laugardagur, júní 24, 2006

Demantar og arfi

Þegar ég loka augunum sé ég arfa. Búin að hálfdrepa mig á garðvinnu í dag. Þetta er engin hemja. Ái, hvað mér er illt í bakinu. Held að arfinn hafi komið betur út úr bardaganum en ég (alla vega heyrði ég hann ekki kvarta um bakverk).

Var í miklu skemmtilegri málum fyrir hádegi. Á 5 ára gamla vinkonu sem heitir Björk, hún var hjá mér og hefur frá mörgu að segja. Björk sýndi mér gimsteina, demanta, kristalla og allskonar "brothættulega" hluti sem hún á í fjársjóðskistunni sinni. Svo kann hún töfrabrögð. Og hún fræddi mig á því að maður ætti að trúa á sjálfan sig, það hefði hún heyrt hjá Birtu og Bárði.

Manni leiðist ekki í svona félagsskap, getið sveiað ykkur upp á það.

Engin ummæli: