laugardagur, júní 10, 2006

Leikur er lánið

Heimur fráskilinna kvenna er ævintýraland. Djammaði í gær með tveimur úr þessum nýfundna þjóðflokki. Þær eru óborganlega fyndnar, skemmtilegar og kunna að leika sér. Þessar konur eiga líka til auðmýkt gagnvart lífinu og víðsýni. Mikið er ég heppin að hafa kynnst þeim. Og öðru frábæru fólki í gegnum þetta bloggbrölt mitt.

(ef þetta er of væmið, stingið ykkur þá í lærið með heklunál nr. 1 1/2)

Engin ummæli: