þriðjudagur, júní 06, 2006

Nú eru óráð dýr

Tvær utanlandsferðir með stuttu millibili. Held ég sé ekki með öllum fjármála-snjalla-mjalla. Æ, skítt með það. Ef rafvirkinn og smiðurinn koma einhvern tímann (þeir eru alltaf á leiðinni), þá segi ég bara: Hvaða peningar? *burp*

060606 er dagurinn í dag. Veðrið í stíl. Var mér ekki kippt allt of snöggt inn í raunveruleikann í morgun? Held það bara. Er með einhvers konar timburmenn, þ.e. eftirköst gleðismiða gærdagsins. Það eru iðnaðarmenn sem ég borga með brosgrettu, jaxlabiti og einu andvarpi. Held þeim sé það ekki ofgott.

Lífið er flókið. Skil ekki baun í dag.

Engin ummæli: