Sem ég var að kommentera á bloggsíðu, spurði eldri sonur minn grafalvarlegur í bragði: "Mamma, er blogg MSN gamla fólksins?" Held honum hafi þótt þessi samskiptamáti álíka snar og bréfaskák.
Og enn hef ég ekki fengið úr því skorið hvort messuvín sé áfengt. Þegar maður gúgglar það, koma misvísandi upplýsingar. Bloggvinir mínir fagrir hafa komið með gagnlegar athugasemdir, en eru reyndar ekki á einu máli um svör við þessari knýjandi spurningu. Færi ég þeim bestu þakkir fyrir viturleg komment við síðustu færslu. Hef heimildir fyrir því að í kirkjum landsmanna sé boðið upp á púrtvín. En á vef lögreglunnar, líka frá árinu 2003, sá ég þessi tíðindi.
Held ég trúi söngelskum bloggvinum best og mun héðan í frá ímynda mér að dippið sé púrtvín. Jafnvel fara á ímyndunarfyllerí, eða e.t.v. ímyndunar-aflausnarí.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli