föstudagur, júní 16, 2006

"Hell hath no fury...

like a woman scorned"

Hver sagði þetta? Þið haldið að það hafi verið Shakespeare, ekki satt? En það er ekki rétt. Þetta er úr leikriti frá árinu 1697, The morning bride eftir William Congreve. Kvótið í heild hljómar svo: Heaven has no rage like love to hatred turned, nor hell a fury like a woman scorned.

Mér finnst þetta flott. En ekki rétt. Tel að karlar séu engu betri en konur þegar kemur að höfnun og hegðun þeirra engu skárri en kvenna í sömu aðstæðum. Þeir lúta alveg jafn lágt, eða lægra, séu þeir særðir. Alla vega karlar sem skortir stórmennsku. Sennilega er þetta spurning um andlegan þroska.

Langar að deila með ykkur þessari góðu skilgreiningu á fyrirgefningu sem ég rakst á hjá Miss Jones

"Fyrirgefningin snýst um að láta af von um betri fortíð"

Engin ummæli: