þriðjudagur, desember 13, 2011

Desemberblóm

Með auknum þroska hef ég öðlast ákveðnari smekk. Veit betur hvað mér líkar og hvað ekki. Stórar ilmsterkar liljur þykja mér t.d. leiðinlegar, satt best að segja þoli ég þær ekki. Smágerðar hýasintur þykja mér hins vegar fallegar og ilmurinn góður. Samt eru hýasintur liljur, eða heita alltjént goðaliljur á íslensku. En liljur eru auðvitað allskonar, og nef líka.
Hvað sem því líður er aðventan ekki sem verst og ég hlakka óstjórnlega til að hafa börnin mín þrjú hjá mér um jólin.

Góðar stundir.