Sísí sér sól. Smá sól. Sísí vill fara út í sólina. Sól, sól segir Sísí.
Í gær 17.júníuðumst við Matti ekki neitt. Brugðum okkur aðeins niður í bæ í formlegum erindagjörðum, en vorum annars heima. Hlustuðum á Pink Floyd. Yndislegt kompaní hann Matti minn og fyndið að 15 ára unglingurinn skuli hlusta á tónlist sem öldruð móðir hans hlustaði á fyrir langalöngu.
Á morgun fer hann til Búlgaríu að tefla á Evrópumóti. Er búin að kaupa sandala, stuttbuxur og nokkra boli handa syninum. Honum finnst mikil píníng að fara í fatabúðir, held hann vilji heldur fara til tannlæknis. Furðulegt er þetta með unga drengi.
Svo kemur yngri strákurinn, hann Hjalti minn, úr Vatnaskógi á þriðjudaginn. Gott verður að fá að sjá hann aftur. Matti hafði töluverðar áhyggjur af því að börnum væri ekkii leyft að hafa með sér farsíma í Vatnaskóg. Sá fyrir sér að litli bróðir gæti lent í vandræðum, t.d. dottið oní skurð. Símalaus!
Pétur, Paul og Krúttla - til hamingju með daginn:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli