þriðjudagur, september 19, 2006

Spáum í tær

Hef löngum verið buguð yfir nafnleysi táa, enda haft sérstakt dálæti á þessum líkamspörtum. Skyldi engan undra þar sem ég er fádæma táfögur kona. Í samtölum mínum við þær (tær) hef ég (blíðlega) ávarpað þær stórutá, vísitá, löngutá, baugtá og litlutá.

En nú verður breyting á. Þekki góða konu úr Mývatnssveit sem hefur öruggar heimildir fyrir kórréttum nöfnum táa. Tær heita (farið úr sokknum á hægri fæti, horfið frá vinstri til hægri):

Vigga, Háa Þóra, Langa píka, Stutta Gerða og Lilla.
Strákar - þið eruð sumsé með líkamspart sem ykkur óraði ekki fyrir...

Hægri fótur heitir auðvitað Jón og sá vinstri Kolbeinn svarti.

Legg ekki meira á ykkur að sinni.

Engin ummæli: