fimmtudagur, september 28, 2006

Myrkur
Þriðjudagskvöld fór ég í gönguna með Ómari. Stemningin var tregablandin og sterk. Og í dag var Jöklu þröngvað í Hálslón. Ómar hefur talað um að enn sé hægt að hætta við. Við getum hætt við að nota virkjunina í upprunalegum tilgangi, selt náttúruverndarsinnum um allan heim nafnspjöld til að hengja á stífluvegginn, gert risastórt minnismerki úr þessu heimskra manna ráði. Menn segja að þetta sé fáránleg hugmynd. Tek undir það, það væri jafn fáránlegt og að smíða skammbyssu sem aldrei væri notuð til að skjóta fólk.

Ég ætla út í manngert myrkur í kvöld.

Engin ummæli: