Hljómalind á Laugavegi er notalegt kaffihús. Allir þar inni heimilislegir og lífrænir í fasi. Reyndar afslappaðra andrúmsloft en á flestum heimilum sem ég þekki. Átti þarna gott spjall við vinkonu mína um daginn. Var í nokkrum erfiðleikum með að borga tesopann sem ég fékk, því bústna konan í rósótta kjólnum (sem ég taldi vera að vinna þarna) lét ekki trufla sig við uppvaskið. Munaði engu að ég gripi viskustykki og færi að þurrka leirtau og spjalla um veðrið. Þegar ég fékk loksins að borga leit hún móðurlega á mig (ég fann hvernig hún klappaði mér á kinnina í huganum) og gaf mér köku.
Hljómalind. Fyrir alla sem vilja láta hunsa sig...hlýlega. Eins og mamma gerði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli