miðvikudagur, júní 21, 2006

Esja, rok og mótorungar

Var að koma af Esjunni með fallega blásið hárið. Yndislegt var að finna ullabjakkið fjúka úr sálinni, enda loftaði vel milli eyrna. Ekkert jafnast á við ærlegt rok í sól.

Á leiðinni heim keyrði ég drjúga stund á eftir halarófu af litlum gulum bifhjóla-ungum, svona miðaldra dúllum sem voru að læra á mótorhjól með andapabba (sem var grár). O, það var svo sætt.

Engin ummæli: