (þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla). Unglingurinn hálfliggur ofan á innkaupakerrunni, áhugalítill um framvindu mála.
baun: Já, góðan dag, geturðu aðeins aðstoðað mig?
(afgrm. nálgast, pirringsviprur fara um munnvik hans)
baun: Hvaða stærð af skyrtu heldurðu að strákurinn þurfi? (bendi á unglinginn)
afgrm: Hann fær ekkert hér, þetta er herradeildin.
baun: Matti minn, réttu úr þér (við þetta rumskar unglingurinn, réttir úr bakinu - og gnæfir yfir manninn)
baun: Heldurðu að medium passi?
afgrm: Það er hugsanlegt.
baun: Getum við fengið að sjá skyrtuna?
afgrm: Það má ekki taka hana úr plastinu.
baun: Hvernig er þá hægt að máta?
afgrm: Það er ekki hægt að máta. Þetta er lágvöruverslun.
(baun reynir þarna að leiða hjá sér samband yfirlýsingar afgreiðslumanns og hæðar hans)
baun: Já. Einmitt. En hvernig á maður þá að vita hvort fötin passi?
afgrm: Þetta er engin herrafataverslun, ef þú værir í herrafataverslun væri hægt að máta. (svei mér ef ég heyrði ekki bitran tón þarna hjá manninum)
Eftir tvö jöpl, eitt jam og þrjú fuður fóru mál þannig að allar skyrtur fengu að vera áfram í sínu plasti og engin var keypt. Og enn vantar unglinginn minn jólaföt.
miðvikudagur, desember 13, 2006
Aldurstengd starsýni
Ætli Nigella sé í kjörþyngd? Mér verður starsýnt á línurnar, ýkt stundaglas. HALLÓ brjóst, bæði tvö! Kitlandi er að sjá Nigellu sulla í pottum og sleikja á sér puttana. Orðflúrið á henni pirrar mig ögn stundum, en maturinn og hún eru vaðandi girnileg saman.
Matur. Mjaðmir. Eldhús. Brjóst. Angan. Krydd. Hiti. Mmmmm....held ég sé, fyrir utan að vera tákynhneigð, sjálfkynhneigð og gagnkynhneigð...líka....(Ni)gellukynhneigð?
Aldurstengd bjartsýni
Gömul kona sagði þetta við mig um daginn, með mæðulegu andvarpi:
Ekkert er eins gott og það var...og hefur aldrei verið.
Ekkert er eins gott og það var...og hefur aldrei verið.
þriðjudagur, desember 12, 2006
Aldurstengd fjarsýni
Talandi um augu. Var að skrifa á fyrsta jólakortið, sá ekki rassgat. Ellisjónin aldeilis farin að baga miðaldra baunina.
Oh, well. Get þó haldið áfram að blogga, þarf ekki sjón til þess. Blessuð sé tæknin og öll hennar börn (nema vopn og vondir hlutir).
Oh, well. Get þó haldið áfram að blogga, þarf ekki sjón til þess. Blessuð sé tæknin og öll hennar börn (nema vopn og vondir hlutir).
Bláu augun þín...
Þegar kunningjakona mín var nýflutt til Danmerkur spurði hún vinnufélaga sinn, sem mætti í vinnuna með ný gleraugu: "Er du nærsynet eller fjernsynet?"
Mér finnst þetta fyndið.
Mér finnst þetta fyndið.
Frekja og yfirgangur
Er alveg gáttuð á fréttum um framkomu fólks á vettvangi slysa. Las þetta um málið, dálítið stóryrt grein en margt til í þessu.
Finn það líka á umferðinni að fólk virðist hreinlega andsetið af óþolinmæði og pirringi.
Finn það líka á umferðinni að fólk virðist hreinlega andsetið af óþolinmæði og pirringi.
mánudagur, desember 11, 2006
Ljóð dagsins..
í dag er hér. Lesist hægt og rólega.
Svo brilleraði Matti minn á skákmóti nýlega, hann er unglingameistari TR.
Auk þess langar mig að benda á flottan pistil hjá Þráni Bertelssyni í Fréttablaðinu í dag.
Svo brilleraði Matti minn á skákmóti nýlega, hann er unglingameistari TR.
Auk þess langar mig að benda á flottan pistil hjá Þráni Bertelssyni í Fréttablaðinu í dag.
sunnudagur, desember 10, 2006
Nazeem gengur aftur
aftur og aftur?
Það að karakterar deyi í Erninum er engin trygging fyrir því að þeir hætti að vera með í þættinum.
Danskir handritshöfundar hafa Hallgrím, sem sósíaliserar jafnt við lifendur og dauða, sérvitran og doldið þurran á manninn. Þeir telja sig vafalaust vera að draga upp raunsanna mynd af Íslendingi.
Það að karakterar deyi í Erninum er engin trygging fyrir því að þeir hætti að vera með í þættinum.
Danskir handritshöfundar hafa Hallgrím, sem sósíaliserar jafnt við lifendur og dauða, sérvitran og doldið þurran á manninn. Þeir telja sig vafalaust vera að draga upp raunsanna mynd af Íslendingi.
Litli klósetthreinsirinn
Undanfarna daga hefur óheppnin elt mig á röndum. Ég er búin að eyðileggja tvær uppáhaldsflíkur, yndislega nýja peysu úr Whistles sem ég hélt svo mikið upp á að ég svaf með hana í fanginu, og gallabuxur sem voru búnar að vera í langri og dyggri þjónustu baunar. Yfir peysuna sullaði ég rauðvíni, yfir gallabuxurnar gubbaðist sjóðheitur kaffikorgur sem fer bara ekki úr. Og ég brenndi mig á lærinu.
Svo er ég búin að týna flottum eyrnalokkum (þ.e. tveimur stökum úr jafnmörgum pörum) og kvittun fyrir kostnaði sem ég hefði fengið endurgreiddan ef kvittunin hefði ekki týnst.
Þetta er smámunir og áfram er bloggið mitt sjálfhverft. En af hverju talar auglýsingin um litla klósetthreinsinn til mín þessa daga?
Svo er ég búin að týna flottum eyrnalokkum (þ.e. tveimur stökum úr jafnmörgum pörum) og kvittun fyrir kostnaði sem ég hefði fengið endurgreiddan ef kvittunin hefði ekki týnst.
Þetta er smámunir og áfram er bloggið mitt sjálfhverft. En af hverju talar auglýsingin um litla klósetthreinsinn til mín þessa daga?
laugardagur, desember 09, 2006
Vísindi byggð á ölraunum
Ég hef aldrei drukkið bjór að gagni. Nú veit ég af hverju. Mér þykir hann vondur. Var í frábærum félagsskap í gærkvöld að raða í mig öli og lager og hvað þetta heitir allt saman, undir leiðsögn færustu bjórmanna. Farið var eftir litasjatteringum, þ.e. byrjað á ljósum tónum og endað í dökkum (bjór er fallegur á litinn). Smökkuðum á Hoegaarden, Franziskaner, Duvel (vibbi!), Samuel Adams (lager og winterlager), Orval, gömlum Orval og eldgömlum Chimay. Jamm.
Gaman var að hengja orð á bragð og ilm ölsins, t.d. fundum við apótekaralakkrís, kjallara, rúgbrauð, súkkulaði, banana og alls kyns krydd. Ég glósaði í gríð og erg mína gúrmei-dóma um bjórinn, en þeir voru gjarnan á þessa leið: Vondur. Hundvondur. Ekki eins vondur og sá sem var á undan. Einn fékk dóminn "ekki vondur" (Samuel Adams, lager).
En kvöldið flaug hjá á ótrúlegum hraða. Enda félagsskapurinn framúrskarandi. Kann þeim Kalla, Hildigunni, Jóni Lárusi, Finnboga (efnafræðingur sem hafður var með af öryggisástæðum) og Dísu, bestu þakkir fyrir að ganga með mér þessa humluðu og beisku leið að óhjákvæmilegri niðurstöðu. Bjór er ekki tebolli baunar.
föstudagur, desember 08, 2006
Löður
Ætla að vona að ég lendi ekki í þessu í nýja kjólnum...
Er annars að fara að læra svolítið nýtt í kvöld, hann Kalli ætlar að kenna mér og nokkrum fleiri að drekka bjór. Maður skyldi ætla að það væri létt verk og löðurmannlegt, en svo er víst ekki.
Bloggið mitt er ótrúlega sjálfhverft. Ég veit það. Stefni á að skrifa eitthvað göfugt og mannbætandi við fyrsta tækifæri.
Er annars að fara að læra svolítið nýtt í kvöld, hann Kalli ætlar að kenna mér og nokkrum fleiri að drekka bjór. Maður skyldi ætla að það væri létt verk og löðurmannlegt, en svo er víst ekki.
Bloggið mitt er ótrúlega sjálfhverft. Ég veit það. Stefni á að skrifa eitthvað göfugt og mannbætandi við fyrsta tækifæri.
fimmtudagur, desember 07, 2006
Svart er rauði liturinn í ár
Fór út á land í gær, í Kópavoginn, og skoðaði m.a. nýju búðina Egg. Fullt af jólaskrauti þar, næstum allt svart. Hvað eru menn að pæla?
Skondraði svo yfir í Smáralind og sá ótrúlega fallegan kjól í Söru. Mig langar svo í hann. Lét taka hann frá, er að hugsa. Á ég að kaupa hann? Kostar 10 þúsund kall, en hann er svo flottur....reyndar er ég svo gorgeous í honum að mig langar að sofa hjá sjálfri mér.
Skondraði svo yfir í Smáralind og sá ótrúlega fallegan kjól í Söru. Mig langar svo í hann. Lét taka hann frá, er að hugsa. Á ég að kaupa hann? Kostar 10 þúsund kall, en hann er svo flottur....reyndar er ég svo gorgeous í honum að mig langar að sofa hjá sjálfri mér.
miðvikudagur, desember 06, 2006
Kaffistofuhjal
Ónafngreind kona lét út úr sér þessa ágætu setningu: "Nú, þau sátu bara þarna í friði og sperrt."
Búin að borða yfir mig af nammi, margir vinnufélagar að koma frá útlöndum um þessar mundir...og þeir koma allir með gotterí fyrir okkur eymingjana sem aldrei bregða sér af bæ.
Búin að borða yfir mig af nammi, margir vinnufélagar að koma frá útlöndum um þessar mundir...og þeir koma allir með gotterí fyrir okkur eymingjana sem aldrei bregða sér af bæ.
þriðjudagur, desember 05, 2006
Viðbragðsfræði og tíhíhí
Mikið assgoti sá ég athyglisvert starfsheiti í Fréttablaðinu í dag. Svæða- og viðbragðsfræðingur.
Mér datt strax í hug manneskja sem felur sig bakvið hurð, stekkur fram, segir BAH! og gaumgæfir viðbrögð þolanda, skráir hjá sér niðurstöður og prófar síðan aftur að bregða viðkomandi við aðrar aðstæður (á öðrum svæðum).
Var annars í úbarpinu áðan, í þættinum Samfélagið í nærmynd. Ég hló soldið mikið, en það er normalt fyrir mig. Segi og skrifa. Árans glaðlyndið.
Mér datt strax í hug manneskja sem felur sig bakvið hurð, stekkur fram, segir BAH! og gaumgæfir viðbrögð þolanda, skráir hjá sér niðurstöður og prófar síðan aftur að bregða viðkomandi við aðrar aðstæður (á öðrum svæðum).
Var annars í úbarpinu áðan, í þættinum Samfélagið í nærmynd. Ég hló soldið mikið, en það er normalt fyrir mig. Segi og skrifa. Árans glaðlyndið.
mánudagur, desember 04, 2006
laugardagur, desember 02, 2006
Hálfnað er verk...
þá hafið er. Þvílíkt kjaftæði.
Ég er búin að þrífa einn eldhússkáp, þvo einn glugga, hengja upp eina seríu, kaupa eina jólagjöf. Veð úr einu í annað, en geri þó mest af því að stara út í loftið.
Nenni þessu ekki. Finn pressuna. Jólin. Langar að böggla þessu rækallans óyndi saman og troða því oní kassa, loka fast, labba með það út í Laugarnes og kasta í sjóinn. Langt út. Eða fara niður að Tjörn og gefa öndunum eirðarleysið úr mér. Held þeim sé það ekki ofgott.
Bull, ergelsi og firra.
Ég er búin að þrífa einn eldhússkáp, þvo einn glugga, hengja upp eina seríu, kaupa eina jólagjöf. Veð úr einu í annað, en geri þó mest af því að stara út í loftið.
Nenni þessu ekki. Finn pressuna. Jólin. Langar að böggla þessu rækallans óyndi saman og troða því oní kassa, loka fast, labba með það út í Laugarnes og kasta í sjóinn. Langt út. Eða fara niður að Tjörn og gefa öndunum eirðarleysið úr mér. Held þeim sé það ekki ofgott.
Bull, ergelsi og firra.
föstudagur, desember 01, 2006
Þetta finnst mér fyndið
Litli drengurinn á myndinni heitir Leonardo di Caprio. Og líkust er ég Emmu Watson sem leikur Hermione í Harry Potter myndunum. O sei sei.
Notaði aðra mynd um daginn og þá var ég lík Condoleezzu Rice (omg stafsetningin á þessu nafni), Pamelu Anderson og einhverjum gaur (sem ég man ekki hvað heitir).
Þetta er nú meira bullið. Tölvur eru vitlausar, það hef ég alltaf sagt.
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Klappa saman iljunum, reka féð úr giljunum..
Mér finnst vont að ganga á glerbrotum, vera á nálum og vita ekki í hvorn fótinn ég á að stíga.
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
Kæru tölvunerðir, nær og fjær
Hversu alvarlegt mál er það fyrir heilsu lyklaborðs ef væn, bleiklökkuð tánögl fellur á milli stafa (og villist þar)?
mánudagur, nóvember 27, 2006
Sanskrit, skák, ættfræði og frímerkjasöfnun
"Einhver aumlegasta vesalmennska mannlegrar tilveru er að láta sér leiðast: Þegar fullfrískir menn eiga frjálsa stund og eru svo í vandræðum með sjálfa sig og stundarkornið sitt. Sá, sem er áhugalaus og lætur sér leiðast, á á hættu að verða sjálfur leiðinlegur. Það er synd, sem heimurinn fær ekki fyrirgefið, og það er ekki heiglum hent að tapa hylli heimsins." (bls. 187)
Þessi tilvitnun er úr bókinni Góðar stundir sem gefin var út hjá Bókfellsútgáfunni árið 1951. Í henni eru uppástungur um eitt og annað sem hægt er að gera til að verja tímanum í annað en leiðindi. Til að gefa örlitla hugmynd um fjölbreytileikann í þessari gömlu skruddu koma hér nokkur kaflaheiti:
Málað sér til skemmtunar
Frá barnaleikjum til laxveiða
Fjöllin kalla
Frímerkjasöfnun
Að yrkja sér til hugarhægðar
Hróðugur er heppinn veiðimaður
Reynt við kvikmyndun
Tónlist í tómstundum
Leikmannsþankar um ættfræði
Myndavélin og ég
Sanskritin er mín dægradvöl
Smíðað í myrkri
Aftur í stuttum buxum
Ég er lítt gefin fyrir að láta mér leiðast. Hef átt þessa bók í mörg ár, aldrei lesið hana. Finn mér nefnilega alltaf eitthvað að dunda við.
Góðar stundir:)
Þessi tilvitnun er úr bókinni Góðar stundir sem gefin var út hjá Bókfellsútgáfunni árið 1951. Í henni eru uppástungur um eitt og annað sem hægt er að gera til að verja tímanum í annað en leiðindi. Til að gefa örlitla hugmynd um fjölbreytileikann í þessari gömlu skruddu koma hér nokkur kaflaheiti:
Málað sér til skemmtunar
Frá barnaleikjum til laxveiða
Fjöllin kalla
Frímerkjasöfnun
Að yrkja sér til hugarhægðar
Hróðugur er heppinn veiðimaður
Reynt við kvikmyndun
Tónlist í tómstundum
Leikmannsþankar um ættfræði
Myndavélin og ég
Sanskritin er mín dægradvöl
Smíðað í myrkri
Aftur í stuttum buxum
Ég er lítt gefin fyrir að láta mér leiðast. Hef átt þessa bók í mörg ár, aldrei lesið hana. Finn mér nefnilega alltaf eitthvað að dunda við.
Góðar stundir:)
sunnudagur, nóvember 26, 2006
Eitt ljóð enn...
Eldhúsrómans
nei
en ég skal
drekkja mér í ediki
fylla vitin af hunangi
kreista sítrónu upp í augun
lemja tennurnar úr mér með buffhamri
það er hægt
en ég get ekki hætt að hugsa um þig
Ljóð dagsins á ljóð.is
(ég veit, ég veit, þetta fer að verða doldið þreytandi..)
nei
en ég skal
drekkja mér í ediki
fylla vitin af hunangi
kreista sítrónu upp í augun
lemja tennurnar úr mér með buffhamri
það er hægt
en ég get ekki hætt að hugsa um þig
Ljóð dagsins á ljóð.is
(ég veit, ég veit, þetta fer að verða doldið þreytandi..)
föstudagur, nóvember 24, 2006
Alli, Palli og Erlingur, nú ætla´að fara´að sigla...
Aftur kominn föstudagur. Og aftur á ég ljóð dagsins á ljóð.is. O, sei sei.
Fer út að borða í kvöld, Bambínós ball annað kvöld og á sunnudaginn fer ég í matarboð. Leikur aldeilis við mig lífið.
Ást og friður sé með yður.
(Þess ber að geta að titill færslunnar tengist efni hennar ekki á nokkurn hátt).
Fer út að borða í kvöld, Bambínós ball annað kvöld og á sunnudaginn fer ég í matarboð. Leikur aldeilis við mig lífið.
Ást og friður sé með yður.
(Þess ber að geta að titill færslunnar tengist efni hennar ekki á nokkurn hátt).
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Fne
Kannast lesendur við orðið fne? Dóttir mín segir þetta æði oft og hef ég reynt að átta mig á merkingu þessa stutta en þó ágæta orðs.
Baun: Ásta mín, hvernig var myndin?
Ásta: Fneee...
Baun: Ásta mín, nennirðu út með ruslið?
Ásta: Æ, fne!
Baun: Ásta mín, hvar eru lyklarnir, hleðslutækið, buxurnar mínar, sjampóið, bíllinn, tannstönglarnir og gulu sokkarnir? (hún týnir hlutum)
Ásta: Fne?
Hallast helst að því að fne sé jæja unga fólksins.
Baun: Ásta mín, hvernig var myndin?
Ásta: Fneee...
Baun: Ásta mín, nennirðu út með ruslið?
Ásta: Æ, fne!
Baun: Ásta mín, hvar eru lyklarnir, hleðslutækið, buxurnar mínar, sjampóið, bíllinn, tannstönglarnir og gulu sokkarnir? (hún týnir hlutum)
Ásta: Fne?
Hallast helst að því að fne sé jæja unga fólksins.
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Baunin er bananas á Bahamas
Ligg heima lasin. Ætla að þrauka því ég á svo margt eftir. T.d. að læra að drekka bjór. Kalli ætlar að kenna mér og Hildigunni það.
Gott að hafa eitthvað að lifa fyrir.
En mig langar í langt frí, langar að dorma á sólarströndu, láta þjóna (sem líta út eins og Daniel Craig) stjana við mig, færa mér drykki og dásamlegan mat, veifa pálmagreinum, nudda mig upp úr ilmhöfgum olíum. Gera allt sem ég bið þá um. Og meira til.
*dæs*
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Hér sé Bond
mánudagur, nóvember 20, 2006
Fjártár
Hafið þið einhvern tímann lent í því að klökkna á óheppilegu augnabliki? Áðan var ég að tala við útibússtjórann í bankanum og við ræddum fjármál, greiðsludreifingu, himinháar lánagreiðslur, skuldir, verðbólgu, útvexti, skuldir, afborganir, skuldir og fleira hrífandi stöff. Sem ég ræddi við útibússtjórann, vingjarnlega konu, þá fylltust augu mín af tárum og ég kom ekki upp orði. Ég HATA grátgirnina sem hefur þó skánað heilmikið á þessu (erfiða) ári. Sl. vetur grét ég a.m.k. tveimur lítrum á dag. Nú er þetta orðið vart mælanlegt magn, kannski tvær fingurbjargir á viku. En það er svo aumingjalegt að grenja, þoli það ekki!
Nú fer ég í þjálfunarbúðir, svona bút-kamp fyrir meyrar konur. Það þarf að koma mér til manns. Ekkert múður með Lalla lúður.
Eða ég fer í aðgerð og læt binda fyrir tárakirtlana. Geri mig ógrátandi. Þá verð ég ógrenja.
Nú fer ég í þjálfunarbúðir, svona bút-kamp fyrir meyrar konur. Það þarf að koma mér til manns. Ekkert múður með Lalla lúður.
Eða ég fer í aðgerð og læt binda fyrir tárakirtlana. Geri mig ógrátandi. Þá verð ég ógrenja.
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Snjór snjór snjór
Ærsluðumst í snjónum, ég og strákarnir mínir. Spáðum í hvítan, brúnan, gulan og rauðan snjó, hvort rauður væri jólalegri en hvítur (og gulur þá páskalegri).
Komum svo inn í hlýjuna og fengum okkur kakó og rússneskar valmúakökur, sem við keyptum í Sunnubúðinni við Gullteig, en þar má finna ótrúlegt úrval rússneskrar matvöru.
Sáum oggu pínu litla fugla sem litu út eins og finkur. Hafa finkur vetursetu á Íslandi?
Festi bílinn, spólaði, mokaði og naut hverrar mínútu. Það er svo gaman að sitja fastur þegar maður er ekkert að flýta sér. Það er svo gaman að vera til. Sérstaklega þegar maður er ekkert að flýta sér.
Komum svo inn í hlýjuna og fengum okkur kakó og rússneskar valmúakökur, sem við keyptum í Sunnubúðinni við Gullteig, en þar má finna ótrúlegt úrval rússneskrar matvöru.
Sáum oggu pínu litla fugla sem litu út eins og finkur. Hafa finkur vetursetu á Íslandi?
Festi bílinn, spólaði, mokaði og naut hverrar mínútu. Það er svo gaman að sitja fastur þegar maður er ekkert að flýta sér. Það er svo gaman að vera til. Sérstaklega þegar maður er ekkert að flýta sér.
laugardagur, nóvember 18, 2006
Hver er baun?
föstudagur, nóvember 17, 2006
Fugl dagsins er fétittlingur
Hvað er það sem ég hata en get ekki verið án?
Svar: peningar. Hata þá.
Fór í mökk vont skap við upphringingu frá bankanum mínum. Nú er ég að rembast við að hugsa eitthvað fallegt og láta mig dreyma um feita happdrættisvinninga.
Svar: peningar. Hata þá.
Fór í mökk vont skap við upphringingu frá bankanum mínum. Nú er ég að rembast við að hugsa eitthvað fallegt og láta mig dreyma um feita happdrættisvinninga.
Hvíl í friði Tony
Ekki fannst mér mikið til hvílubragða Tony Sopranos koma. En þættirnir eru óþægilega grípandi.
Á annars ljóð dagsins á ljóð.is.
Legg ekki meira á ykkur.
Á annars ljóð dagsins á ljóð.is.
Legg ekki meira á ykkur.
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Harðsperrur, graskersfræ og kaffislúður
Það er svo sárt að hreyfa sig. Ái. Vöðvarnir mínir segja hver í kapp við annan "við skulum ALDREI fara í leikfimi aftur". Harðsperrur eru systur timburmanna.
Tvö ráð gef ég ykkur, af því að þið hafið verið svo örlát við mig.
1. Borðið graskersfræ ef þið viljið auka magn testesteróns í líkamanum. Alveg satt.
2. Ef þið viljið koma í veg fyrir órólegan svefn vegna rauðvínsdrykkju, takið þá lórítín (ofnæmislyf) áður en þið farið að sofa. Rauðvín veldur víst losun histamíns úr frumunum og þess vegna eiga sumir svona erfitt með að þola það, fá hjartslátt, höfuðverk og sofa illa. M.a. ég. Er hætt að geta drukkið rauðvín, en hvítvín get ég drukkið í tunnutali. There is a god:)
Þessi ráð eru í boði óábyrgs spjalls á kaffistofu lækna í vinnunni minni.
Tvö ráð gef ég ykkur, af því að þið hafið verið svo örlát við mig.
1. Borðið graskersfræ ef þið viljið auka magn testesteróns í líkamanum. Alveg satt.
2. Ef þið viljið koma í veg fyrir órólegan svefn vegna rauðvínsdrykkju, takið þá lórítín (ofnæmislyf) áður en þið farið að sofa. Rauðvín veldur víst losun histamíns úr frumunum og þess vegna eiga sumir svona erfitt með að þola það, fá hjartslátt, höfuðverk og sofa illa. M.a. ég. Er hætt að geta drukkið rauðvín, en hvítvín get ég drukkið í tunnutali. There is a god:)
Þessi ráð eru í boði óábyrgs spjalls á kaffistofu lækna í vinnunni minni.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Bringuhár óskast
Ég hef stundað svokallaða starfsmannaleikfimi um nokkurra ára skeið og hefur þetta sprikl haldið bauninni réttum megin við Klepp og kroppnum í allgóðu standi. Til skamms tíma sáu kvenkyns sjúkraþjálfarar um þessa leikfimi sem var svona temmilega létt og þægileg. Við konurnar hreyfðum okkur saman í takt við skemmtilega tónlist. Allt í ljómandi sátt og samlyndi.
Í haust varð breyting á. Tveir massaðir karlar tóku að sér starfsmannaleikfimina, sem nóta bene, eingöngu konur hafa sótt í áranna rás. Ekki veit ég af hverju karlar hafa fúlsað við henni, held þeir séu spéhræddari en konur.
Hvað um það. Leikfimin byrjaði á fullu í haust og ég mætti samviskusamlega að vanda. Í fyrstu leist mér vel á karlkyns þjálfarana, það var meiri hraði, meira púl (50 armbeygjur) en líka meiri keppni í tímum. Ég fann vöðvana hrannast upp, þolið og þrekið batnaði hratt. Svo gerðist hið ófyrirsjáanlega (í myrkrinu), ég mölvaði bein í hjólaslysi og hef ekkert getað hreyft mig að gagni í sjö vikur. Þar til í dag. Baunin ákvað að byrja aftur að sprikla.
Konurnar í leikfiminni eru upp til hópa ljúfar, dagfarsprúðar og indælar. Í dag sá ég aðra hlið á þeim. Vegna ofuráherslu karlkyns þjálfaranna á samkeppni hefur óhugnanleg þróun átt sér stað. Smávaxin og lítillát kona, læknaritari, beraði augntennurnar og urraði á mig, þegar ég reyndi að ná af henni boltanum. Hægláti hjúkrunarfræðingurinn skaut svo fast í hausinn á mér að mig sundlaði. "Miðið á brjóst og neðar" æpti þjálfarinn.
Allt er nú breytt. Gömlu góðu leikfimitímarnir eru horfnir. Nú ríkir keppnisharkan ein. Enginn vill hafa mig með í liði og er það sárt flassbakk frá því ég var í skóla, eyminginn sem þurfti að fara í bakæfingar og missti oft af leikfimitímum fyrir vikið.
Hvar fæ ég testesterón svo ég geti varið mig í næsta tíma? Á ég kannski að mæta með hjálm? Kaupa mér bringuhár? Fá mér ógnandi tattú?
Í haust varð breyting á. Tveir massaðir karlar tóku að sér starfsmannaleikfimina, sem nóta bene, eingöngu konur hafa sótt í áranna rás. Ekki veit ég af hverju karlar hafa fúlsað við henni, held þeir séu spéhræddari en konur.
Hvað um það. Leikfimin byrjaði á fullu í haust og ég mætti samviskusamlega að vanda. Í fyrstu leist mér vel á karlkyns þjálfarana, það var meiri hraði, meira púl (50 armbeygjur) en líka meiri keppni í tímum. Ég fann vöðvana hrannast upp, þolið og þrekið batnaði hratt. Svo gerðist hið ófyrirsjáanlega (í myrkrinu), ég mölvaði bein í hjólaslysi og hef ekkert getað hreyft mig að gagni í sjö vikur. Þar til í dag. Baunin ákvað að byrja aftur að sprikla.
Konurnar í leikfiminni eru upp til hópa ljúfar, dagfarsprúðar og indælar. Í dag sá ég aðra hlið á þeim. Vegna ofuráherslu karlkyns þjálfaranna á samkeppni hefur óhugnanleg þróun átt sér stað. Smávaxin og lítillát kona, læknaritari, beraði augntennurnar og urraði á mig, þegar ég reyndi að ná af henni boltanum. Hægláti hjúkrunarfræðingurinn skaut svo fast í hausinn á mér að mig sundlaði. "Miðið á brjóst og neðar" æpti þjálfarinn.
Allt er nú breytt. Gömlu góðu leikfimitímarnir eru horfnir. Nú ríkir keppnisharkan ein. Enginn vill hafa mig með í liði og er það sárt flassbakk frá því ég var í skóla, eyminginn sem þurfti að fara í bakæfingar og missti oft af leikfimitímum fyrir vikið.
Hvar fæ ég testesterón svo ég geti varið mig í næsta tíma? Á ég kannski að mæta með hjálm? Kaupa mér bringuhár? Fá mér ógnandi tattú?
mánudagur, nóvember 13, 2006
Tæknibjánabaunin
Var í afmæli í gær og álpaðist til að spyrja húsbóndann á heimilinu ráða um hvernig stafræna myndavél ég ætti að kaupa, en það er á túdú-listanum mínum langa. Þessi vinur minn er gangandi wikipedia, veit allt um tæki og tól, enda verkfræðingur góður. Ekki hafði ég fyrr varpað meinleysislegri spurningunni út í loftið en karlkyns helmingur veislugesta tókst á loft og hóf að útlista kosti og galla hinna ýmsu tegunda myndavéla. Óteljandi tækniorð fylltu stofuna og ollu mér vægum andþrengslum. Svo fékk ég vandlætingarfullan fyrirlestur um að i-pod (sem ég aulaði útúr mér að mig langaði líka í), væri mesta markaðsbrella aldarinnar, já, ef ekki svindl, samsæri og grímulaust rán um hábjartan dag. I-púðar væru akkúrat ekkert betri en venjulegir mp3 spilarar en hefðu útlitið með sér. Það er auðvitað ekki nóg að vera sætur, en virðist þó duga i-púðunum prýðilega.
Stundum finn ég átakanlega fyrir tæknihömlun minni og þá líður mér eins og bjána.
Stundum finn ég átakanlega fyrir tæknihömlun minni og þá líður mér eins og bjána.
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Landafræði spandafræði
Heyrði margar sögur um helgina, m.a. þessa af unglingsstúlku einni ágætri, en móðir hennar hefur þungar áhyggjur af hnignandi landafræðikunnáttu ungdómsins.
Ungfrúin var í langferðabifreið á leið í Þórsmörk, ásamt tveimur vinkonum sínum. Þegar þær nálguðust Mörkina kallaði bílstjórinn til þeirra: "Ætliði að vera í Básum eða...?" Önnur vinkonan var fljót til svars, "ha, nei, við ætlum að vera í tjöldum."
Ungfrúin var í langferðabifreið á leið í Þórsmörk, ásamt tveimur vinkonum sínum. Þegar þær nálguðust Mörkina kallaði bílstjórinn til þeirra: "Ætliði að vera í Básum eða...?" Önnur vinkonan var fljót til svars, "ha, nei, við ætlum að vera í tjöldum."
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum..
Miss Jones frænku minnar, þá var þessi hér útnefndur besti stutti brandari ársins 2006 í Amríku:
A three year old boy was examining his testicles while he was taking a bath.
"Mom," he asked, "Are these my brains?"
Mother replied: "Not yet."
Legg ekki meira á ykkur.
A three year old boy was examining his testicles while he was taking a bath.
"Mom," he asked, "Are these my brains?"
Mother replied: "Not yet."
Legg ekki meira á ykkur.
laugardagur, nóvember 11, 2006
Dæmið og þér munið dæmdir verða
Mér leiðist ekkert meira í fari fólks en dómharka og hraðsoðin vandlæting.
föstudagur, nóvember 10, 2006
Leikur hugans
Hugleikur. Mæli sterklega með að þið kynnið ykkur dagskrá þessa djarfa hóps. Fór með dóttur minni í gærkvöld á sýningu í Þjóðleikhúskjallaranum, þar sem einföld og sterk hugmynd var færð í hárréttan búning. Sýningin ríghélt. Bravó, Hugleikur!
Svo hitti ég Hildigunni og manninn hennar (og sá Hildigunni lenda í harkalegum árekstri með rauðvínsglas í hendi, obbobbobb). Fleiri bloggarar voru víst á staðnum en þá þekkti ég ekki í sjón. Hef bara kynnst innankúpu þeirra gegnum orð í rafheimi. Vona að ég hitti þá seinna. Í holdinu.
Svo hitti ég Hildigunni og manninn hennar (og sá Hildigunni lenda í harkalegum árekstri með rauðvínsglas í hendi, obbobbobb). Fleiri bloggarar voru víst á staðnum en þá þekkti ég ekki í sjón. Hef bara kynnst innankúpu þeirra gegnum orð í rafheimi. Vona að ég hitti þá seinna. Í holdinu.
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Hér er mjög langt ljóð sem heitir Hjartað slær
Tantra Nótt og Dagur Dúndri höfðu verið saman síðan í vélskóla. Sem var ekkert langur tími, en drjúgur. Eitt sinn vildi Dagur sýna Töntru ást sína í verki og gaf henni vandaða hjartsláttuvél. Tantra Nótt elskaði hjartsláttuvélina og gaf Degi Dúndra hjarta sitt í staðinn. Hún elskaði mjúkan taktinn í hjartsláttuvélinni sem sefaði og vaggaði og strauk tárin sem hrundu niður kinnarnar. Tantra Nótt elskaði að elska. Hún elskaði svo ákaft að Degi sortnaði fyrir augum og myrkur lagðist yfir hann frá morgni til kvölds. Í myrkrinu var Dagur týndur. Með dimmum róm heimtaði hann hjartsláttuvélina af Töntru sem fylltist brjálsemi og ást hennar þeyttist í allar áttir. Stefnulaus ást er vondur gripur. Degi rann til rifja taktlaus óreiðan og reyndi að gefa Töntru hjartsláttuvélina aftur, til að stilla konuna, en það var of seint. Tantra sveipaði um sig grárri ullarkápu og keypti sér sjálf eldrauða hjartsláttuvél. Hjartað er heimskur vöðvi, þuldi hún í sífellu. Svo glennti hún sundur á sér rifjahylkið með grilltöngum og tróð vélinni inn í brjóstholið í stað hjartans sem dagað hafði uppi hjá fyrrum elskhuga hennar. Í brjóstinu sló blóðrauð vélin hana í vélrænum takti. Nýi takturinn strauk aldrei tár af kinn.
Allur réttur áskilinn höfundi
Allur réttur áskilinn höfundi
Áfram Noregur
Til hamingju baun með þetta hógværa og yfirlætislausa útlit.
Kærar þakkir riddari rafgötunnar, Gunnar Hrafn, fyrir að koma tækniskertri ókunnugri konu til bjargar.
Kærar þakkir riddari rafgötunnar, Gunnar Hrafn, fyrir að koma tækniskertri ókunnugri konu til bjargar.
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Ferhyrndar fréttir
Mikið fannst mér skemmtileg fréttin í kvöld um ferhyrndu hrútana Svamp og Mola austur í sveitum, og syngjandi hundinn á bænum. Magnús Hlynur hinn kengmælti er þjóðlegri en flatbrauð með hangiketi. Magnús Hlynur er þjóðargersemi.
Svo kemur hér tilboð sem þið getið ekki hafnað. Mig vantar smá aðstoð við að poppa upp útlitið á síðunni minni. Er orðin mökk leið á þessu græna dósaumhverfi. Hver býður sig fram? Laun samkvæmt strípuðum töxtum og bónus fyrir vel unnin störf.
sunnudagur, nóvember 05, 2006
My cup of tea
Um daginn borðaði ég á austurlenskum veitingastað. Pantaði mér "indverskt kryddte", fannst það hljóma framandi. Nokkur bið var eftir te-inu og beið ég spennt eftir að bragða á því. Eftir langa bið kom lágvaxni þjónninn með lítinn teketil og upp úr katlinum lafði rauður Melroses miði. Melroses er í mínum huga álíka exótískt og grjónagrautur. Þegar ég hellti í bollann minn gutlaðist út ljósbrúnn vökvi, augljóslega mjólkurblandaður. Ég analýseraði te-ið með mínum súper-glúrnu bragðlaukum (og eigin augum).
Eftir þetta hef ég reynt ýmis tilbrigði við "indverska kryddteið". Mer heila kardimommu og engifer í mortéli, blanda því saman við svart hlutlaust te, set svo smá hunang og mjólkurlögg útí.
Tilbreyting er krydd lífsins.
Eftir þetta hef ég reynt ýmis tilbrigði við "indverska kryddteið". Mer heila kardimommu og engifer í mortéli, blanda því saman við svart hlutlaust te, set svo smá hunang og mjólkurlögg útí.
Tilbreyting er krydd lífsins.
laugardagur, nóvember 04, 2006
Flissararnir
Ég hef alla tíð verið gefin fyrir ævintýri, í bókum, myndum, lífinu sjálfu. Hef lesið tugi vísindaskáldsagna og er að sjálfsögðu forfallinn Trekkari og aðdáandi Star Wars í ofanálag. Nú er ég lögst í ævintýrabækur fyrir yngri og yngri börn. Búin með allar Artemis Fowl bækurnar og fleiri eftir Eoin Colfer. Löngu búin með Chronicles of Narnia, Eragon, Potter og Hringadróttinssögu hef ég lesið allnokkrum sinnum. Færist nú æ neðar í aldri, sem segir mér að ég þroskist öfugt. Baklæg andþróun? Skemmti mér konunglega um daginn við að lesa Flissarana og Ævintýri á meðan eftir Roddy Doyle. Samtölin í þessum bókum eru óborganleg. Hér er smá sýnishorn.
Þau voru að slátra kú í bakgarðinum. Það var baul og blóð úti um allan garð.
Í alvöru?
Nei. Þau voru í eldhúsinu. Billie Jean var að afhýða belgbaunir.
"Ekki svona!" hrópaði ein belgbaunin. "Það er rennilás á bakinu!"
(Doyle, R., Ævintýri á meðan, bls.54)
Svo heitir ein af mínum eftirlætisbókum "Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni".
Mér er ekki viðbjargandi.
Þau voru að slátra kú í bakgarðinum. Það var baul og blóð úti um allan garð.
Í alvöru?
Nei. Þau voru í eldhúsinu. Billie Jean var að afhýða belgbaunir.
"Ekki svona!" hrópaði ein belgbaunin. "Það er rennilás á bakinu!"
(Doyle, R., Ævintýri á meðan, bls.54)
Svo heitir ein af mínum eftirlætisbókum "Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni".
Mér er ekki viðbjargandi.
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Víst má ég bora í nefið!
Sumir vilja frekar lenda í árekstri en að gefa eftir "réttinn" í umferðinni.
Dekurbarnið Ísland er þannig ökumaður. Við höfum rétt á að veiða hvali, enginn skal segja okkur annað. Skítt með það þótt aðrar þjóðir krumpist í viðbjóði og skelfingu yfir þessu athæfi og stórum hagsmunum verði fórnað á altari þjóðrembunnar. Við eigum "réttinn". Hef heyrt fólk afgreiða þá sem vilja ígrunda málið - ekki æða út í veiðar í atvinnuskyni án markaðar fyrir kjötið, án þarfar, án tilgangs - sem bjána sem beita fyrir sig "tilfinningarökum". Þetta er sagt með megnri fyrirlitningu. Tilfinningarök. Hef oft heyrt þetta líka þegar fólk lýsir andstöðu sinni við álverum og virkjunum - það eru "tilfinningarök". Tala nú ekki um ef útlendingar tjá sig um náttúruvernd á Íslandi. Þeir hafa ekkert vit á þessu, við vitum betur. Nú vil ég taka skýrt fram að ég hef ekkert á móti hvalveiðum í prinsippinu og get vel horft á hval drepinn án þess að fara að gráta. Hins vegar hef ég mikið á móti því að valta yfir fólk, án tillits til skoðana þess og tilfinninga.
Og hvaðan kemur þessi fyrirlitning á tilfinningum? Er þetta það sem við viljum kenna börnunum okkar, ekki hafa áhyggjur af tilfinningum annarra, þær eru ómerkar? Tilfinningar skipta ekki máli?
Er nema von að aðrar þjóðir skammi okkur og hunsi, Finnar séu súrir og Danir beinlínis í herferð gegn okkur?
Dekurbarnið Ísland er þannig ökumaður. Við höfum rétt á að veiða hvali, enginn skal segja okkur annað. Skítt með það þótt aðrar þjóðir krumpist í viðbjóði og skelfingu yfir þessu athæfi og stórum hagsmunum verði fórnað á altari þjóðrembunnar. Við eigum "réttinn". Hef heyrt fólk afgreiða þá sem vilja ígrunda málið - ekki æða út í veiðar í atvinnuskyni án markaðar fyrir kjötið, án þarfar, án tilgangs - sem bjána sem beita fyrir sig "tilfinningarökum". Þetta er sagt með megnri fyrirlitningu. Tilfinningarök. Hef oft heyrt þetta líka þegar fólk lýsir andstöðu sinni við álverum og virkjunum - það eru "tilfinningarök". Tala nú ekki um ef útlendingar tjá sig um náttúruvernd á Íslandi. Þeir hafa ekkert vit á þessu, við vitum betur. Nú vil ég taka skýrt fram að ég hef ekkert á móti hvalveiðum í prinsippinu og get vel horft á hval drepinn án þess að fara að gráta. Hins vegar hef ég mikið á móti því að valta yfir fólk, án tillits til skoðana þess og tilfinninga.
Og hvaðan kemur þessi fyrirlitning á tilfinningum? Er þetta það sem við viljum kenna börnunum okkar, ekki hafa áhyggjur af tilfinningum annarra, þær eru ómerkar? Tilfinningar skipta ekki máli?
Er nema von að aðrar þjóðir skammi okkur og hunsi, Finnar séu súrir og Danir beinlínis í herferð gegn okkur?
þriðjudagur, október 31, 2006
Nýtt líf
Komið ár. Í nýja lífinu mínu, sem fráskilin kona, hef ég kynnst alls kyns fólki, mörgum yndislegum manneskjum. Ég hef líka gert minn skerf af mistökum. Verndarhjúpurinn "hjónaband" umvefur mig ekki lengur. Spái meira í mannskepnuna. Þarf að læra. Get ekki treyst fólki eins og áður, óð út í nýja lífið allt of opin og auðsærð. Treysti þó fólki enn, en reyni að fara varlegar. Og einni manneskju treysti ég undantekningalaust og trúi á. Ég trúi á sjálfa mig. Trúi því að allt fari vel, að hlutirnir reddist og bjargist, að ég geti áfram teygað að mér lífið og gleðina. Gleðina yfir börnunum mínum og því að vera, já, bara, svona sprelllifandi. Finn til með fólki sem lifir í tortryggni og vantrausti, sem heldur alltaf það versta um aðra. Finn til með þeim sem draga skugga fortíðar fyrir ljós dagsins í dag.
Finnst stundum gott að lesa tilvitnanir þegar ég er í þessum ham. Hér koma nokkrar djúpar.
It is impossible to go through life without trust: That is to be imprisoned in the worst cell of all, oneself.
Graham Greene, The Ministry of Fear
A man who doesn't trust himself can never truly trust anyone else.
Cardinal de Retz
Telling the future by looking at the past assumes that conditions remain constant. This is like driving a car by looking in the rearview mirror.
Herb Brody
Those who face that which is actually before them, unburdened by the past, undistracted by the future, these are they who live, who make the best use of their lives; these are those who have found the secret of contentment.
Alban Goodier
A cynic is not merely one who reads bitter lessons from the past, he is one who is prematurely disappointed in the future.
Sidney J. Harris
I think we agree, the past is over.
George W. Bush (1946 - )
Finnst stundum gott að lesa tilvitnanir þegar ég er í þessum ham. Hér koma nokkrar djúpar.
It is impossible to go through life without trust: That is to be imprisoned in the worst cell of all, oneself.
Graham Greene, The Ministry of Fear
A man who doesn't trust himself can never truly trust anyone else.
Cardinal de Retz
Telling the future by looking at the past assumes that conditions remain constant. This is like driving a car by looking in the rearview mirror.
Herb Brody
Those who face that which is actually before them, unburdened by the past, undistracted by the future, these are they who live, who make the best use of their lives; these are those who have found the secret of contentment.
Alban Goodier
A cynic is not merely one who reads bitter lessons from the past, he is one who is prematurely disappointed in the future.
Sidney J. Harris
I think we agree, the past is over.
George W. Bush (1946 - )
mánudagur, október 30, 2006
Frá tá og niðurúr
Síðan síðast hefur margt á daga mína drifið.
- keypti skó á 700 krónur
- drakk allt of mikið hvítvín á netaverkstæði
- var veislustjóri í fimmtugsafmæli og dansaði eins og vitleysingur (í skónum sem kostuðu 350 kr. stykkið)
- sór þess eið að hætta að drekka (eins og ég geri alltaf í þynnku)
- ruglaðist á bræðrum
- var nöguð af forvitnum hestum
- lærði að búa til sushi
- kláraði að horfa á fyrstu seríuna af 24, en það hefur verið samvinnuverkefni okkar Matta miðbarns (mér fannst endirinn voða sorglegur)
Sagði enga formlega "brandara" sem veislustjóri (bullaði bara uppúr mér), en ætla að birta hér smotterí sem ég var látin lesa upp í annarri veislu um daginn.
Úr sjúkraskýrslum
- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn, en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu
- Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig árið 2003
- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið
- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niðurúr
- Sjúklingur hefur skilið hvítu blóðkornin eftir á öðrum spítala
- Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn
- keypti skó á 700 krónur
- drakk allt of mikið hvítvín á netaverkstæði
- var veislustjóri í fimmtugsafmæli og dansaði eins og vitleysingur (í skónum sem kostuðu 350 kr. stykkið)
- sór þess eið að hætta að drekka (eins og ég geri alltaf í þynnku)
- ruglaðist á bræðrum
- var nöguð af forvitnum hestum
- lærði að búa til sushi
- kláraði að horfa á fyrstu seríuna af 24, en það hefur verið samvinnuverkefni okkar Matta miðbarns (mér fannst endirinn voða sorglegur)
Sagði enga formlega "brandara" sem veislustjóri (bullaði bara uppúr mér), en ætla að birta hér smotterí sem ég var látin lesa upp í annarri veislu um daginn.
Úr sjúkraskýrslum
- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn, en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu
- Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig árið 2003
- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið
- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niðurúr
- Sjúklingur hefur skilið hvítu blóðkornin eftir á öðrum spítala
- Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn
fimmtudagur, október 26, 2006
Nú spyr ég ÞIG
Hef í langan tíma velt fyrir mér hvað þetta skilti táknar. Það er í Grasagarðinum í Laugardal, stendur í litlu rjóðri. Hingað til hef ég eingöngu spurt fólk sem veit ekki svarið. Hef nú sett fram eftirfarandi tilgátur.
a) varúð, fallandi konur
b) svæði til að iðka hættulegar teygjuæfingar
c) súludans leyfður hér (skiltið stendur á langri súlu)
d) varúð, fallnar konur
e) sé himininn grænn, má búast við kattliðugum, smáfættum konum með úfið hár og hvorugan fótinn á jörðinni
Endilega hjálpið mér að finna út úr þessu.
þriðjudagur, október 24, 2006
Þetta er ekki neikvæð færsla, ég er ekki í vondu skapi
Rakst á þennan kveðskap eftir Örn Arnarson.
Úr Eldhúsdagsræðu Odds sterka
Veldur frekja Framsóknar
fjárhagsleka skútunnar,
allar tekjur uppétnar -
illa rekin trippin þar.
Þó að Framsókn færi skakkt,
festi á skeri þjóðarjakt,
allt er betra en íhaldsmakt,
eins og Jónas hefir sagt.
Íhald lastar Framsókn frekt.
Framsókn lýsir íhalds sekt.
Kjaftæðið er kátbroslegt.
Kuggurinn lekur eins og trekt.
Úr bókinni Illgresi (1942, Menningar-og fræðslusamband alþýðu)
Léttist á mér brúnin þegar ég sá þessa frétt á forsíðu Fréttablaðsins í dag: Svíar telja hvalveiðarnar á sína ábyrgð. Svíar eru mikið fyrir að axla ábyrgð, það er til fyrirmyndar. Vildi að þeir tækju fleira að sér, eins og að bera ábyrgð á veðrinu, öllum þessum hringtorgum, Árna Johnsen, háu matarverði, Kárahnjúkum, helvítis kvefinu og nærbuxum sem skerast upp í rassinn á manni. Er annars á móti því að hefja hvalveiðar á ný, tel þetta vanhugsaðar aðgerðir, skíthrædd um að við séum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. En það er auðvitað ekki á okkar ábyrgð, heldur Svía. Ég ætla að bjóða mig fram og kosningaloforð mitt verður: Svía á hvert heimili.
Annars þyngdist brúnin á mér aftur þegar ég sá, á sömu forsíðu: Hvalveiðar Íslendinga gætu haft áhrif á velgengni Nylon í Bretlandi.
Úr Eldhúsdagsræðu Odds sterka
Veldur frekja Framsóknar
fjárhagsleka skútunnar,
allar tekjur uppétnar -
illa rekin trippin þar.
Þó að Framsókn færi skakkt,
festi á skeri þjóðarjakt,
allt er betra en íhaldsmakt,
eins og Jónas hefir sagt.
Íhald lastar Framsókn frekt.
Framsókn lýsir íhalds sekt.
Kjaftæðið er kátbroslegt.
Kuggurinn lekur eins og trekt.
Úr bókinni Illgresi (1942, Menningar-og fræðslusamband alþýðu)
Léttist á mér brúnin þegar ég sá þessa frétt á forsíðu Fréttablaðsins í dag: Svíar telja hvalveiðarnar á sína ábyrgð. Svíar eru mikið fyrir að axla ábyrgð, það er til fyrirmyndar. Vildi að þeir tækju fleira að sér, eins og að bera ábyrgð á veðrinu, öllum þessum hringtorgum, Árna Johnsen, háu matarverði, Kárahnjúkum, helvítis kvefinu og nærbuxum sem skerast upp í rassinn á manni. Er annars á móti því að hefja hvalveiðar á ný, tel þetta vanhugsaðar aðgerðir, skíthrædd um að við séum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. En það er auðvitað ekki á okkar ábyrgð, heldur Svía. Ég ætla að bjóða mig fram og kosningaloforð mitt verður: Svía á hvert heimili.
Annars þyngdist brúnin á mér aftur þegar ég sá, á sömu forsíðu: Hvalveiðar Íslendinga gætu haft áhrif á velgengni Nylon í Bretlandi.
sunnudagur, október 22, 2006
Svona fá þeir syndagjöldin...
sem eru að göltrast úti á kvöldin. Ég er þunn. Eins og vitur kona mælti forðum (það var ég), ber manni ekki á líta á þynnku sem vandamál heldur verkefni.
Var á grímuballi í gær. Geggjað stuð, flottir búningar og frábært band sem heitir Bambínós (allir tónlistarmennirnir eru barnalæknar). Ballið var skipulagt af félagsskap últra-fagurra kvenna sem kalla sig Taumlausar teygjur. Þær höfðu fjárfest í flugfreyjubúningum (á Rómantík.is) og pósuðu sem aeró-portkonur. Vitið þið hvað svona búningur (kjóll úr teygjuefni og kaskeiti) kostar? 12 þúsund krónur! Ekki gefið að vera glyðrulegur nú til dags.
Var á grímuballi í gær. Geggjað stuð, flottir búningar og frábært band sem heitir Bambínós (allir tónlistarmennirnir eru barnalæknar). Ballið var skipulagt af félagsskap últra-fagurra kvenna sem kalla sig Taumlausar teygjur. Þær höfðu fjárfest í flugfreyjubúningum (á Rómantík.is) og pósuðu sem aeró-portkonur. Vitið þið hvað svona búningur (kjóll úr teygjuefni og kaskeiti) kostar? 12 þúsund krónur! Ekki gefið að vera glyðrulegur nú til dags.
fimmtudagur, október 19, 2006
Mamma
segir að ég eigi ekki að vera með svona dónaskap á síðunni minni. Sorrí mamma, stundum á ég bágt með að hemja í mér púkann (hvaðan hef ég það?). Skal reyna samt.
Bið líka alla fyrirgefningar fyrirfram, meðfram og eftirá út af hverju því sem mögulega getur sært fólk. Takið bara fyrir augun áður en þið lesið bloggið mitt.
Bið líka alla fyrirgefningar fyrirfram, meðfram og eftirá út af hverju því sem mögulega getur sært fólk. Takið bara fyrir augun áður en þið lesið bloggið mitt.
miðvikudagur, október 18, 2006
þriðjudagur, október 17, 2006
Oft má salt ket liggja
Hún Lindablinda talar um að orð geti sært og það er alveg rétt hjá henni. Hef oft verið lögð orðasverði, stundum viljandi en sennilega oftar óviljandi.
Í dag fékk ég framan í mig einhverja súrustu móðgun sem ég hef á ævinni heyrt. Fyrst var ég voða sár, en svo greip ég til minna varna. Þær felast yfirleitt í því að hlæja að hlutunum. Og þetta er auðvitað fyndið þótt það hafi verið sett fram gagngert til að særa mig.
Móðgunin varðar útlitið (ég er týpísk kona og voða viðkvæm fyrir nastí kommentum á það). Mér var sagt að ég liti út eins og öldruð Birgitta Haukdal.
Æi. Öldruð?
Hefur alltaf þótt lágt lagst þegar fullorðnir grípa til þess að setja út á útlit annars fólks til að koma höggi á það. Einhvers konar barnaleg rökþrot. "Þú ert bara lítill og kiðfættur með ljótt nef". Gáfulegt?
Í dag fékk ég framan í mig einhverja súrustu móðgun sem ég hef á ævinni heyrt. Fyrst var ég voða sár, en svo greip ég til minna varna. Þær felast yfirleitt í því að hlæja að hlutunum. Og þetta er auðvitað fyndið þótt það hafi verið sett fram gagngert til að særa mig.
Móðgunin varðar útlitið (ég er týpísk kona og voða viðkvæm fyrir nastí kommentum á það). Mér var sagt að ég liti út eins og öldruð Birgitta Haukdal.
Æi. Öldruð?
Hefur alltaf þótt lágt lagst þegar fullorðnir grípa til þess að setja út á útlit annars fólks til að koma höggi á það. Einhvers konar barnaleg rökþrot. "Þú ert bara lítill og kiðfættur með ljótt nef". Gáfulegt?
sunnudagur, október 15, 2006
Ofur venjulegt fólk
Fór í afmælisveislu í gærkvöldi. Meðal gesta var fullt af fólki sem hangir á netinu allan sólarhringinn. Sem sagt ofur venjulegt fólk. Ekkert markvert gerðist. Um tíðindaleysi samkomunnar má lesa á síðu afmælisbarnsins.
Ætla purkunarlaust að viðra hér sjálfhverfuna. Svona er baunin þegar hún fer út á lífið. Hófsöm og látlaus. Dálítið wild en snyrtimennskan þó í fyrirrúmi, eins og skáldið sagði.
Svo langar mig að plögga frábært leikrit. Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur, sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm. Stórgóð sýning, skemmti mér konunglega yfir kvikindislegum húmornum sem vellur og bullar alls staðar þar sem dr. Tóta kemur við sögu. Hún er einn af þessum óbermislegu snillingum sem ég tel til vina minna. Mögnuð kona, magnað leikrit.
Ætla purkunarlaust að viðra hér sjálfhverfuna. Svona er baunin þegar hún fer út á lífið. Hófsöm og látlaus. Dálítið wild en snyrtimennskan þó í fyrirrúmi, eins og skáldið sagði.
Svo langar mig að plögga frábært leikrit. Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur, sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm. Stórgóð sýning, skemmti mér konunglega yfir kvikindislegum húmornum sem vellur og bullar alls staðar þar sem dr. Tóta kemur við sögu. Hún er einn af þessum óbermislegu snillingum sem ég tel til vina minna. Mögnuð kona, magnað leikrit.
fimmtudagur, október 12, 2006
Útburðarvæl
Langar að væla aðeins yfir blaða- og fjölpóstútburði. Alls konar fólk hamast við að bera blöð inn í húsið mitt sem ég verð svo að bera út aftur. Og þau eru mörg en ég er ein. Og einhent í þokkabót.
Svo langar mig líka að vola smá yfir þessu. Ég er nebbla búin að vera að háma og gáma í mig "himneskar" döðlur sl. daga. Hvað í fjáranum eru mítlur?
Svo langar mig líka að vola smá yfir þessu. Ég er nebbla búin að vera að háma og gáma í mig "himneskar" döðlur sl. daga. Hvað í fjáranum eru mítlur?
þriðjudagur, október 10, 2006
Vísindi og loðnar tær.
Ærnar hafði ég áhygggjur af dóttur minni þegar hún var í stærðfræðinni í háskólanum, sérstaklega þegar hún fór með 130 aukastafi pí uppi á sviði, utanað. Sem skemmtiatriði á samkundu stærðfræðinema. Einmitt.
Svo ákvað hún að snúa sér alfarið að efnafræðinni. Mér fannst það bara gott mál. Þangað til í gær. Um kvöldmatarleytið fór ég að finna undarlega lykt. Ákvað að það hlyti að vera af því að ég kemst sjaldan í bað, eða að eitthvað hefði skriðið undir gifsið og dáið. Nokkru eftir að leiðinlega lyktin gerir vart við sig stormar dóttirin inn, babblandi eitthvað um efnafræðitilraun sem datt í gólfið. Stinkurinn á þessu augnabliki var svo megn að pottablóm visnuðu og málning flagnaði af veggjum. Ég heimtaði að henda fötum hennar og skóm, og jafnvel henni sjálfri, í ruslið, en það tók hún ekki í mál. Þrjóskan uppmáluð. Létum duga að setja flíkur í þvottavél og stúlkuna í bað. Skórnir fóru út á svalir og verða sennilega búnir að bræða sig í gegnum alla steypuna niður á fyrstu hæð þegar ég kem heim í kvöld.
Kæmi mér ekki á óvart ef Ásta verður komin með hobbitafætur eftir mánuð. Þá fæ ég að eiga alla skóna hennar.
laugardagur, október 07, 2006
Systkinakærleikur
Ég er svo heppin að hafa fætt í þennan heim tvo drengi. Og eina stúlku. Synir mínir eru miklir og góðir vinir, á milli þeirra er þráður sterkari en orð fá lýst. Þó er eitt í fari þeirra sem mér finnst alltaf jafn áhugavert - það er ekki til sá hlutur á jarðríki sem þeir geta ekki gert sér að þrætuepli. Rifrildi uppá 110 dB út af einum grænum hlaupkalli, illa ígrunduðum sprengjukaupum í Tanks tölvuleiknum, eða að sumir setji ekki demparann á þegar þeir æfa sig á píanóið o.s.frv. o.s.frv...eru daglegt brauð. Stóra systir tekur þátt í öskurkeppni af lífi og sál, þegar hún á lausa stund, sem er því miður allt of sjaldan núorðið. Mér er sérlega minnisstætt þegar við vorum eitt sinn á ferðalagi í Danmörku, með börnin þrjú í aftursætinu, að Ásta húðskammaði Matta fyrir að "anda svo hátt".
Sjálf á ég þrjú systkini og víst man ég að við þrættum og slógumst. Þekki mann sem heldur því fram að hann hafi aldrei rifist við bróður sinn og móðir þeirra staðfestir þann framburð. Það hlýtur bara að vera eðlilegt líka...
fimmtudagur, október 05, 2006
Má bjóða yður að mata mig í fyrramálið?
miðvikudagur, október 04, 2006
Stoltið verður ekki sett í gifs
Í dag gat ég, alveg ein:
- opnað Smjörvadollu og smurt brauðsneið
- farið í sturtu og m.a.s. þvegið hárið (setti plastpoka utanum gifsið og reyndi að halda handleggnum fyrir utan sturtuklefann. Það gekk ekki vel. Hvernig þurrkar maður gifs?)
- klætt mig og krækt að mér brjóstahaldara á innan við hálftíma
- málað mig (eftir bestu getu)
- pikkað þessa færslu
Stolt og sjálfstæði pjattrófunnar hangir á bláþræði. Þoli illa að geta ekki hlutina sjálf. Strax. Hef gott af þessu, veit veit veit.
Fór í bíó í gærkvöld með Ástu og Hjalta, á forsýningu myndarinnar The Devil wears Prada. Mjög gaman að sjá Meryl Streep í kómedíu. Takk fyrir miðana Simmi.
- opnað Smjörvadollu og smurt brauðsneið
- farið í sturtu og m.a.s. þvegið hárið (setti plastpoka utanum gifsið og reyndi að halda handleggnum fyrir utan sturtuklefann. Það gekk ekki vel. Hvernig þurrkar maður gifs?)
- klætt mig og krækt að mér brjóstahaldara á innan við hálftíma
- málað mig (eftir bestu getu)
- pikkað þessa færslu
Stolt og sjálfstæði pjattrófunnar hangir á bláþræði. Þoli illa að geta ekki hlutina sjálf. Strax. Hef gott af þessu, veit veit veit.
Fór í bíó í gærkvöld með Ástu og Hjalta, á forsýningu myndarinnar The Devil wears Prada. Mjög gaman að sjá Meryl Streep í kómedíu. Takk fyrir miðana Simmi.
mánudagur, október 02, 2006
Lifið heil, eða gróið vel
Það er allt í fína lagi með mig. Ef ég hefði vitað hvað það er lítið mál að brjóta bein, hefði ég verið löngu búin að því.
Húsmæðraorlofið var sallafínt. Vinkonurnar umvöfðu mig dúnmjúku umönnunarofbeldi og gerðu ekki nándar nærri nógu mikið grín að mér. Í kjallara hótelsins að Reykholti eru alls kyns fyrirbæri og græjur, t.d. nuddstólar, ilmþerapía og stjörnum skrýtt slökunarherbergi. Ég náttla skellti mér í einn nuddstólinn og ýtti á takka. Stóllinn lifnaði umsvifalaust við, greip þéttingsfast um herðar, rass og fætur mér, eiginlega óx utanum mig eins og vafningsjurt, og byrjaði svo að hamast, þannig að ég hristist ákaflega og skókst með mín brotnu bein. Þetta var víst stillingaratriði. Ég hló svo mikið að ég þurfti 2 kg af parkódíni. Fyrir hádegi.
Annars langar mig að þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir hlýjar kveðjur. Kemst ekki yfir það hversu heppin ég er að þekkja svona margt frábært fólk. Ást og friður elsku vinir:o)
Húsmæðraorlofið var sallafínt. Vinkonurnar umvöfðu mig dúnmjúku umönnunarofbeldi og gerðu ekki nándar nærri nógu mikið grín að mér. Í kjallara hótelsins að Reykholti eru alls kyns fyrirbæri og græjur, t.d. nuddstólar, ilmþerapía og stjörnum skrýtt slökunarherbergi. Ég náttla skellti mér í einn nuddstólinn og ýtti á takka. Stóllinn lifnaði umsvifalaust við, greip þéttingsfast um herðar, rass og fætur mér, eiginlega óx utanum mig eins og vafningsjurt, og byrjaði svo að hamast, þannig að ég hristist ákaflega og skókst með mín brotnu bein. Þetta var víst stillingaratriði. Ég hló svo mikið að ég þurfti 2 kg af parkódíni. Fyrir hádegi.
Annars langar mig að þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir hlýjar kveðjur. Kemst ekki yfir það hversu heppin ég er að þekkja svona margt frábært fólk. Ást og friður elsku vinir:o)
laugardagur, september 30, 2006
Einhendi mér í orlofið
Hef heyrt fólk kvarta yfir hversu bjart myrkrið var í "myrkvuninni". Get alveg tekið undir það, enda leitaði ég uppi alvöru myrkur og fann það í Borgartúni. Þar var fullt af vanmetnu myrkri. Svo þykku að ég sá ekki háan kantinn og grjótið sem skildi að bílastæðin. Ég spurði á slysó, þegar hjúkkan var að múra handlegginn á mér inni, hvort fleiri hefðu slasast á þessum ljósdökka hálftíma. Hún vissi ekki til þess.
Eitt fannst mér óhuggulegt. Þar sem ég húkti hálfgrátandi af sársauka með mín brotnu bein, blóðug og vönkuð eftir slysið, búin að skríða upp á gangstétt (hjólið lá á miðju stæði þar hjá), komu gangandi hjón ca. um fimmtugt, sveigðu snyrtilega hjá, svona hálfan metra frá mér, litu á mig og sögðu ekki orð. Þeim virtist ekki detta í hug að hjálpa mér.
Annars er merkilegt að vera svona einhentur. Það er t.d. ótrúlega erfitt að opna krukkur og krækja að sér brjóstahaldara.
Ætla nú í húsmæðraorlof upp í Borgarfjörð með vinkonum mínum og vona að þær geri mikið grín að mér. Það er svo gaman að vera til. Þó maður finni soldið til.
Eitt fannst mér óhuggulegt. Þar sem ég húkti hálfgrátandi af sársauka með mín brotnu bein, blóðug og vönkuð eftir slysið, búin að skríða upp á gangstétt (hjólið lá á miðju stæði þar hjá), komu gangandi hjón ca. um fimmtugt, sveigðu snyrtilega hjá, svona hálfan metra frá mér, litu á mig og sögðu ekki orð. Þeim virtist ekki detta í hug að hjálpa mér.
Annars er merkilegt að vera svona einhentur. Það er t.d. ótrúlega erfitt að opna krukkur og krækja að sér brjóstahaldara.
Ætla nú í húsmæðraorlof upp í Borgarfjörð með vinkonum mínum og vona að þær geri mikið grín að mér. Það er svo gaman að vera til. Þó maður finni soldið til.
föstudagur, september 29, 2006
Myrkur II, æsispennandi framhald
Passið ykkur á myrkrinu.
Eftir kertafleytingu á Tjörninni í gærkvöld (falleg athöfn) hentist ég heim á hjólinu, alltaf með æðiber í rassinum. Fannst lítið fútt í að hjóla á Laugaveginum (allt of bjart), fór Hverfisgötu og Borgartún. Þar var ærlegt myrkur. Í Borgartúni flaug ég fram af háum steyptum kanti. Braut olnbogabein (væntanlega í lendingu frekar en flugtaki), rifbein, og er auk þess allvíða hrufluð, tognuð, blá og marin. Pikka þessa færslu með vinstri, því hægri handleggur er gipsaður frá fingrum og upp í krika. Get ekki keyrt, vaskað upp, girt mig almennilega, farið í skaplegar flíkur (vegna gipsfeits handleggs), ekki farið í klifur eða leikfimi...nú er ég hætt þessu væli. Þetta grær áður en ég gifti mig. *hysterískur hlátur*
Passið ykkur á myrkrinu.
Eftir kertafleytingu á Tjörninni í gærkvöld (falleg athöfn) hentist ég heim á hjólinu, alltaf með æðiber í rassinum. Fannst lítið fútt í að hjóla á Laugaveginum (allt of bjart), fór Hverfisgötu og Borgartún. Þar var ærlegt myrkur. Í Borgartúni flaug ég fram af háum steyptum kanti. Braut olnbogabein (væntanlega í lendingu frekar en flugtaki), rifbein, og er auk þess allvíða hrufluð, tognuð, blá og marin. Pikka þessa færslu með vinstri, því hægri handleggur er gipsaður frá fingrum og upp í krika. Get ekki keyrt, vaskað upp, girt mig almennilega, farið í skaplegar flíkur (vegna gipsfeits handleggs), ekki farið í klifur eða leikfimi...nú er ég hætt þessu væli. Þetta grær áður en ég gifti mig. *hysterískur hlátur*
Passið ykkur á myrkrinu.
fimmtudagur, september 28, 2006
Myrkur
Þriðjudagskvöld fór ég í gönguna með Ómari. Stemningin var tregablandin og sterk. Og í dag var Jöklu þröngvað í Hálslón. Ómar hefur talað um að enn sé hægt að hætta við. Við getum hætt við að nota virkjunina í upprunalegum tilgangi, selt náttúruverndarsinnum um allan heim nafnspjöld til að hengja á stífluvegginn, gert risastórt minnismerki úr þessu heimskra manna ráði. Menn segja að þetta sé fáránleg hugmynd. Tek undir það, það væri jafn fáránlegt og að smíða skammbyssu sem aldrei væri notuð til að skjóta fólk.
Ég ætla út í manngert myrkur í kvöld.
miðvikudagur, september 27, 2006
Til hamingju Ásta
Þessi yndislega mannvera á afmæli í dag. Litla ljóðskáldið, klarínettuleikarinn, efnafræðiprófessorinn og stærðfræðiséníið mitt er 22 ára í dag. Og henni finnst ennþá gaman að leika sér og rífast við bræður sína (og hrekkja mömmu sína, t.d. með gervi-tattúum). Vona að hún vaxi aldrei upp úr því. Til hamingju Ásta!
þriðjudagur, september 26, 2006
Skrifaðu undir hérna góði
Í Kastljósi í gær var fjallað um unglinga sem gera skriflegan samning við foreldra sína um að ef þeir byrji hvorki að reykja né drekka, þá muni foreldrarnir borga bílprófið. Þetta þykir mér afskaplega sérkennileg uppeldisaðferð, svona talandi um meðalunglinginn (sem er vænsta skinn og vel traustsins verður). Held reyndar að samningur af þessu tagi geti ýtt undir ósannsögli, ef unglingurinn fellur í freistni, drekkur t.d. hálfan bjór, reykir eina sígarettu, þá er eins gott að segja ekki frá. Bílpróf í húfi. "Lögfræðingurinn minn talar við lögfræðinginn þinn."
Hvernig væri að ganga alla leið? Sting upp á eftirfarandi samningum í beinu framhaldi, að breyttu breytanda.
1. Ef þú rænir ekki vídeóleigu fyrir 16 ára aldur, þá færðu ipod.
2. Ef þú nauðgar ekki fyrir 19 ára aldur, þá færðu bíl.
3. Ef þú myrðir ekki mann fyrir 21 árs aldur, þá færðu hús.
Hvernig væri að ganga alla leið? Sting upp á eftirfarandi samningum í beinu framhaldi, að breyttu breytanda.
1. Ef þú rænir ekki vídeóleigu fyrir 16 ára aldur, þá færðu ipod.
2. Ef þú nauðgar ekki fyrir 19 ára aldur, þá færðu bíl.
3. Ef þú myrðir ekki mann fyrir 21 árs aldur, þá færðu hús.
laugardagur, september 23, 2006
Allt sem er príl, príl finnst mér vera fallegt
Var að koma úr Klifurhúsinu, helaum í lófunum. Var miklu betri nú en síðast, komst upp sjóræningjastigann (sem ég gat ekki síðast), og prílaði bara nokkuð vel. Verst að ég kann enga sjóræningjafrasa, þarf að spyrja sérfræðing. Eitthvað voða mikið ARRRR...minnir mig. Eru til íslenskir sjóræningjafrasar? Einu sjóræningjar sem ég man eftir í íslenskri lögsögu eru landhelgisbrjótar frá Hull og Grimsby. Úr þorskastríðinu. Lítið fútt í því.
Skil núna betur af hverju mér hefur alltaf fundist svona gaman í fjallgöngum að príla í klettum, þrátt fyrir lofthræðslu. Er greinilega klifurköttur í eðli mínu. Eða fjallaljón? Eða fjallageit? Eða fjallmyndarleg prílukona?
Alla vega er ljóst að vöðvarnir hrannast upp og ef fram heldur sem horfir fer ég að skora á fólk í sjómann í Kringlunni.
Skil núna betur af hverju mér hefur alltaf fundist svona gaman í fjallgöngum að príla í klettum, þrátt fyrir lofthræðslu. Er greinilega klifurköttur í eðli mínu. Eða fjallaljón? Eða fjallageit? Eða fjallmyndarleg prílukona?
Alla vega er ljóst að vöðvarnir hrannast upp og ef fram heldur sem horfir fer ég að skora á fólk í sjómann í Kringlunni.
föstudagur, september 22, 2006
Orðin tóm
Orðin tóm
Loforðin orðin
orðin tóm
eins og ég
Hún Ásta mín labbaði með mömmu sinni í Elliðaárdalnum. Hún veit að mamma er lítil í sér og döpur þessa dagana.
Það var yndislegt að spásséra. Veðrið fallegt og trén í skrautklæðum. Upplifun að sjá laufblöðin falla hægt og tígulega til jarðar. Annað en venjulega, þegar slagviðriskafli lemur laufin af, hviss bæng, og trén standa nakin og skjálfandi á eftir. Betra fyrir þau að fá að tína af sér spjarirnar, eina og eina í einu. Reisn yfir því.
Og af því að ég er soddan höfðingi, langar mig að gauka að ykkur ókeypis ráðleggingu. Ef þið ætlið að enda ástarsamband, EKKI nota msn. Hafið manndóm í ykkur til að ræða við manneskjuna, þ.e. ef þið hafið nokkra taug til hennar.
Loforðin orðin
orðin tóm
eins og ég
Hún Ásta mín labbaði með mömmu sinni í Elliðaárdalnum. Hún veit að mamma er lítil í sér og döpur þessa dagana.
Það var yndislegt að spásséra. Veðrið fallegt og trén í skrautklæðum. Upplifun að sjá laufblöðin falla hægt og tígulega til jarðar. Annað en venjulega, þegar slagviðriskafli lemur laufin af, hviss bæng, og trén standa nakin og skjálfandi á eftir. Betra fyrir þau að fá að tína af sér spjarirnar, eina og eina í einu. Reisn yfir því.
Og af því að ég er soddan höfðingi, langar mig að gauka að ykkur ókeypis ráðleggingu. Ef þið ætlið að enda ástarsamband, EKKI nota msn. Hafið manndóm í ykkur til að ræða við manneskjuna, þ.e. ef þið hafið nokkra taug til hennar.
Sundurlausir forhelgarþankar
Ég er svo heppin. Þarf ekkert að skilja alla hluti. Mikil blessun er það nú.
Veðrið er yndislegt, hver vill koma með mér í göngu?
Orð gærdagsins:
Unless commitment is made, there are only promises and hopes... but no plans. Peter Drucker
American (Austrian-born) management writer (1909 - 2005)
Veðrið er yndislegt, hver vill koma með mér í göngu?
Orð gærdagsins:
Unless commitment is made, there are only promises and hopes... but no plans. Peter Drucker
American (Austrian-born) management writer (1909 - 2005)
fimmtudagur, september 21, 2006
Sjúkleg jákvæðni
Lítill púki með vængi (veit ekki hvort hann er góður eða vondur, en það hékk gylltur baugur á hægri hnýfli) hvíslaði því að mér áðan að í raun og veru væri ég ekki meðvirk, heldur bara sjúklega bjartsýn að eðlisfari. Því ég held alltaf að hlutirnir fari vel, að fólk breytist og því muni það hegða sér öðruvísi en það hefur gert hingað til. Þetta er hluti af auðæfum mínum, þetta er reynslumillinn í bauninni.
En bjartsýni getur gengið út í öfgar.
Já, og svo kallaði ég vinkonu mína Mývetning, þessa sem kenndi mér tásunöfnin. Hún leiðrétti mig mjúklega og sagðist vera Reykdælingur. Ég bið hana innilega afsökunar og vona að hún virði mér það til vorkunnar að ég er fávíst borgarbarn.
En bjartsýni getur gengið út í öfgar.
Já, og svo kallaði ég vinkonu mína Mývetning, þessa sem kenndi mér tásunöfnin. Hún leiðrétti mig mjúklega og sagðist vera Reykdælingur. Ég bið hana innilega afsökunar og vona að hún virði mér það til vorkunnar að ég er fávíst borgarbarn.
miðvikudagur, september 20, 2006
Rauðu skórnir
Í dag var ég kölluð meðvirk marglytta. Djöfull átti ég það skilið. Það er hreinlega eins og ég geti ekki lært af mistökunum, er reynslunni ríkari, ó, já, orðin hálfgerður reynslumilli. En nú er Baun hætt í bullinu og ruglinu.
Fyrir 25 árum vann ég með frámunalega stórfættri konu. Hún hafði mikið dálæti á skóm og fannst ekki verra að þeir væru skrautlegir og áberandi, þó að þeir væru númer 46. Einu sinni vann vinkona mín heilmikið fyrir stórfætlu og bjóst að sjálfsögðu við borgun fyrir sín ritarastörf. Stórfætla tók við blaðabunkanum að verki loknu, leit djúpt í augu vinkonu minnar, andvarpaði þungt og sagði: "Helga mín, nú mundi ég gefa þér rauðu skóna mína...ef ég vissi ekki að þeir væru allt of stórir á þig." Og það var allt og sumt.
Hef ekki hugmynd um af hverju mér datt þessi saga í hug.
Fyrir 25 árum vann ég með frámunalega stórfættri konu. Hún hafði mikið dálæti á skóm og fannst ekki verra að þeir væru skrautlegir og áberandi, þó að þeir væru númer 46. Einu sinni vann vinkona mín heilmikið fyrir stórfætlu og bjóst að sjálfsögðu við borgun fyrir sín ritarastörf. Stórfætla tók við blaðabunkanum að verki loknu, leit djúpt í augu vinkonu minnar, andvarpaði þungt og sagði: "Helga mín, nú mundi ég gefa þér rauðu skóna mína...ef ég vissi ekki að þeir væru allt of stórir á þig." Og það var allt og sumt.
Hef ekki hugmynd um af hverju mér datt þessi saga í hug.
þriðjudagur, september 19, 2006
Spáum í tær
Hef löngum verið buguð yfir nafnleysi táa, enda haft sérstakt dálæti á þessum líkamspörtum. Skyldi engan undra þar sem ég er fádæma táfögur kona. Í samtölum mínum við þær (tær) hef ég (blíðlega) ávarpað þær stórutá, vísitá, löngutá, baugtá og litlutá.
En nú verður breyting á. Þekki góða konu úr Mývatnssveit sem hefur öruggar heimildir fyrir kórréttum nöfnum táa. Tær heita (farið úr sokknum á hægri fæti, horfið frá vinstri til hægri):
Vigga, Háa Þóra, Langa píka, Stutta Gerða og Lilla.
Strákar - þið eruð sumsé með líkamspart sem ykkur óraði ekki fyrir...
Hægri fótur heitir auðvitað Jón og sá vinstri Kolbeinn svarti.
Legg ekki meira á ykkur að sinni.
En nú verður breyting á. Þekki góða konu úr Mývatnssveit sem hefur öruggar heimildir fyrir kórréttum nöfnum táa. Tær heita (farið úr sokknum á hægri fæti, horfið frá vinstri til hægri):
Vigga, Háa Þóra, Langa píka, Stutta Gerða og Lilla.
Strákar - þið eruð sumsé með líkamspart sem ykkur óraði ekki fyrir...
Hægri fótur heitir auðvitað Jón og sá vinstri Kolbeinn svarti.
Legg ekki meira á ykkur að sinni.
mánudagur, september 18, 2006
MSN - messuvín
Sem ég var að kommentera á bloggsíðu, spurði eldri sonur minn grafalvarlegur í bragði: "Mamma, er blogg MSN gamla fólksins?" Held honum hafi þótt þessi samskiptamáti álíka snar og bréfaskák.
Og enn hef ég ekki fengið úr því skorið hvort messuvín sé áfengt. Þegar maður gúgglar það, koma misvísandi upplýsingar. Bloggvinir mínir fagrir hafa komið með gagnlegar athugasemdir, en eru reyndar ekki á einu máli um svör við þessari knýjandi spurningu. Færi ég þeim bestu þakkir fyrir viturleg komment við síðustu færslu. Hef heimildir fyrir því að í kirkjum landsmanna sé boðið upp á púrtvín. En á vef lögreglunnar, líka frá árinu 2003, sá ég þessi tíðindi.
Held ég trúi söngelskum bloggvinum best og mun héðan í frá ímynda mér að dippið sé púrtvín. Jafnvel fara á ímyndunarfyllerí, eða e.t.v. ímyndunar-aflausnarí.
Og enn hef ég ekki fengið úr því skorið hvort messuvín sé áfengt. Þegar maður gúgglar það, koma misvísandi upplýsingar. Bloggvinir mínir fagrir hafa komið með gagnlegar athugasemdir, en eru reyndar ekki á einu máli um svör við þessari knýjandi spurningu. Færi ég þeim bestu þakkir fyrir viturleg komment við síðustu færslu. Hef heimildir fyrir því að í kirkjum landsmanna sé boðið upp á púrtvín. En á vef lögreglunnar, líka frá árinu 2003, sá ég þessi tíðindi.
Held ég trúi söngelskum bloggvinum best og mun héðan í frá ímynda mér að dippið sé púrtvín. Jafnvel fara á ímyndunarfyllerí, eða e.t.v. ímyndunar-aflausnarí.
sunnudagur, september 17, 2006
Syndin og sunnudagsgöngur
Fór í messu í morgun, efahyggjumanneskjan sjálf. Séra Bjarni Karlsson vildi heiðra skáksveit Laugalækjarskóla fyrir góðan árangur og var það auðsótt mál hjá okkur foreldrunum, en unglingspiltarnir stigu treglega upp úr volgum rúmum sínum "eldsnemma" á sunnudagsmorgni. Prédikun séra Bjarna var prýðileg, barn var skírt, skákdrengir heiðraðir og síðan var gengið til altaris. Innbyrti ég þar hvíta töflu bleytta í messuvíni. Ekki veitir af, ærnar eru yfirsjónir mínar.
Fór eftir messu í aðra göngu. Með gönguhópnum mínum, Gulu göfflunum. Þar á ég yndislegar vinkonur. Drógumst afturúr tvær og ræddum syndina af einurð og festu. Veltum fyrir okkur syndaaflausn, altarisgöngu og breyskleik mannanna. Spáðum í helmingunartíma oblátunnar, að teknu tilliti til hæðar, þyngdar og iðrunarþunga syndarans. Ég fann hvernig mér létti, en hvort var það vegna hvítu töflunnar við altarisgönguna eða játninga á göngu með vinkonu minni? Þetta leiðir hugann lóðbeint að áralöngu debatti um samtals- versus lyfjameðferð í heilbrigðiskerfinu. Það sést úr flugvél.
Eitt langar mig að vita. Er messuvín áfengt?
Fór eftir messu í aðra göngu. Með gönguhópnum mínum, Gulu göfflunum. Þar á ég yndislegar vinkonur. Drógumst afturúr tvær og ræddum syndina af einurð og festu. Veltum fyrir okkur syndaaflausn, altarisgöngu og breyskleik mannanna. Spáðum í helmingunartíma oblátunnar, að teknu tilliti til hæðar, þyngdar og iðrunarþunga syndarans. Ég fann hvernig mér létti, en hvort var það vegna hvítu töflunnar við altarisgönguna eða játninga á göngu með vinkonu minni? Þetta leiðir hugann lóðbeint að áralöngu debatti um samtals- versus lyfjameðferð í heilbrigðiskerfinu. Það sést úr flugvél.
Eitt langar mig að vita. Er messuvín áfengt?
fimmtudagur, september 14, 2006
Viðbjóðum...
Við bjóðum ekki syndinni í kaffi. Sagði Gunnar. Fékk góðfúslegt leyfi frá fyrrverandi til að hafa tengil á þetta lagsýni. Gjöriðisvovel.
Læt hér fljóta með þrjár skondnar fyrirsagnir úr blöðunum:
Gáfu Eistum smokka.
Sendir heim eftir krufningu.
Látnir þvo bíla á nóttunni.
Læt hér fljóta með þrjár skondnar fyrirsagnir úr blöðunum:
Gáfu Eistum smokka.
Sendir heim eftir krufningu.
Látnir þvo bíla á nóttunni.
miðvikudagur, september 13, 2006
Templeit tenglatjáning
Tenglarunan mín er önnur vídd. Á mörgum bloggsíðum er tenglum raðað eftir augljósu kerfi, t.d. stafrófsröð, orðbreidd, uppáhaldsbloggarinn-minn efst (þessi-sem-ég-nenni-aldrei-að-lesa-en-verð-að-hafa-með-afþví-Gaujafrænka-er-lögga neðst), öfugri stafrófsröð, BMI stuðli bloggara, nýjastir efst/neðst eða sjónrænu mynstri (t.d. feitt í miðju, mjótt til enda). Svo nokkur dæmi séu tekin. Mínir tenglar ráða sér hins vegar sjálfir. Þegar ég fell í templates trans, færir undirmeðvitundin til í röðinni. Þið haldið að það fari eftir einhverju sem hægt er að skilja en það er misskilningur. Tenglarnir tala til undirbaunarinnar og koma fram vilja sínum. Alveg sérstakt samband.
Reynið ekki að skilja þetta.
þriðjudagur, september 12, 2006
Margt og merkilegt
Litli bróðir minn var að stofna fyrirtæki ásamt spúsu sinni. Fyrirtækið heitir Margt og merkilegt. Endilega kíkið á það.
Ef þið smellið á "Sandblástursfilmur", þá getið þið séð eldhúsgluggann minn, hann er annar frá hægri. Langflottastur...
Til hamingju Jón Örn og Magga með Margt og merkilegt:o)
Ef þið smellið á "Sandblástursfilmur", þá getið þið séð eldhúsgluggann minn, hann er annar frá hægri. Langflottastur...
Til hamingju Jón Örn og Magga með Margt og merkilegt:o)
mánudagur, september 11, 2006
Enn eitt montbloggið
Sonur minn, Matthías, og félagar hans í Laugalækjarskóla eru Norðurlandameistarar í skólaskák, annað árið í röð:o)
Er svoooo stolt af stráknum. Ætla ekkert að biðjast afsökunar á því.
Legg ekki meira á ykkur að sinni.
sunnudagur, september 10, 2006
Hljómalind
Hljómalind á Laugavegi er notalegt kaffihús. Allir þar inni heimilislegir og lífrænir í fasi. Reyndar afslappaðra andrúmsloft en á flestum heimilum sem ég þekki. Átti þarna gott spjall við vinkonu mína um daginn. Var í nokkrum erfiðleikum með að borga tesopann sem ég fékk, því bústna konan í rósótta kjólnum (sem ég taldi vera að vinna þarna) lét ekki trufla sig við uppvaskið. Munaði engu að ég gripi viskustykki og færi að þurrka leirtau og spjalla um veðrið. Þegar ég fékk loksins að borga leit hún móðurlega á mig (ég fann hvernig hún klappaði mér á kinnina í huganum) og gaf mér köku.
Hljómalind. Fyrir alla sem vilja láta hunsa sig...hlýlega. Eins og mamma gerði.
Hljómalind. Fyrir alla sem vilja láta hunsa sig...hlýlega. Eins og mamma gerði.
föstudagur, september 08, 2006
Að ganga á vegg(jum)
- Málarinn setti upp vinnupalla til að geta hafist handa við að mála gluggana mína og þá fór að rigna.
- Rafvirkinn kemur stundum (held ég). Í gærkvöld fann ég allavega grænan vírbút í rúminu mínu.
- Um daginn fór ég í Klifurhúsið með Ástu og Hjalta, en dóttirin er afar fim lítil klifurmús og sonurinn efnilegur spædermann. Ég hékk á nibbum, teygði hendur og fætur í allar áttir, datt nokkrum sinnum, komst fram og til baka á barnavegg og byrjendavegg. Get ekki lýst harðsperrunum sem ég er með núna. En mikið rosalega var gaman. Ætla pottþétt aftur:o)
- Krækiberjasaft er góð í búst. Líka döðlur og engifer.
- Rafvirkinn kemur stundum (held ég). Í gærkvöld fann ég allavega grænan vírbút í rúminu mínu.
- Um daginn fór ég í Klifurhúsið með Ástu og Hjalta, en dóttirin er afar fim lítil klifurmús og sonurinn efnilegur spædermann. Ég hékk á nibbum, teygði hendur og fætur í allar áttir, datt nokkrum sinnum, komst fram og til baka á barnavegg og byrjendavegg. Get ekki lýst harðsperrunum sem ég er með núna. En mikið rosalega var gaman. Ætla pottþétt aftur:o)
- Krækiberjasaft er góð í búst. Líka döðlur og engifer.
þriðjudagur, september 05, 2006
Þokur
Sagði frá því um daginn að ég hefði fest kaup á ljóðabók einni ágætri. "Og eins og allir sem gengið hafa menntaveginn vita er ágætt best" (2006, Ásta Pétursdóttir, dóttir mín).
Ljóðabókin verðmæta heitir "Þokur" og er eftir Jón Kára sem var dulnefni tveggja ungra háskólanema. Bókin var gefin út að undirlagi þáverandi ritstjóra Vikunnar, Gísla Jónssonar, en hann vildi með þessu sýna fram á að atómljóð væru ekki merkilegur kveðskapur. Ljóðin urðu til þannig að ungu mennirnir tveir sátu að sumbli heila nótt og ortu. Bókin kom út árið 1963 í 200 tölusettum eintökum, handarfar stimplað framan á hverja kápu (eftir annan höfundinn). Ljóðin hlutu lofsamlega dóma gagnrýnenda og varð uppi fótur og fit þegar upp komst að um prakkarastrik hefði verið að ræða. Þótti sumum sem þarna hefði verið sýnt fram á að nútímaljóðagerð væri ekki merkileg miðað við hina hefðbundnu.
Sjálfri finnst mér bókin þrælskemmtileg aflestrar og held að ungu mennirnir tveir hafi einfaldlega verið of vel gefnir til að yrkja algjört bull. Sumt kemst þó kannski ansi nálægt því.
Hér koma tvö sýnishorn úr ljóðabókinni Þokur eftir Jón Kára.
Gormur
Undarlegur keimur fjó
lublárra geisla svæfði samvizku mína
unz
enginn kom fyrir mig vitinu lengur
í hástemmdu kjarnfóðri
bombunnar
því allir vissu að þú varst gormur.
Tvö smáljóð um sýndarmennsku og hroka
I.
Mér þætti gaman
að vita
hvað orð-
ið hefur
af tann-
burstanum
- ?
- ?
- ?
mínum.
II.
Þetta
eru
ekki góðar..........tvíbökur.
Ljóðabókin verðmæta heitir "Þokur" og er eftir Jón Kára sem var dulnefni tveggja ungra háskólanema. Bókin var gefin út að undirlagi þáverandi ritstjóra Vikunnar, Gísla Jónssonar, en hann vildi með þessu sýna fram á að atómljóð væru ekki merkilegur kveðskapur. Ljóðin urðu til þannig að ungu mennirnir tveir sátu að sumbli heila nótt og ortu. Bókin kom út árið 1963 í 200 tölusettum eintökum, handarfar stimplað framan á hverja kápu (eftir annan höfundinn). Ljóðin hlutu lofsamlega dóma gagnrýnenda og varð uppi fótur og fit þegar upp komst að um prakkarastrik hefði verið að ræða. Þótti sumum sem þarna hefði verið sýnt fram á að nútímaljóðagerð væri ekki merkileg miðað við hina hefðbundnu.
Sjálfri finnst mér bókin þrælskemmtileg aflestrar og held að ungu mennirnir tveir hafi einfaldlega verið of vel gefnir til að yrkja algjört bull. Sumt kemst þó kannski ansi nálægt því.
Hér koma tvö sýnishorn úr ljóðabókinni Þokur eftir Jón Kára.
Gormur
Undarlegur keimur fjó
lublárra geisla svæfði samvizku mína
unz
enginn kom fyrir mig vitinu lengur
í hástemmdu kjarnfóðri
bombunnar
því allir vissu að þú varst gormur.
Tvö smáljóð um sýndarmennsku og hroka
I.
Mér þætti gaman
að vita
hvað orð-
ið hefur
af tann-
burstanum
- ?
- ?
- ?
mínum.
II.
Þetta
eru
ekki góðar..........tvíbökur.
mánudagur, september 04, 2006
Niðurstaða helgarinnar
Baun er meiri búkona en barkona.
Búin að tína ber, búa til saft, hlaup og sultu. Nú á ég rifsberjahlaup, sólberjahlaup, krækiberjasaft, krækiberjahlaup og bláberjasultu. Stökk út í gærkvöld að kaupa límmiða á krukkurnar, klædd stuttermabol, berleggjuð í pilsi og opnum skóm. Það var glápt á mig í bókabúðinni, en því er ég vön (maður er svo fallegur). Fattaði þegar ég kom heim að ég var öll í rauðum slettum eftir árás krækiberjanna þegar hakkavélin datt ofaní skál fulla af saft. Oh, well.
Búin að tína ber, búa til saft, hlaup og sultu. Nú á ég rifsberjahlaup, sólberjahlaup, krækiberjasaft, krækiberjahlaup og bláberjasultu. Stökk út í gærkvöld að kaupa límmiða á krukkurnar, klædd stuttermabol, berleggjuð í pilsi og opnum skóm. Það var glápt á mig í bókabúðinni, en því er ég vön (maður er svo fallegur). Fattaði þegar ég kom heim að ég var öll í rauðum slettum eftir árás krækiberjanna þegar hakkavélin datt ofaní skál fulla af saft. Oh, well.
laugardagur, september 02, 2006
Heppni og hraðahindranir
Ljónheppin var ég í fyrradag. Var á hjólinu mínu og rétt nýbúin að loka munninum þegar oggulítil fluga skall á efri vörinni á mér.
Ákvað að breyta viðhorfi mínu gagnvart hraðahindrunum. Nú segi ég alltaf "víííí" og lyfti mér upp og hlæ þegar ég keyri yfir þær.
Í gær var gaman. Mæting var ekki 100% en þeir sem mættu voru 100%. Skoðuðum tvo bari, B5 (sem mér finnst notalegur staður) og Næsta bar. Þar voru margir sérkennilegir karlmenn.
Legg ekki meira á ykkur.
Ákvað að breyta viðhorfi mínu gagnvart hraðahindrunum. Nú segi ég alltaf "víííí" og lyfti mér upp og hlæ þegar ég keyri yfir þær.
Í gær var gaman. Mæting var ekki 100% en þeir sem mættu voru 100%. Skoðuðum tvo bari, B5 (sem mér finnst notalegur staður) og Næsta bar. Þar voru margir sérkennilegir karlmenn.
Legg ekki meira á ykkur.
föstudagur, september 01, 2006
Bloggarar, borgarar, lesendur, félagar, vinir, samherjar
Minni á verklegan hluta vísindanámskeiðs í drykkjusiðum og ölæði. Æfingin hefst á knæpunni B5 kl. 21:30 í kvöld. Þið þekkið Baunina á brúnu fótlagaskónum og afar gæðalegu permanenti.
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Enn af hjálpartækjum og of lítil ofdrykkja
Sáuð þið Ísland í dag í kvöld? Kíkið endilega á fyrsta viðtalið hjá þeim. Sorrí NFS, þetta eru gamlar fréttir, þið lásuð það fyrst hér (sjá 11. og 17. júlí).
Mér fannst sjúklega gaman að sjá Al sjálfan (alias Jón Kr. öryrki með góðan skammt af sjálfsbjargarviðleitni).
Svo er annað. Hef komist að því að ég er skemmtanaskert. Þekki engar knæpur, kann ekkert á næturlíf, er illa að mér um drykkjusiði borgarbúa. Hef ekki ælt af ofdrykkju síðan ég var unglingur. Þetta gengur ekki lengur. Á föstudaginn ætla ég því í vísindalegan barleiðangur. Þið, ágætu lesendur, megið gjarnan koma með og imponera mig með umfangsmikilli þekkingu ykkar á knæpum og drykkjarholum. Hittumst á B5 um kl. 21:30.
Mér fannst sjúklega gaman að sjá Al sjálfan (alias Jón Kr. öryrki með góðan skammt af sjálfsbjargarviðleitni).
Svo er annað. Hef komist að því að ég er skemmtanaskert. Þekki engar knæpur, kann ekkert á næturlíf, er illa að mér um drykkjusiði borgarbúa. Hef ekki ælt af ofdrykkju síðan ég var unglingur. Þetta gengur ekki lengur. Á föstudaginn ætla ég því í vísindalegan barleiðangur. Þið, ágætu lesendur, megið gjarnan koma með og imponera mig með umfangsmikilli þekkingu ykkar á knæpum og drykkjarholum. Hittumst á B5 um kl. 21:30.
mánudagur, ágúst 28, 2006
Fór ekkert út að skemmta mér
en skemmti mér samt býsna vel um helgina...
Fór í keilu með strákhvolpunum og vann:) Munaði reyndar bara einu stigi á mér og Hjalta, en aðalatriðið er auðvitað að vinna...börnin sín.
Tíndi rifsber og sólber í garði systur minnar í Hafnarfirði, er hálfnuð með hlaupgerð. Fullt af krukkum, ótrúlega búsældarlegt. Ber allt árið...
Sunnudagurinn fór að mestu í áttræðisafmæli fyrrverandi tengdaforeldra minna. Þar tróðum við Ásta upp á sviðinu í Hvolnum (á Hvolsvelli), Ásta brilleraði á klarinettið og ég hamraði hljóma undir á flygilinn dauðskelfd og ruglaðist soldið enda langt síðan ég hef spilað fyrir aðra en sjálfa mig. Oh, well.
Um kvöldið fékk ég svo óvænt matarboð. Gaman:)
Fór í keilu með strákhvolpunum og vann:) Munaði reyndar bara einu stigi á mér og Hjalta, en aðalatriðið er auðvitað að vinna...börnin sín.
Tíndi rifsber og sólber í garði systur minnar í Hafnarfirði, er hálfnuð með hlaupgerð. Fullt af krukkum, ótrúlega búsældarlegt. Ber allt árið...
Sunnudagurinn fór að mestu í áttræðisafmæli fyrrverandi tengdaforeldra minna. Þar tróðum við Ásta upp á sviðinu í Hvolnum (á Hvolsvelli), Ásta brilleraði á klarinettið og ég hamraði hljóma undir á flygilinn dauðskelfd og ruglaðist soldið enda langt síðan ég hef spilað fyrir aðra en sjálfa mig. Oh, well.
Um kvöldið fékk ég svo óvænt matarboð. Gaman:)
föstudagur, ágúst 25, 2006
Lög gamla fólksins
Hvaða skemmtistaður hentar fólki sem man eftir:
1. Ritvélum
2. Herðapúðum
3. Möppuhringjum
4. Útvarpsleikritum á fimmtudögum
5. Bjórlíki
6. Að fara á skauta á Tjörninni
7. Bay City Rollers, Change, Pelican og Slade
8. Svart-hvítu sjónvarpi
9. Því að maður þurfti að sækja sérstaklega um gjaldeyri og sýna farseðil
10. Kákasusgerlinum
11. Óskalögum sjómanna, óskalögum sjúklinga og lögum unga fólksins
Ætla nefnilega á stúfana um helgina (og plís, enga aulabrandara um dverga hérna).
1. Ritvélum
2. Herðapúðum
3. Möppuhringjum
4. Útvarpsleikritum á fimmtudögum
5. Bjórlíki
6. Að fara á skauta á Tjörninni
7. Bay City Rollers, Change, Pelican og Slade
8. Svart-hvítu sjónvarpi
9. Því að maður þurfti að sækja sérstaklega um gjaldeyri og sýna farseðil
10. Kákasusgerlinum
11. Óskalögum sjómanna, óskalögum sjúklinga og lögum unga fólksins
Ætla nefnilega á stúfana um helgina (og plís, enga aulabrandara um dverga hérna).
miðvikudagur, ágúst 23, 2006
Maður óskast, má hafa með sér barn.
Umsækjandi verður að geta sagt þetta við mig af innlifun:
If you want a lover, I´ll do anything you ask me to. And if you want another kind of love, I´ll wear a mask for you. If you want a partner, take my hand. Or if you want to strike me down in anger, here I stand. I´m your man.
If you want a boxer, I will step into the ring for you. And if you want a doctor, I´ll examine every inch of you. If you want a driver, climb inside. Or if you want to take me for a ride, you know you can. I´m your man.
Leonard Cohen
Dýrka þetta lag.
If you want a lover, I´ll do anything you ask me to. And if you want another kind of love, I´ll wear a mask for you. If you want a partner, take my hand. Or if you want to strike me down in anger, here I stand. I´m your man.
If you want a boxer, I will step into the ring for you. And if you want a doctor, I´ll examine every inch of you. If you want a driver, climb inside. Or if you want to take me for a ride, you know you can. I´m your man.
Leonard Cohen
Dýrka þetta lag.
Hei dúd, þú ert gamall jökull
og farinn að missa snjóhvítar hærurnar. Varla svalur lengur. Ok. Ok? Ókei?
sunnudagur, ágúst 20, 2006
Að langa, að vilja, að breyta.
Rassvasasálfræðin segir að til þess að spá fyrir um hvernig fólk muni haga sér, skuli skoða hvernig það hefur hagað sér hingað til. Þetta hef ég iðulega sagt við vini mína - og trúi m.a.s. sjálfri mér þegar ég segi það. Hef kynnst nokkrum manneskjum á ævinni sem segjast vilja breyta einhverju í lífi sínu, eiga sér draum um betri tilveru. Tala jafnvel fjálglega um hversu mjög þeir þrái þetta og hitt, þrái að breyta einhverju í fari sínu sem stendur í vegi fyrir takmarkinu. Merkilegt þegar fólk segist vilja breyta lífi sínu en fylgir því ekki eftir með fótunum. Ég velti fyrir mér af hverju og hef spurt beint. Fæ þá kannski "skýringu" eins og: "Ég er api. Þess vegna hegða ég mér eins og api." Samkvæmt mínum kokkabókum er sá breytingafatlaði þarna að skíra hegðun sína, en ekki skýra hana. Réttlætir gjörðir sínar með einföldum merkimiðum. Mér finnst þetta álíka vitrænt og þegar fólk leitast við að skýra hegðun út frá stjörnumerkjum, "æ, ég er bara típískt ljón".
Get nefnt nokkur dæmi þar sem ég er sek um svipaða hluti. T.d. segist ég vilja skilja heimilistæki og bora í vegg. Sannleikurinn er sá að vilji minn ristir þarna grunnt. Ef mig langaði í raun og veru til að verða betri viðgerðarkona, þá mundi ég leggja eitthvað á mig, æfa mig, lesa bæklinga, læra þetta. Gæti það vel ef löngun mín til að breyta þessu hjá sjálfri mér væri nógu sterk. Kannski kemur að því - og þá geri ég það.
Hef velt því fyrir mér hvort fíklar geri svona mikið af því að réttlæta gjörðir sínar af því að þeir eru fíklar, eða hvort þeir séu fíklar af því að þeir hneigjast til að réttlæta gjörðir sínar og firra sig ábyrgð um leið. Hvort kemur á undan? Veit það ekki. En, (óháð trúhneigð) trúi ég kjarnanum í æðruleysisbæninni.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.
Get nefnt nokkur dæmi þar sem ég er sek um svipaða hluti. T.d. segist ég vilja skilja heimilistæki og bora í vegg. Sannleikurinn er sá að vilji minn ristir þarna grunnt. Ef mig langaði í raun og veru til að verða betri viðgerðarkona, þá mundi ég leggja eitthvað á mig, æfa mig, lesa bæklinga, læra þetta. Gæti það vel ef löngun mín til að breyta þessu hjá sjálfri mér væri nógu sterk. Kannski kemur að því - og þá geri ég það.
Hef velt því fyrir mér hvort fíklar geri svona mikið af því að réttlæta gjörðir sínar af því að þeir eru fíklar, eða hvort þeir séu fíklar af því að þeir hneigjast til að réttlæta gjörðir sínar og firra sig ábyrgð um leið. Hvort kemur á undan? Veit það ekki. En, (óháð trúhneigð) trúi ég kjarnanum í æðruleysisbæninni.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.
Menning
Byrjaði menningardaginn (sem heitir menningarnótt) á því að álpast í salsa tíma í Laugum. Hélt þetta væri svona mjúkur dans með mjaðmasveiflum, hefði alveg treyst mér í það. Kom í ljós að þetta var brjálaður þolfimitími, með andsetinni mússíkk og kennara sem æpti skipanir, á þýsku held ég. Hvar var salsað? Bara í krukkum í Nóatúni. Ég flæktist eitthvað þarna fyrir sjálfri mér og hoppaði kjánalega til og frá. Heilinn í mér var dauðþreyttur eftir tímann og þarna staðfestust allir mínir fordómar um líkamsræktarstöðvar í eitt skipti fyrir öll.
Annars var gærdagurinn flottur. Gerði margt, sá fleira, upplifði eitt og annað:
1. Lífrænt ræktaðar gulrætur hjá Yggdrasli (segir maður Ygg-drasli?).
2. Sat á Austurvelli með vinkonum mínum, borðaði hamborgara og drakk bjór. Stíll yfir því.
3. Færeyskur dansur. Ótrúlega skemmtilegt fyrirbæri.
4. Listflug. Úff, fékk í magann.
5. Tónleikar á Klambratúni - flottir.
6. Klósettvörður á Núllinu breyttist í leiðsögumann, heyrði þessa glefsu úr leiðbeiningum hans til útlendingsræfils: Vok streit át ðe strít tú ðí end.
7. Flugeldasýningin vermdi og lýsti - algjörlega við hæfi að OR sjái um hana. Mér fannst sniðugt að hafa sýninguna á nýjum stað, grjótgarðurinn var fyrirtaks áhorfendapallur. Notalegt að sitja þarna með Ástu minni og horfa út á sjó. Eini gallinn var sá að það var ekki orðið alveg nógu dimmt þegar sýningin hófst. Magnað annars hvað ég lifi mig inní svona fírverkerí, fer alveg í trans.
8. Þrír menn með fuglshausa í kjólfötum með tóm kokkteilglös. Hvað var það?
Annars var gærdagurinn flottur. Gerði margt, sá fleira, upplifði eitt og annað:
1. Lífrænt ræktaðar gulrætur hjá Yggdrasli (segir maður Ygg-drasli?).
2. Sat á Austurvelli með vinkonum mínum, borðaði hamborgara og drakk bjór. Stíll yfir því.
3. Færeyskur dansur. Ótrúlega skemmtilegt fyrirbæri.
4. Listflug. Úff, fékk í magann.
5. Tónleikar á Klambratúni - flottir.
6. Klósettvörður á Núllinu breyttist í leiðsögumann, heyrði þessa glefsu úr leiðbeiningum hans til útlendingsræfils: Vok streit át ðe strít tú ðí end.
7. Flugeldasýningin vermdi og lýsti - algjörlega við hæfi að OR sjái um hana. Mér fannst sniðugt að hafa sýninguna á nýjum stað, grjótgarðurinn var fyrirtaks áhorfendapallur. Notalegt að sitja þarna með Ástu minni og horfa út á sjó. Eini gallinn var sá að það var ekki orðið alveg nógu dimmt þegar sýningin hófst. Magnað annars hvað ég lifi mig inní svona fírverkerí, fer alveg í trans.
8. Þrír menn með fuglshausa í kjólfötum með tóm kokkteilglös. Hvað var það?
fimmtudagur, ágúst 17, 2006
Lúalegt samband við heimilistæki í Austurbænum
Loksins búin að fá rafvirkja og málara og þá þarf leiðindajaxlinn að brotna. Þessi sem er búinn að vera mér til ama drjúgan tíma. Af því að ég er búin að bíta svo fast á hann. Jaxlinn. Betra að vera án sumra harðjaxla, stefni að því að losna alveg við þennan. Hann á sér litla framtíð í mínum haus, nema hægt sé að laga hann. Glætan.
Ætli ég verði ekki að fá mér aukadjobb til að eiga fyrir iðnaðarmönnunum og tönnunum. Ferlega langar mig annars að kunna að gera fleiri hluti sjálf, eins og að tengja ljós, bora í vegg, skilja raftæki og kunna á verkfæri. Er skíthrædd við rafmagn og hef aldrei lagt mig eftir því að komast inn í hugarheim heimilistækja. Nota þau bara, reyni ekkert að skilja af hverju þau eru eins og þau eru. Hef aldrei strokið Kitchen-aid hrærivélinni minni og hvíslað að henni að ég upplifi söknuð hennar eftir gamla heimilinu, þar sem hún bjó í rúm 20 ár. Hef aldrei sökkt mér ofaní bæklinga um dvd-tækið og reynt að skilja af hverju á því blikka stundum marglit ljós. Hef aldrei lagað klukkuna á örbylgjuofninum mínum svo hann veit ekkert hvað tímanum liður. Held hann haldi að það sé alltaf nótt, bregst ekki að hann kveiki ljósið, jafnvel um hábjartan dag.
Þetta er auðvitað lúaleg framkoma af minni hálfu.
Ætli ég verði ekki að fá mér aukadjobb til að eiga fyrir iðnaðarmönnunum og tönnunum. Ferlega langar mig annars að kunna að gera fleiri hluti sjálf, eins og að tengja ljós, bora í vegg, skilja raftæki og kunna á verkfæri. Er skíthrædd við rafmagn og hef aldrei lagt mig eftir því að komast inn í hugarheim heimilistækja. Nota þau bara, reyni ekkert að skilja af hverju þau eru eins og þau eru. Hef aldrei strokið Kitchen-aid hrærivélinni minni og hvíslað að henni að ég upplifi söknuð hennar eftir gamla heimilinu, þar sem hún bjó í rúm 20 ár. Hef aldrei sökkt mér ofaní bæklinga um dvd-tækið og reynt að skilja af hverju á því blikka stundum marglit ljós. Hef aldrei lagað klukkuna á örbylgjuofninum mínum svo hann veit ekkert hvað tímanum liður. Held hann haldi að það sé alltaf nótt, bregst ekki að hann kveiki ljósið, jafnvel um hábjartan dag.
Þetta er auðvitað lúaleg framkoma af minni hálfu.
miðvikudagur, ágúst 16, 2006
Höfuðnudd. Mæli með því.
Höfuðnudd. Dásamlegt. Var að koma úr klippingu og þegar passlega harðhenta hárkonan nuddaði á mér hársvörðinn þá ýrðist yfir mig unaðs- og frelsistilfinning. Hvað er betra en að vera lífsglaður, frjáls og engum háður? Harla fátt. Fyrsta skipti eftir skilnaðinn sem akkúrat þetta rennur upp fyrir mér. Held ég geti allt. Eða næstum allt. Særð en kemst yfir það. Ekki spurning. Magnað.
þriðjudagur, ágúst 15, 2006
Hamingja, lífrænt ræktuð
Var að koma ofan af Akrafjalli. Magnað útsýnisfjall og frábær ganga upp á Geirmundartind (þar sem allir komust í fagurt samband við sína innri sveiflu). Er dauðlúin og var ekki kát yfir umferðartöfunum við húsið mitt (bý í Laugardalnum) - það voru skrilljón bílar að troðast hér í köku og umferðin silaðist með hraða snigils á valíum. Já, ok, einhver leikur var að klárast, fjárans fótbolti held ég.
Fékk boð um að fljúga með Ómari sjálfum að Kringilsárrana í fyrramálið. Þangað hefur mig lengi langað að komast. Varð að segja nei, takk - hef ekki efni á svona ævintýri. Því miður.
En mér er sama. Hamingjan er lífrænt ræktuð og eflist við fjallgöngur.
Fékk boð um að fljúga með Ómari sjálfum að Kringilsárrana í fyrramálið. Þangað hefur mig lengi langað að komast. Varð að segja nei, takk - hef ekki efni á svona ævintýri. Því miður.
En mér er sama. Hamingjan er lífrænt ræktuð og eflist við fjallgöngur.
mánudagur, ágúst 14, 2006
Besta bústið...
fékk ég hérna. Takk Ásta mín:o)
Maður hefur akkúrat enga ástæðu til að kvarta þegar börnin manns eru vandaðar manneskjur (eins og hún amma mín lýsti fáum útvöldum).
Maður hefur akkúrat enga ástæðu til að kvarta þegar börnin manns eru vandaðar manneskjur (eins og hún amma mín lýsti fáum útvöldum).
sunnudagur, ágúst 13, 2006
Eftir ömurlegasta gærdag ever...
getur lífið ekki annað en batnað. Ég bíð átekta.
Úrslit úr bústkeppni eru ljós. Það var heilmikið verk að smakka en mjög skemmtilegt. Besta bústuppskriftin kom frá Simma. Hún er svona:
klaki eftir smekk - því meiri því kaldari
bjúgaldin
frosin ber t.d. jarðarber, brómber, berjablanda - svona það sem finnst í frystihólfinu
perur
epli
kiwi
ferskt engifer
skyr
ávaxtasafi að eigin vali ca. 100-150 ml
Uppskriftirnar frá Krúttlu og Lindublindu voru líka alveg frábærar:) En, allir þessir ávextir og engiferið bara gerði útslagið. Simmi, til hamingju, þín bíða nú verðlaunin, tvær skífur með hrútleiðinlegri tónlist David´s Gray (geta farið í leiðinlegalagasafnið).
Annars vantar mig annað núna. Það er búið að sparka svo fast í mig að mig vantar Egóbúst. Einhver?
Úrslit úr bústkeppni eru ljós. Það var heilmikið verk að smakka en mjög skemmtilegt. Besta bústuppskriftin kom frá Simma. Hún er svona:
klaki eftir smekk - því meiri því kaldari
bjúgaldin
frosin ber t.d. jarðarber, brómber, berjablanda - svona það sem finnst í frystihólfinu
perur
epli
kiwi
ferskt engifer
skyr
ávaxtasafi að eigin vali ca. 100-150 ml
Uppskriftirnar frá Krúttlu og Lindublindu voru líka alveg frábærar:) En, allir þessir ávextir og engiferið bara gerði útslagið. Simmi, til hamingju, þín bíða nú verðlaunin, tvær skífur með hrútleiðinlegri tónlist David´s Gray (geta farið í leiðinlegalagasafnið).
Annars vantar mig annað núna. Það er búið að sparka svo fast í mig að mig vantar Egóbúst. Einhver?
Meltingartruflanir og myglað brauð
Dagurinn í gær var samloka dauðans. Morgunbrauðið var viðbjóður sem fékk mig til að kúgast. Bókstaflega. Áleggið var eini ljósi punktur samlokunnar/dagsins, reyndar fyrsta flokks - ferð um miðjan dag í Marardal með bráðskemmtilegum göngufélaga. Kvöldbrauðið var ömurlegt.
Engin matarlyst. Mikið salt- og vökvatap. Svefnlaus nótt. Er á botninum. Bara ein leið eftir. Upp. Hvað ætli maður sé lengi að kanna þennan botn? Hversu margir ferskítametrar er hann?
Engin matarlyst. Mikið salt- og vökvatap. Svefnlaus nótt. Er á botninum. Bara ein leið eftir. Upp. Hvað ætli maður sé lengi að kanna þennan botn? Hversu margir ferskítametrar er hann?
föstudagur, ágúst 11, 2006
Fæddir til að þóknast konum
Þessi sprenghlægilega fyrirsögn í Fréttablaðinu vakti athygli mína. Menn sem eru "fæddir til að þóknast konum" (I wish). Massaðir Tippendeils. Ætlið þið stelpur? Er svona sýning ekki bara lágmenning, einn stór vonbrigðapakki? Hallast að því.
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
Flækjur, rafmagn, rofar og ást
Loksins kom rafvirkinn. Blessaður maðurinn, mig langaði að faðma hann og kyssa. Búin að bíða eftir honum síðan í desember og svo ætlar hann bara að byrja á mánudaginn. Hugsa sér! Hér er allt í snúrum og flækjum. Ekki á flækjurnar bætandi. Hjá mér eru líka postulínsöryggi á spýtutöflu, vantar jarðtengingu og lekastraumsrofa (hvað sem það nú er). Margt líkt með þessu gamla rafmagni og mér. Flækt, ójarðtengd og vantar örugglega einn eða tvo rofa. Rofa til...
Hvernig skilgreinið þið það að vera góður við einhvern? Er það að vera ekki vondur sama og að vera góður? Á maður að vera þakklátur fyrir það? Nei, held ekki. Fullt af fólki sem er ekki vont við mig. Hef aldrei tárast af þakklæti yfir því heldur. Ef fólki þykir vænt um einhvern á að sýna það með orðum og gjörðum. Allir með jafnmikla dyslexíu þegar kemur að því að lesa hugsanir. Svo einfalt er það. Ekki gleyma að segja og sýna elskunni ykkar hversu mikils virði hún er. Það þarf ekki mikið til, smá hrós, hlýleg orð, blíðlega stroku um vanga... Aldrei að taka ást sem sjálfgefnum hlut. Það eru forréttindi að vera elskaður. Ástarhorni baunar lýkur í kvöld á orðunum: Ást er ást er ást. Látið hana sjást.
P.s. Er að verða bústin af öllu bústinu. Plís, hættið að senda inn uppskriftir...
Hvernig skilgreinið þið það að vera góður við einhvern? Er það að vera ekki vondur sama og að vera góður? Á maður að vera þakklátur fyrir það? Nei, held ekki. Fullt af fólki sem er ekki vont við mig. Hef aldrei tárast af þakklæti yfir því heldur. Ef fólki þykir vænt um einhvern á að sýna það með orðum og gjörðum. Allir með jafnmikla dyslexíu þegar kemur að því að lesa hugsanir. Svo einfalt er það. Ekki gleyma að segja og sýna elskunni ykkar hversu mikils virði hún er. Það þarf ekki mikið til, smá hrós, hlýleg orð, blíðlega stroku um vanga... Aldrei að taka ást sem sjálfgefnum hlut. Það eru forréttindi að vera elskaður. Ástarhorni baunar lýkur í kvöld á orðunum: Ást er ást er ást. Látið hana sjást.
P.s. Er að verða bústin af öllu bústinu. Plís, hættið að senda inn uppskriftir...
sunnudagur, ágúst 06, 2006
Hor, mergur og þúst búst
Maðurinn í bílnum við hliðina á mér á rauðu ljósi boraði svo djúpt í nefið á sér að ég sá nögl bregða fyrir út um vinstra eyrað á honum. Gaurinn dró síðan puttann út og skoðaði af athygli (trúlega áhugaverð blanda úr nefi og eyra). Svo kom grænt ljós og ég missti af Herra Aðalbor. Schade. Við sem vorum að tengjast þarna á Kringlumýrarbrautinni.
Í beinu framhaldi af ofangreindu langar mig að greina frá því að ég keypti mér blandara af Electrolux gerð. Nú bý ég til búst af fáheyrðum eldmóð. Einhverjar hugmyndir um bestu búst blönduna? Vegleg verðlaun í boði fyrir áhugaverðustu uppskriftina (2 geislaplötur með David Grey).
Í beinu framhaldi af ofangreindu langar mig að greina frá því að ég keypti mér blandara af Electrolux gerð. Nú bý ég til búst af fáheyrðum eldmóð. Einhverjar hugmyndir um bestu búst blönduna? Vegleg verðlaun í boði fyrir áhugaverðustu uppskriftina (2 geislaplötur með David Grey).
föstudagur, ágúst 04, 2006
Andlegt fóður að utan
Stundum fletti ég upp tilvitnunum mér til dægrastyttingar. Þetta gerist undarlega oft þegar ég á að vera að vinna. Þarf ekki bara að refsa bauninni fyrir letina?
Worry is a misuse of imagination.
Dan Zadra
Even the fear of death is nothing compared to the fear of not having lived authentically and fully.
Frances Moore Lappe
Speech is conveniently located midway between thought and action, where it often substitutes for both.
John Andrew Holmes
Sanity calms, but madness is more interesting.
John Russel
Laziness is nothing more than the habit of resting before you get tired.
Jules Renard
Worry is a misuse of imagination.
Dan Zadra
Even the fear of death is nothing compared to the fear of not having lived authentically and fully.
Frances Moore Lappe
Speech is conveniently located midway between thought and action, where it often substitutes for both.
John Andrew Holmes
Sanity calms, but madness is more interesting.
John Russel
Laziness is nothing more than the habit of resting before you get tired.
Jules Renard
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
Þjóðarbíllinn er...Alfa Rómeó
Ég skil að fólk vilji bæði sleppa og halda. Skil heimtufrekju. Skil að fólk nenni ekki að bíða í röð. Skil að að einhver vilji sitt, núna. Skil óþolinmæði. Skil græðgi. En...í samskiptum við annað fólk reynum við flest að hafa hemil á óþekka krakkanum. Á kaffistofunni vorum við að ræða framkomu Íslendinga við nýbúa, hversu naumt innflytjendum er skammtað úr þjóðaraskinum, t.d. þurfa þeir að borga offjár fyrir íslenskunámskeið. Svo býsnumst við yfir því hversu illa talandi þetta fólk sé, bjóðum því skítakaup og reynum í alla staði að fá sem mest fyrir sem minnst. Þreytumst síðan ekki á að draga upp úr meintum "Íslandsvinum" einhverja lofrullu um land og þjóð.
Annað merkilegt eru viðhorf okkar Íslendinga til náttúrunnar. Við mærum hana, auglýsum og útbreiðum þreyttar klisjur um hreina vatnið, hreina loftið, hreina sjóinn og ósnortið hálendið blablabla. Síðan dengjum við Kárahnjúkavirkjun mitt í alla dýrðina. Eins og saurpoka á líkama landsins. Og til hvers? Skynsamleg rök. Einhver?
Veit að þjóðarblómið er holtasóley. Veit að þjóðarfjallið er Herðubreið. Getur verið að þjóðarkarakterinn sé...pati?
Annað merkilegt eru viðhorf okkar Íslendinga til náttúrunnar. Við mærum hana, auglýsum og útbreiðum þreyttar klisjur um hreina vatnið, hreina loftið, hreina sjóinn og ósnortið hálendið blablabla. Síðan dengjum við Kárahnjúkavirkjun mitt í alla dýrðina. Eins og saurpoka á líkama landsins. Og til hvers? Skynsamleg rök. Einhver?
Veit að þjóðarblómið er holtasóley. Veit að þjóðarfjallið er Herðubreið. Getur verið að þjóðarkarakterinn sé...pati?
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Tannsi er fantur. Lífið er best.
Líf mitt er viðburðaríkt um þessar mundir.
- Lenti í viðbjóðslegri píníngu hjá tannlækninum, hann gat ekki deyft mig almennilega við rótarfyllingu og boraði, potaði og krakaði í taugarnar sem sendu eldingar uppí heila. Ég reyndi að mótmæla en þar sem hann var búinn að dúkleggja og setja 200 kíló af græjum uppí mig hafði hann betur. Náði þó að koma því til skila að mig langaði að drepa hann með ostaskera (byrja á iljunum).
- Í gærkvöld gekk ég á Skjaldbreið. Sól og logn - aftur! Uppi á toppi Skjaldbreiðar sá ég betri helming heimsins og trúi á guð. Aftur.
- Byrjaði að vinna eftir sumarfrí.
- Fékk skemmtilegt og óvænt boð.
- Fann svolítið merkilegt. Sjálfa mig. Fyrsta sinn eftir skilnaðinn sem ég rekst á þessa konu sem ég þekkti áður svo vel. Hún er svolítið breytt eftir slarkið, en ekki endilega verri. Bara öðruvísi.
- Lífið er gott. Lífið er fallegt. Lífið er núna.
- Lenti í viðbjóðslegri píníngu hjá tannlækninum, hann gat ekki deyft mig almennilega við rótarfyllingu og boraði, potaði og krakaði í taugarnar sem sendu eldingar uppí heila. Ég reyndi að mótmæla en þar sem hann var búinn að dúkleggja og setja 200 kíló af græjum uppí mig hafði hann betur. Náði þó að koma því til skila að mig langaði að drepa hann með ostaskera (byrja á iljunum).
- Í gærkvöld gekk ég á Skjaldbreið. Sól og logn - aftur! Uppi á toppi Skjaldbreiðar sá ég betri helming heimsins og trúi á guð. Aftur.
- Byrjaði að vinna eftir sumarfrí.
- Fékk skemmtilegt og óvænt boð.
- Fann svolítið merkilegt. Sjálfa mig. Fyrsta sinn eftir skilnaðinn sem ég rekst á þessa konu sem ég þekkti áður svo vel. Hún er svolítið breytt eftir slarkið, en ekki endilega verri. Bara öðruvísi.
- Lífið er gott. Lífið er fallegt. Lífið er núna.
laugardagur, júlí 29, 2006
Súlur, hjálpartæki og heimilistæki
Botnsúlur. Gekk á þær í dag frá Hvalfjarðarbotni. Hvílíkur dýrðardagur, sól og logn. Ég endurtek: Sól og LOGN. Labbaði þetta með Simma og tveimur vöskum vinkonum hans. Lærði ýmislegt af ungu konunum (ég var aldursforseti, gamla hróið), t.d. um ofboðslega frægð Magna, smekk sumra kvenna fyrir hrottum og mikilvægi vandaðra efna í hjálpartækjum.
Þegar heim var komið barst mér hvítur plastpoki frá manneskju sem vill halda nafni sínu leyndu. Skil það vel, því þetta er einhver sem les reglulega bloggið mitt (óþarfi að flagga því). Í pokanum var þessi fína matvinnsluvél. Skrif mín eru semsagt farin að borga sig í beinhörðum...heimilistækjum. Takk óþekkti lesari, vélin kemur sér frábærlega:)
Já, og ég sá bæjarnafn sem vakti hljóðlátan innri fögnuð. Litli-Botn.
Þegar heim var komið barst mér hvítur plastpoki frá manneskju sem vill halda nafni sínu leyndu. Skil það vel, því þetta er einhver sem les reglulega bloggið mitt (óþarfi að flagga því). Í pokanum var þessi fína matvinnsluvél. Skrif mín eru semsagt farin að borga sig í beinhörðum...heimilistækjum. Takk óþekkti lesari, vélin kemur sér frábærlega:)
Já, og ég sá bæjarnafn sem vakti hljóðlátan innri fögnuð. Litli-Botn.
fimmtudagur, júlí 27, 2006
Vinir gefa manni vitaskuld...vel að éta
Varúð - afvelta baun í borginni!
Fór með hvolpana mína austur fyrir fjall í heimsókn að Þurá. Þar hittumst við 14 góðir vinir (stórir og smáir) og borðuðum himneskan lax sem hann Ari hafði strokið blíðlega, talað við, kryddað og grillað. Ég hef djúpa matarást á Ara. Hann er snillingur í eldamennsku og almennri mennsku. Almennsku?
Töluðum fram á nótt. Vígðum nýja göngubrú sem dúaði. Fórum svo í morgun fjórar vinkonur í gönguferð í Hveragerði, sáum nokkra hveri sem bulluðu í kapp við okkur, skoðuðum færeyska list og dónalegt marsipanverk í bakaríinu. Toppdagar í sveitinni:)
Fór með hvolpana mína austur fyrir fjall í heimsókn að Þurá. Þar hittumst við 14 góðir vinir (stórir og smáir) og borðuðum himneskan lax sem hann Ari hafði strokið blíðlega, talað við, kryddað og grillað. Ég hef djúpa matarást á Ara. Hann er snillingur í eldamennsku og almennri mennsku. Almennsku?
Töluðum fram á nótt. Vígðum nýja göngubrú sem dúaði. Fórum svo í morgun fjórar vinkonur í gönguferð í Hveragerði, sáum nokkra hveri sem bulluðu í kapp við okkur, skoðuðum færeyska list og dónalegt marsipanverk í bakaríinu. Toppdagar í sveitinni:)
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Á sjó (dadddararamm)
Fór með strolluna á sjó í gær, tími til kominn að leyfa börnunum að upplifa eitthvað "raunverulegt". Vökvuðum genetískar rætur okkar með söltum sjó. Mokuðum upp ufsa, lýsu, ýsu og þorski. Þess ber að geta að ég var í galla af rússneskum sjómanni, held það hafi hjálpað. Tók skyndikúrs í að gera að fiski og var að í marga klukkutíma. Þúsund þorskar á færibandi...
Í dag á svo að búa til fiskbollur úr megninu af aflanum, eftir uppskrift frá ættingjum á Dalvík. Úff, þetta er puð...og stuð:-)
þriðjudagur, júlí 25, 2006
Matvinnsluvél bíður þess að verða keypt
Getur einhver bent mér á réttu græjuna til að búa til búst-drykki? Þarf að kaupa mér almennilega matvinnsluvél og þið græjufíklar, endilega leiðbeinið mér um frumskóga vörumerkjanna.
mánudagur, júlí 24, 2006
Prinsessan vaknaði við koss frá sólinni
Komin úr sól og sælu af Suðurlandinu. Tjölduðum á Flúðum, ég og strákhvolparnir mínir, og vorum þar í magnaðri blíðu. Erum sólbrennd, glöð og sæt. Ekki lítið sem góða veðrið yljar sálinni. Og prinsessan í bauninni eflist og dafnar, held ég þurfi að vökva hana reglulega með Sancerre hvítvíni og baða í sól. Hún er nú glaðvöknuð blessunin, enda búin að sofa nógu lengi. Hvað þykist hún vera? Þyrnirós, eða hvað?
laugardagur, júlí 22, 2006
Prinsessan í bauninni
Nú á að leggjast í ferðalög til suðrænni landshluta til að verma og rækta prinsessuna í bauninni. Prinsessuna sem er stolt og stórlát og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Prinsessuna sem fellur ekki fyrir neinum.
föstudagur, júlí 21, 2006
Hjartabank bank bank
Var að koma frá tannlækni þvoglumælt með hálfan hausinn dofinn, tannlækni sem ég hef aldrei áður farið til. Það kom ekki til af góðu, svaf lítið vegna tannpínu í nótt og var í neyð (minn tannsi í fríi). En sumsé, þegar tannsi deyfði mig, fékk ég dúndrandi hjartabrjálæði og yfirliðstilfinningu. Hélt ég væri að farast úr óþekktum sjúkdómi eða hræðslu. Tannsi setti kalt á ennið á mér og babblaði eitthvað um að lyfið hefði óvart farið í æð og blabla nýrnahetturnar í banastuði, og blabla nú liði mér eins og nauðgari væri á eftir mér og blabla adrenalín og blabla nú gæti ég hlaupið hratt (ef nauðgari væri á eftir mér). Svo hló hann hjartanlega. Sniðugur kall.
fimmtudagur, júlí 20, 2006
Rassblaut
Hnakkurinn á hjólinu mínu er undur veraldar. Hann er úr efni sem aldrei þornar. Hélt kannski að hnakkurinn yrði þurr eftir að hafa staðið heilan vetur inni í skúr, en, nei, það var ennþá vatn í honum. Ótrúlegt stöff í þessum hnakki, sogar til sín raka úr andrúmsloftinu og sleppir ekki dropa frá sér - nema á minn rass. Hef ákveðið að senda hann (hnakkinn, ekki rassinn) til Iðntæknistofnunar. Bind vonir við að hægt verði að leysa ýmis vandamál á þurrkasvæðum Afríku eftir ítarlegar rannsóknir færustu vísindamanna. Efni sem heldur vatni hvað sem á dynur hlýtur að geta nýst einhvers staðar í heiminum, þótt Ísland sé ekki endilega kjörlendi sídrukkinna hnakka.
Sumarið kom í gær
Ég dró stóra bróður minn upp á Móskarðshnjúka í gær til að fagna sumarkomunni. Yndislegt. Útsýni til allra átta og geislandi bjartsýni yfir fjöllum, dölum og bæjum.
Nú langar mig svo að skoða Kringilsárrana - veit einhver eitthvað um ferðir þangað? Ég gúgglaði aðeins og fékk lítið út úr því. Svo langar mig í aðra fjallgöngu. Hver vill koma með?
Nú langar mig svo að skoða Kringilsárrana - veit einhver eitthvað um ferðir þangað? Ég gúgglaði aðeins og fékk lítið út úr því. Svo langar mig í aðra fjallgöngu. Hver vill koma með?
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Kýr í peysu
Sá rétt í þessu viðtal í Sjónvarpinu við kotroskinn kúabónda í lopa-belju-peysu eða belju-lopapeysu (stór brún kýr framaná með rauða tungu). Mér varð svo starsýnt á peysuna að ég gleymdi að hlusta á hvað bóndinn sagði.
mánudagur, júlí 17, 2006
Þar sem stærðin skiptir máli
Daginn eftir að ég skrifaði um Al-samsærið sá ég "landsbyggðarbílinn" Al-Erotica í eigin persónu. I kid you not - hann er RISASTÓR. Hvaða stórvöxnu hjálpartæki ástarlífsins eru þarna eiginlega á ferð? Pyntingarklefar fyrir Patreksfjörð? Rólur fyrir Raufarhöfn? Girndargámar fyrir Grindavík?
Kannski er það bara magnið. Kannski þarf fólk bara svona mikið af hjálpartækjum. En hvernig ætli stemningin sé í bænum þegar Al rennir í hlað?
Kannski er það bara magnið. Kannski þarf fólk bara svona mikið af hjálpartækjum. En hvernig ætli stemningin sé í bænum þegar Al rennir í hlað?
sunnudagur, júlí 16, 2006
Desperate housewifes in Mixrivertown, close to Tittievalley
Jamm. Margt merkilegt hefur á daga mína drifið síðan síðast.
1. Keyrði norður á Blönduós með Lúðrasveit verkalýðsins í líki ljóshærðrar konu með liprar trompetvarir og fjölhæf raddbönd.
2. Uppgötvaði að það er ekki hægt að tjalda í Blönduósísku roki. Rokið blés svo fruntalega á tjaldið mitt að það rifnaði og súla brotnaði og svo skyrptu himnarnir á það í ofanálag.
3. Sem betur fer fann ég hjartahlýja skemmtilega konu sem skaut yfir mig og hvolpa mína skjólshúsi.
4. Hitti konu sem mig hefur lengi langað að hitta í Hörpukoti. Einnig ljóðavinkonu mína kæra.
5. Rétt missti af Ken, hann var í permanenti og strípum og svo fór hann á körling æfingu. Heyrði þó á því hvernig talað er um hann að þetta er vænn piltur og gjörsamlega laus við stjörnustæla.
6. Singstar. Ég var hópfúl (ráðlagt að halda í mína daglaunavinnu)
7. Stuðmannaball. Geggjað!
1. Keyrði norður á Blönduós með Lúðrasveit verkalýðsins í líki ljóshærðrar konu með liprar trompetvarir og fjölhæf raddbönd.
2. Uppgötvaði að það er ekki hægt að tjalda í Blönduósísku roki. Rokið blés svo fruntalega á tjaldið mitt að það rifnaði og súla brotnaði og svo skyrptu himnarnir á það í ofanálag.
3. Sem betur fer fann ég hjartahlýja skemmtilega konu sem skaut yfir mig og hvolpa mína skjólshúsi.
4. Hitti konu sem mig hefur lengi langað að hitta í Hörpukoti. Einnig ljóðavinkonu mína kæra.
5. Rétt missti af Ken, hann var í permanenti og strípum og svo fór hann á körling æfingu. Heyrði þó á því hvernig talað er um hann að þetta er vænn piltur og gjörsamlega laus við stjörnustæla.
6. Singstar. Ég var hópfúl (ráðlagt að halda í mína daglaunavinnu)
7. Stuðmannaball. Geggjað!
föstudagur, júlí 14, 2006
Allt er best í hófi...líka skynsemin
Löngum hef ég verið lítil fjármálakona. Skynsemi minni hefur þar verið í hóf stillt, en þó ekki um of. Það hefur borið við að ég "lendi" í fjárfestingum, sem sumir myndu kalla "sérstakar". Ætla að nefna ykkur þrjú dæmi.
1. Þegar ég var nýbyrjuð að búa með mínum fyrrverandi bankaði uppá, í litlu kjallaraholunni okkar, sölumaður einn brosmildur. Við hjónin áttum bara okkur sjálf, skuldir og eitt lítið barn. Sölumanninum tókst á yfirnáttúrulegan hátt að selja okkur heildarútgáfu Laxness með vænum afborgunum sem náðu, að mig minnir, yfir tvö ár.
2. Skömmu síðar fluttum við til Amríku og drógum þar fram lífið á einu námsláni til að byrja með, lifðum á hormónahakki og öðrum vibba, áttum ekki einu sinni sjónvarp eða húsgögn. Ákváðum einn daginn að skoða stórborgina Indianapolis og rákumst þar á herrafataverslun. Þar úti í glugga sáum við smókingföt á tilboði. Asskoti góðu hreint. Áður en við höfðum velt vöngum yfir almennri gagnsemi smókingfata, skelltum við okkur á tilboðið. Þessi ágætu föt voru aldrei notuð, utan einu sinni á furðufataballi. Smókingfötin eru ljómandi góð enn þann dag í dag, en þar sem þau voru keypt á sultarárunum óx eigandinn furðu fljótt uppúr og útúr þeim. Hafið þið velt því fyrir ykkur hve sárgrætilega fá tækifæri eru fyrir fólk að skella sér í smóking?
3. Dagurinn í dag. Ég skítblönk, rekst inn í fornbókaverslun. Slíkar búðir ætti ég að forðast eins og heitan eldinn (og skóbúðir). Ég nota reyndar smá trix í skókaupum - tala um stykkjaverð, sumsé ef ég kaupi skó á 8000 krónur, þá segi ég að þeir hafi kostað 4000 (stykkið...segi ég svo lágt). En þetta var nú smá útúrdúr. Ég er stödd í fornbókabúð. Blasir þá ekki við mér bók sem ég er búin að vera að leita að í ljóðabókasafnið mitt - í mörg ár! Og þarna sat hún á syllu. Fyrir framan nefið á mér. Ég varð að eignast hana. Greiddi fyrir hana bílverð, þ.e. sama og ég fengi fyrir minn, eða 15 000 krónur (prangaði verði niður úr 20 000 og fékk gamalt eintak af Passíusálmum í kaupbæti). Nú ætla ég að reikna verðið út. Með minni hóflegu skynsemi. Bókin kostaði ekki nema 416 krónur - per blaðsíðu.
1. Þegar ég var nýbyrjuð að búa með mínum fyrrverandi bankaði uppá, í litlu kjallaraholunni okkar, sölumaður einn brosmildur. Við hjónin áttum bara okkur sjálf, skuldir og eitt lítið barn. Sölumanninum tókst á yfirnáttúrulegan hátt að selja okkur heildarútgáfu Laxness með vænum afborgunum sem náðu, að mig minnir, yfir tvö ár.
2. Skömmu síðar fluttum við til Amríku og drógum þar fram lífið á einu námsláni til að byrja með, lifðum á hormónahakki og öðrum vibba, áttum ekki einu sinni sjónvarp eða húsgögn. Ákváðum einn daginn að skoða stórborgina Indianapolis og rákumst þar á herrafataverslun. Þar úti í glugga sáum við smókingföt á tilboði. Asskoti góðu hreint. Áður en við höfðum velt vöngum yfir almennri gagnsemi smókingfata, skelltum við okkur á tilboðið. Þessi ágætu föt voru aldrei notuð, utan einu sinni á furðufataballi. Smókingfötin eru ljómandi góð enn þann dag í dag, en þar sem þau voru keypt á sultarárunum óx eigandinn furðu fljótt uppúr og útúr þeim. Hafið þið velt því fyrir ykkur hve sárgrætilega fá tækifæri eru fyrir fólk að skella sér í smóking?
3. Dagurinn í dag. Ég skítblönk, rekst inn í fornbókaverslun. Slíkar búðir ætti ég að forðast eins og heitan eldinn (og skóbúðir). Ég nota reyndar smá trix í skókaupum - tala um stykkjaverð, sumsé ef ég kaupi skó á 8000 krónur, þá segi ég að þeir hafi kostað 4000 (stykkið...segi ég svo lágt). En þetta var nú smá útúrdúr. Ég er stödd í fornbókabúð. Blasir þá ekki við mér bók sem ég er búin að vera að leita að í ljóðabókasafnið mitt - í mörg ár! Og þarna sat hún á syllu. Fyrir framan nefið á mér. Ég varð að eignast hana. Greiddi fyrir hana bílverð, þ.e. sama og ég fengi fyrir minn, eða 15 000 krónur (prangaði verði niður úr 20 000 og fékk gamalt eintak af Passíusálmum í kaupbæti). Nú ætla ég að reikna verðið út. Með minni hóflegu skynsemi. Bókin kostaði ekki nema 416 krónur - per blaðsíðu.
þriðjudagur, júlí 11, 2006
Al - við sjáum í gegnum þig
Smáauglýsingar dagblaðanna eru skemmtilegar skúffur að róta í. Búin að vera heima lasin og lagðist í lestur smáauglýsinga, út úr leiðindum býst ég við. Fann reyndar ýmislegt forvitnilegt, t.d. sílíkonfyllta brjóstahaldara, silunganet, 8 vikna persneskt fress og túnþökur. Sérstaka athygli mína vöktu tvær auglýsingar, önnur frá Al-spá, en þar er hægt að kaupa "miðlun, drauma, ráðgjöf, heilun, fyrirbænir, NLP (???), símaspá, einkatíma" og síðast en ekki síst þjónustu sem örugglega kemur mörgum vel, en Al-spá finnur "týnda muni". Hin auglýsingin sem vakti forvitni mína var frá fyrirtæki sem heitir Al-Erotica og á henni er mynd af voldugum flutningabíl. Al-Erotica er "landsbyggðarbíllinn" sem færir fólki í hinum dreifðu byggðum hjálpartæki ástarlífsins...til sölu (sérstaklega tekið fram). Fyrir áhugasama er rétt að benda á að "landsbyggðarbíllinn" verður í Grindavík 11.-14.7. Jamm og já.
Skyldi vera tilviljun að bæði fyrirtækin heita Al-eitthvað? Er hér komin falin tenging við Al-can? Al-coa? Al-freð?
Skyldi vera tilviljun að bæði fyrirtækin heita Al-eitthvað? Er hér komin falin tenging við Al-can? Al-coa? Al-freð?
sunnudagur, júlí 09, 2006
Hjartans vol og væl
Nú ætla ég að ganga í klaustur. Karlmenn eru ekkert nema vandræði.
Ætli það eyðileggi fyrir mér að ég fór á heiðingjaráðstefnu? Æ, svo fór ég líka í eitt heiðingjagrill (þar sem grillaðir voru kristnir menn). Jæja. Þá ætla ég bara að halda áfram að hugsa um Dressman auglýsinguna. Bara ponsulítið.
(Er að grínast í ykkur, það er önnur auglýsing sem ýtir á mína takka).
Ætli það eyðileggi fyrir mér að ég fór á heiðingjaráðstefnu? Æ, svo fór ég líka í eitt heiðingjagrill (þar sem grillaðir voru kristnir menn). Jæja. Þá ætla ég bara að halda áfram að hugsa um Dressman auglýsinguna. Bara ponsulítið.
(Er að grínast í ykkur, það er önnur auglýsing sem ýtir á mína takka).
fimmtudagur, júlí 06, 2006
Gúggílígú, gúggílígí, híhíhí
Í dag er sól. Í dag er ég glöð. Í kvöld ætla ég að bjóða góðum vinum í mat.
Finnst ykkur að ég ætti að kíkja á útsölur? Vantar mig föt? Tjáið ykkur um þetta þjóðþrifamál.
Finnst ykkur að ég ætti að kíkja á útsölur? Vantar mig föt? Tjáið ykkur um þetta þjóðþrifamál.
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Ný sýn
Það tekur á að skilja. Skyldi vera tilviljun að sögnin "að skilja" getur haft nokkrar merkingar? Það að skilja hefur breytt mér. Í kjölfar skilnaðarins gerði ég stór mistök og lenti í ýmsum hremmingum og kom ekki vel út úr þeim. Það sem verra var, ég missti að vissu leyti sýn á hvað var raunverulegt. Skilnaður snýr lífi manns á hvolf og maður er ekki í góðu jafnvægi eftir slíka reynslu. Þetta skilja þeir sem hafa skilið, eða ættu að skilja það alla vega. Séu þeir almennilegt fólk.
Ég missti líka að vissu leyti sýn á hverjir vilja mér vel og hverjir ekki. Dómgreind mín á fólk bjagaðist. Manneskja sem ég hélt að vildi mér illt, vildi mér ekkert illt. Manneskja sem ég hélt að vildi mér gott, vildi mér ekkert gott, heldur sigldi undir fölsku flaggi.
Nú er ég reynslunni ríkari. Út úr hremmingunum mun ég koma varkárari, víðsýnni, þroskaðri, umburðarlyndari og betri manneskja. Því trúi ég og þakka þeim sem hjálpa mér á þessari grýttu leið. Ég þakka þeim sem vilja mér vel.
Ég missti líka að vissu leyti sýn á hverjir vilja mér vel og hverjir ekki. Dómgreind mín á fólk bjagaðist. Manneskja sem ég hélt að vildi mér illt, vildi mér ekkert illt. Manneskja sem ég hélt að vildi mér gott, vildi mér ekkert gott, heldur sigldi undir fölsku flaggi.
Nú er ég reynslunni ríkari. Út úr hremmingunum mun ég koma varkárari, víðsýnni, þroskaðri, umburðarlyndari og betri manneskja. Því trúi ég og þakka þeim sem hjálpa mér á þessari grýttu leið. Ég þakka þeim sem vilja mér vel.
þriðjudagur, júlí 04, 2006
(Mis)lesið í konur og karla
Þátturinn á RÚV á mánudagskvöld fannst mér áhugaverður. Fyndnast fannst mér að sjá að allir þessir vísindamenn, allar þessar rannsóknir og mælingar - spáðu ekki fyrir um rassgat þegar á hólminn var komið. Kannski vísindamenn séu með dyslexíu þegar lesa á í konur og karla.
Lífið er flókið. Svo einfalt er það.
Lífið er flókið. Svo einfalt er það.
Lin og græn
Ég er enn á lífi, en er búin að vera lin ORA baun, ein úti í horni og búið að stíga á mig þannig að grænt innvolsið liggur úti. Og mér sem finnast Bonduelle baunir betri en ORA. Framandi og franskar. Ekki kramdar og íslenskar.
En ég næ mér. Verð stinn og fersk eins og eðalfín erta:)
En ég næ mér. Verð stinn og fersk eins og eðalfín erta:)
sunnudagur, júlí 02, 2006
Stend sjálf
Í dag ætla ég að skúra íbúðina mína hátt og lágt og hefja nýtt líf. Er ekki hver dagur von um nýtt líf? Sjálfstæðið er í ræktun, ég mun næra það og hlú að því og gæta þess eins og sjáaldurs auga míns.
föstudagur, júní 30, 2006
fimmtudagur, júní 29, 2006
Halar, heilar og tannhjól
Gott var að fá Matta minn heim eftir Búlgaríuævintýrið. Strákarnir gerðu það gott, lentu í öðru sæti á Evrópumóti skólaskákliða. Ekki slæmt gengi það!
Fjörugur umræðuhali spannst um trúmál hér við síðustu færslu. Mér sýnist sem æði margir hafi sterkar skoðanir á trú og trúleysi, en lítið heyrist af slíkri umræðu opinberlega. Það er ekki galið að hugsa og jafnvel tjá sig annað veifið. Rústberja tannhjólin í kollinum og sjá til hvað gerist.
Fjörugur umræðuhali spannst um trúmál hér við síðustu færslu. Mér sýnist sem æði margir hafi sterkar skoðanir á trú og trúleysi, en lítið heyrist af slíkri umræðu opinberlega. Það er ekki galið að hugsa og jafnvel tjá sig annað veifið. Rústberja tannhjólin í kollinum og sjá til hvað gerist.
þriðjudagur, júní 27, 2006
Ímyndaður vinur?
Um helgina hlýddi ég á nokkur erindi um trúleysi. Trúleysingjaráðstefna hljómar kannski ekki eins vel og bjórsmökkun, en það sem ég heyrði og sá var áhugavekjandi, skemmtilegt og fékk mig sannarlega til að hugsa.
Nú hugsa ég um hinstu rök
hósta sálarlýjum
erum við hér ein og stök
eða með vin í skýjum?
Nú hugsa ég um hinstu rök
hósta sálarlýjum
erum við hér ein og stök
eða með vin í skýjum?
mánudagur, júní 26, 2006
Maður og kona
Enn eina ferðina er ég ráðvillt. Margt sækir á hugann. Engu get ég sagt frá hér og ákvað því að deila með ykkur nokkrum góðum tilvitnunum í staðinn. Í kvöld verður sýndur þáttur á RÚV um karla og konur. Ég ætla að horfa á hann. Vonandi læri ég eitthvað.
Women who seek to be equal with men lack ambition.
Timothy Leary
US psychologist & promoter of mind-altering drugs (1920 - 1996)
If women are expected to do the same work as men, we must teach them the same things.
Plato
The thing women have got to learn is that nobody gives you power. You just take it.
Roseanne Barr
Women need a reason to have sex. Men just need a place.
Billy Crystal
Women who seek to be equal with men lack ambition.
Timothy Leary
US psychologist & promoter of mind-altering drugs (1920 - 1996)
If women are expected to do the same work as men, we must teach them the same things.
Plato
The thing women have got to learn is that nobody gives you power. You just take it.
Roseanne Barr
Women need a reason to have sex. Men just need a place.
Billy Crystal
laugardagur, júní 24, 2006
Demantar og arfi
Þegar ég loka augunum sé ég arfa. Búin að hálfdrepa mig á garðvinnu í dag. Þetta er engin hemja. Ái, hvað mér er illt í bakinu. Held að arfinn hafi komið betur út úr bardaganum en ég (alla vega heyrði ég hann ekki kvarta um bakverk).
Var í miklu skemmtilegri málum fyrir hádegi. Á 5 ára gamla vinkonu sem heitir Björk, hún var hjá mér og hefur frá mörgu að segja. Björk sýndi mér gimsteina, demanta, kristalla og allskonar "brothættulega" hluti sem hún á í fjársjóðskistunni sinni. Svo kann hún töfrabrögð. Og hún fræddi mig á því að maður ætti að trúa á sjálfan sig, það hefði hún heyrt hjá Birtu og Bárði.
Manni leiðist ekki í svona félagsskap, getið sveiað ykkur upp á það.
Var í miklu skemmtilegri málum fyrir hádegi. Á 5 ára gamla vinkonu sem heitir Björk, hún var hjá mér og hefur frá mörgu að segja. Björk sýndi mér gimsteina, demanta, kristalla og allskonar "brothættulega" hluti sem hún á í fjársjóðskistunni sinni. Svo kann hún töfrabrögð. Og hún fræddi mig á því að maður ætti að trúa á sjálfan sig, það hefði hún heyrt hjá Birtu og Bárði.
Manni leiðist ekki í svona félagsskap, getið sveiað ykkur upp á það.
föstudagur, júní 23, 2006
Kona er nefnd
Ég er kona. Í nefnd. Reyndar nokkrum ónefndum nefndum. Hef verið á fullu undanfarið við að ganga frá alls kyns lausum endum í öllum þessum nefndum, svo ég komist í sumarfrí án þess að taka nefndarstörfin með mér.
Annars finnst mér lífið fallegt og bjart í dag.
Annars finnst mér lífið fallegt og bjart í dag.
fimmtudagur, júní 22, 2006
Kjaftasögur
Taktu ekki níðróginn nærri þér
það næsta gömul er saga,
að lakari gróðurinn ekki það er
sem ormarnir helst vilja naga.
Þetta er vísa sem hún amma mín fór oft með. Stakan sú ku vera eftir Hannes Hafstein.
það næsta gömul er saga,
að lakari gróðurinn ekki það er
sem ormarnir helst vilja naga.
Þetta er vísa sem hún amma mín fór oft með. Stakan sú ku vera eftir Hannes Hafstein.
miðvikudagur, júní 21, 2006
Esja, rok og mótorungar
Var að koma af Esjunni með fallega blásið hárið. Yndislegt var að finna ullabjakkið fjúka úr sálinni, enda loftaði vel milli eyrna. Ekkert jafnast á við ærlegt rok í sól.
Á leiðinni heim keyrði ég drjúga stund á eftir halarófu af litlum gulum bifhjóla-ungum, svona miðaldra dúllum sem voru að læra á mótorhjól með andapabba (sem var grár). O, það var svo sætt.
Á leiðinni heim keyrði ég drjúga stund á eftir halarófu af litlum gulum bifhjóla-ungum, svona miðaldra dúllum sem voru að læra á mótorhjól með andapabba (sem var grár). O, það var svo sætt.
þriðjudagur, júní 20, 2006
Í jóðli og trú
Sonur minn Hjalti var að koma heim úr Vatnaskógi, með fullt af skemmtilegum sögum í farteskinu. Það sem heillaði mig mest, af því sem hann lærði hjá KFUM mönnum, voru nokkur létt dansspor sem hann tók og hljóðskreytti með jóðli.
mánudagur, júní 19, 2006
Ég trúi því að dúnsokkar séu faðmlag við fætur.
Þegar maður er ráðvilltur, einn, ponku blúsaður (og allt of lítið knúsaður) - hvað á maður þá að gera? Stundum vildi ég óska að ég tryði því í alvöru að til væri fólk sem sér hvað manni er fyrir bestu. Svona fólk sem veit hvað maður á að gera þegar maður veit það ekki sjálfur. En ég er bara svo mikil efahyggjumanneskja. Og trúi, þrátt fyrir allt, best á sjálfa mig. Sýnir hvað ég er vitlaus.
Sakna Matta míns. Hann er farinn til Búlgaríu. Kvaddi piltinn í nótt, beið með honum eftir leigubílnum í dyragættinni í 20 mínútur. Þegar ég skreið uppí aftur, voru fætur mínir svo ísjökulkaldir að ég gat ekki sofnað. Fékk staðfestingu á því í dag að það er læknisfræðilega ómögulegt fyrir fólk með gegnkalda fætur að sofna. Var bent á viðeigandi úrræði. Dúnsokka.
Sakna Matta míns. Hann er farinn til Búlgaríu. Kvaddi piltinn í nótt, beið með honum eftir leigubílnum í dyragættinni í 20 mínútur. Þegar ég skreið uppí aftur, voru fætur mínir svo ísjökulkaldir að ég gat ekki sofnað. Fékk staðfestingu á því í dag að það er læknisfræðilega ómögulegt fyrir fólk með gegnkalda fætur að sofna. Var bent á viðeigandi úrræði. Dúnsokka.
sunnudagur, júní 18, 2006
Sól og símaleysi. Sími og sólarleysi.
Sísí sér sól. Smá sól. Sísí vill fara út í sólina. Sól, sól segir Sísí.
Í gær 17.júníuðumst við Matti ekki neitt. Brugðum okkur aðeins niður í bæ í formlegum erindagjörðum, en vorum annars heima. Hlustuðum á Pink Floyd. Yndislegt kompaní hann Matti minn og fyndið að 15 ára unglingurinn skuli hlusta á tónlist sem öldruð móðir hans hlustaði á fyrir langalöngu.
Á morgun fer hann til Búlgaríu að tefla á Evrópumóti. Er búin að kaupa sandala, stuttbuxur og nokkra boli handa syninum. Honum finnst mikil píníng að fara í fatabúðir, held hann vilji heldur fara til tannlæknis. Furðulegt er þetta með unga drengi.
Svo kemur yngri strákurinn, hann Hjalti minn, úr Vatnaskógi á þriðjudaginn. Gott verður að fá að sjá hann aftur. Matti hafði töluverðar áhyggjur af því að börnum væri ekkii leyft að hafa með sér farsíma í Vatnaskóg. Sá fyrir sér að litli bróðir gæti lent í vandræðum, t.d. dottið oní skurð. Símalaus!
Pétur, Paul og Krúttla - til hamingju með daginn:)
Í gær 17.júníuðumst við Matti ekki neitt. Brugðum okkur aðeins niður í bæ í formlegum erindagjörðum, en vorum annars heima. Hlustuðum á Pink Floyd. Yndislegt kompaní hann Matti minn og fyndið að 15 ára unglingurinn skuli hlusta á tónlist sem öldruð móðir hans hlustaði á fyrir langalöngu.
Á morgun fer hann til Búlgaríu að tefla á Evrópumóti. Er búin að kaupa sandala, stuttbuxur og nokkra boli handa syninum. Honum finnst mikil píníng að fara í fatabúðir, held hann vilji heldur fara til tannlæknis. Furðulegt er þetta með unga drengi.
Svo kemur yngri strákurinn, hann Hjalti minn, úr Vatnaskógi á þriðjudaginn. Gott verður að fá að sjá hann aftur. Matti hafði töluverðar áhyggjur af því að börnum væri ekkii leyft að hafa með sér farsíma í Vatnaskóg. Sá fyrir sér að litli bróðir gæti lent í vandræðum, t.d. dottið oní skurð. Símalaus!
Pétur, Paul og Krúttla - til hamingju með daginn:)
föstudagur, júní 16, 2006
"Hell hath no fury...
like a woman scorned"
Hver sagði þetta? Þið haldið að það hafi verið Shakespeare, ekki satt? En það er ekki rétt. Þetta er úr leikriti frá árinu 1697, The morning bride eftir William Congreve. Kvótið í heild hljómar svo: Heaven has no rage like love to hatred turned, nor hell a fury like a woman scorned.
Mér finnst þetta flott. En ekki rétt. Tel að karlar séu engu betri en konur þegar kemur að höfnun og hegðun þeirra engu skárri en kvenna í sömu aðstæðum. Þeir lúta alveg jafn lágt, eða lægra, séu þeir særðir. Alla vega karlar sem skortir stórmennsku. Sennilega er þetta spurning um andlegan þroska.
Langar að deila með ykkur þessari góðu skilgreiningu á fyrirgefningu sem ég rakst á hjá Miss Jones
"Fyrirgefningin snýst um að láta af von um betri fortíð"
Hver sagði þetta? Þið haldið að það hafi verið Shakespeare, ekki satt? En það er ekki rétt. Þetta er úr leikriti frá árinu 1697, The morning bride eftir William Congreve. Kvótið í heild hljómar svo: Heaven has no rage like love to hatred turned, nor hell a fury like a woman scorned.
Mér finnst þetta flott. En ekki rétt. Tel að karlar séu engu betri en konur þegar kemur að höfnun og hegðun þeirra engu skárri en kvenna í sömu aðstæðum. Þeir lúta alveg jafn lágt, eða lægra, séu þeir særðir. Alla vega karlar sem skortir stórmennsku. Sennilega er þetta spurning um andlegan þroska.
Langar að deila með ykkur þessari góðu skilgreiningu á fyrirgefningu sem ég rakst á hjá Miss Jones
"Fyrirgefningin snýst um að láta af von um betri fortíð"
fimmtudagur, júní 15, 2006
Lærin á Bond lenda í smotteríi
Fór með afmælisbarninu á Pítsahött í gær og svo leigðum við mynd, Never say never again. Það var eina Bond myndin sem Matti átti eftir að sjá, en hann er sérlegur áhugamaður um njósnara hennar hátignar. Borðuðum 3 kg af gotteríi (hvort) og horfðum á Bond lenda í hinu og þessu smotteríi (t.d. að bjarga heiminum). Gotterí og smotterí. Að horfa á Bond getur verið góð skemmtun. Stóð mig að því að grandskoða á njósnaranum bringu, læri og fótleggi. Einstaklega vel skapaður hann Connery. *andvarp*
miðvikudagur, júní 14, 2006
Jibbí og sjitt
Jibbí - hann Matti á afmæli í dag. Hann er 15 ára kappinn, skákmaðurinn, yndið mitt og sólskinið í lífi mínu.
Sjitt - það kostar 200 þús. að gera við bíldrusluna mína sem brennir olíu. Tekur því varla. Hef oft sagt að ég sé lánsöm kona og það er ég sannarlega, en datt í hug önnur merking þess orðs. Tók nefnilega himinhá lán þegar ég skildi, til að kaupa mér íbúð, og nú þarf ég að taka aftur lán (að öllum líkindum) til að kaupa nýjan bíl. Lánsemi mín er yfirdrifin. En þetta reddast. Engar áhyggjur. Hakúna matata.
Sjitt - það kostar 200 þús. að gera við bíldrusluna mína sem brennir olíu. Tekur því varla. Hef oft sagt að ég sé lánsöm kona og það er ég sannarlega, en datt í hug önnur merking þess orðs. Tók nefnilega himinhá lán þegar ég skildi, til að kaupa mér íbúð, og nú þarf ég að taka aftur lán (að öllum líkindum) til að kaupa nýjan bíl. Lánsemi mín er yfirdrifin. En þetta reddast. Engar áhyggjur. Hakúna matata.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)