fimmtudagur, júní 29, 2006

Halar, heilar og tannhjól

Gott var að fá Matta minn heim eftir Búlgaríuævintýrið. Strákarnir gerðu það gott, lentu í öðru sæti á Evrópumóti skólaskákliða. Ekki slæmt gengi það!

Fjörugur umræðuhali spannst um trúmál hér við síðustu færslu. Mér sýnist sem æði margir hafi sterkar skoðanir á trú og trúleysi, en lítið heyrist af slíkri umræðu opinberlega. Það er ekki galið að hugsa og jafnvel tjá sig annað veifið. Rústberja tannhjólin í kollinum og sjá til hvað gerist.

Engin ummæli: