laugardagur, september 02, 2006

Heppni og hraðahindranir

Ljónheppin var ég í fyrradag. Var á hjólinu mínu og rétt nýbúin að loka munninum þegar oggulítil fluga skall á efri vörinni á mér.

Ákvað að breyta viðhorfi mínu gagnvart hraðahindrunum. Nú segi ég alltaf "víííí" og lyfti mér upp og hlæ þegar ég keyri yfir þær.

Í gær var gaman. Mæting var ekki 100% en þeir sem mættu voru 100%. Skoðuðum tvo bari, B5 (sem mér finnst notalegur staður) og Næsta bar. Þar voru margir sérkennilegir karlmenn.

Legg ekki meira á ykkur.

Engin ummæli: