fimmtudagur, september 21, 2006

Sjúkleg jákvæðni

Lítill púki með vængi (veit ekki hvort hann er góður eða vondur, en það hékk gylltur baugur á hægri hnýfli) hvíslaði því að mér áðan að í raun og veru væri ég ekki meðvirk, heldur bara sjúklega bjartsýn að eðlisfari. Því ég held alltaf að hlutirnir fari vel, að fólk breytist og því muni það hegða sér öðruvísi en það hefur gert hingað til. Þetta er hluti af auðæfum mínum, þetta er reynslumillinn í bauninni.

En bjartsýni getur gengið út í öfgar.

Já, og svo kallaði ég vinkonu mína Mývetning, þessa sem kenndi mér tásunöfnin. Hún leiðrétti mig mjúklega og sagðist vera Reykdælingur. Ég bið hana innilega afsökunar og vona að hún virði mér það til vorkunnar að ég er fávíst borgarbarn.

Engin ummæli: