föstudagur, september 29, 2006

Myrkur II, æsispennandi framhald

Passið ykkur á myrkrinu.

Eftir kertafleytingu á Tjörninni í gærkvöld (falleg athöfn) hentist ég heim á hjólinu, alltaf með æðiber í rassinum. Fannst lítið fútt í að hjóla á Laugaveginum (allt of bjart), fór Hverfisgötu og Borgartún. Þar var ærlegt myrkur. Í Borgartúni flaug ég fram af háum steyptum kanti. Braut olnbogabein (væntanlega í lendingu frekar en flugtaki), rifbein, og er auk þess allvíða hrufluð, tognuð, blá og marin. Pikka þessa færslu með vinstri, því hægri handleggur er gipsaður frá fingrum og upp í krika. Get ekki keyrt, vaskað upp, girt mig almennilega, farið í skaplegar flíkur (vegna gipsfeits handleggs), ekki farið í klifur eða leikfimi...nú er ég hætt þessu væli. Þetta grær áður en ég gifti mig. *hysterískur hlátur*

Passið ykkur á myrkrinu.

Engin ummæli: