Fór með afmælisbarninu á Pítsahött í gær og svo leigðum við mynd, Never say never again. Það var eina Bond myndin sem Matti átti eftir að sjá, en hann er sérlegur áhugamaður um njósnara hennar hátignar. Borðuðum 3 kg af gotteríi (hvort) og horfðum á Bond lenda í hinu og þessu smotteríi (t.d. að bjarga heiminum). Gotterí og smotterí. Að horfa á Bond getur verið góð skemmtun. Stóð mig að því að grandskoða á njósnaranum bringu, læri og fótleggi. Einstaklega vel skapaður hann Connery. *andvarp*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli