föstudagur, september 08, 2006

Að ganga á vegg(jum)

- Málarinn setti upp vinnupalla til að geta hafist handa við að mála gluggana mína og þá fór að rigna.

- Rafvirkinn kemur stundum (held ég). Í gærkvöld fann ég allavega grænan vírbút í rúminu mínu.

- Um daginn fór ég í Klifurhúsið með Ástu og Hjalta, en dóttirin er afar fim lítil klifurmús og sonurinn efnilegur spædermann. Ég hékk á nibbum, teygði hendur og fætur í allar áttir, datt nokkrum sinnum, komst fram og til baka á barnavegg og byrjendavegg. Get ekki lýst harðsperrunum sem ég er með núna. En mikið rosalega var gaman. Ætla pottþétt aftur:o)

- Krækiberjasaft er góð í búst. Líka döðlur og engifer.

Engin ummæli: