mánudagur, júní 19, 2006

Ég trúi því að dúnsokkar séu faðmlag við fætur.

Þegar maður er ráðvilltur, einn, ponku blúsaður (og allt of lítið knúsaður) - hvað á maður þá að gera? Stundum vildi ég óska að ég tryði því í alvöru að til væri fólk sem sér hvað manni er fyrir bestu. Svona fólk sem veit hvað maður á að gera þegar maður veit það ekki sjálfur. En ég er bara svo mikil efahyggjumanneskja. Og trúi, þrátt fyrir allt, best á sjálfa mig. Sýnir hvað ég er vitlaus.

Sakna Matta míns. Hann er farinn til Búlgaríu. Kvaddi piltinn í nótt, beið með honum eftir leigubílnum í dyragættinni í 20 mínútur. Þegar ég skreið uppí aftur, voru fætur mínir svo ísjökulkaldir að ég gat ekki sofnað. Fékk staðfestingu á því í dag að það er læknisfræðilega ómögulegt fyrir fólk með gegnkalda fætur að sofna. Var bent á viðeigandi úrræði. Dúnsokka.

Engin ummæli: