sunnudagur, júní 11, 2006

Eru einhverjir nördar á línunni?

Úti í Tékkó keypti ég þriggja manna tafl handa Matta syni mínum sem er góður skákmaður. Við vorum að vígja þetta undratafl áðan, ég, Matti og Hjalti. Við Hjalti eigum það sameiginlegt að vera afar tapsár og drápsfús og lentum auðvitað í slag innbyrðis og á meðan vann Matti skákina hægt og hljótt. Kom ekki á óvart.

En kannast hlustendur við þriggja manna tafl?

Engin ummæli: