föstudagur, september 22, 2006

Orðin tóm

Orðin tóm

Loforðin orðin
orðin tóm

eins og ég


Hún Ásta mín labbaði með mömmu sinni í Elliðaárdalnum. Hún veit að mamma er lítil í sér og döpur þessa dagana.

Það var yndislegt að spásséra. Veðrið fallegt og trén í skrautklæðum. Upplifun að sjá laufblöðin falla hægt og tígulega til jarðar. Annað en venjulega, þegar slagviðriskafli lemur laufin af, hviss bæng, og trén standa nakin og skjálfandi á eftir. Betra fyrir þau að fá að tína af sér spjarirnar, eina og eina í einu. Reisn yfir því.

Og af því að ég er soddan höfðingi, langar mig að gauka að ykkur ókeypis ráðleggingu. Ef þið ætlið að enda ástarsamband, EKKI nota msn. Hafið manndóm í ykkur til að ræða við manneskjuna, þ.e. ef þið hafið nokkra taug til hennar.

Engin ummæli: