miðvikudagur, júní 14, 2006

Jibbí og sjitt

Jibbí - hann Matti á afmæli í dag. Hann er 15 ára kappinn, skákmaðurinn, yndið mitt og sólskinið í lífi mínu.

Sjitt - það kostar 200 þús. að gera við bíldrusluna mína sem brennir olíu. Tekur því varla. Hef oft sagt að ég sé lánsöm kona og það er ég sannarlega, en datt í hug önnur merking þess orðs. Tók nefnilega himinhá lán þegar ég skildi, til að kaupa mér íbúð, og nú þarf ég að taka aftur lán (að öllum líkindum) til að kaupa nýjan bíl. Lánsemi mín er yfirdrifin. En þetta reddast. Engar áhyggjur. Hakúna matata.

Engin ummæli: