þriðjudagur, september 26, 2006

Skrifaðu undir hérna góði

Í Kastljósi í gær var fjallað um unglinga sem gera skriflegan samning við foreldra sína um að ef þeir byrji hvorki að reykja né drekka, þá muni foreldrarnir borga bílprófið. Þetta þykir mér afskaplega sérkennileg uppeldisaðferð, svona talandi um meðalunglinginn (sem er vænsta skinn og vel traustsins verður). Held reyndar að samningur af þessu tagi geti ýtt undir ósannsögli, ef unglingurinn fellur í freistni, drekkur t.d. hálfan bjór, reykir eina sígarettu, þá er eins gott að segja ekki frá. Bílpróf í húfi. "Lögfræðingurinn minn talar við lögfræðinginn þinn."

Hvernig væri að ganga alla leið? Sting upp á eftirfarandi samningum í beinu framhaldi, að breyttu breytanda.

1. Ef þú rænir ekki vídeóleigu fyrir 16 ára aldur, þá færðu ipod.
2. Ef þú nauðgar ekki fyrir 19 ára aldur, þá færðu bíl.
3. Ef þú myrðir ekki mann fyrir 21 árs aldur, þá færðu hús.

Engin ummæli: