fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Fne

Kannast lesendur við orðið fne? Dóttir mín segir þetta æði oft og hef ég reynt að átta mig á merkingu þessa stutta en þó ágæta orðs.

Baun: Ásta mín, hvernig var myndin?
Ásta: Fneee...

Baun: Ásta mín, nennirðu út með ruslið?
Ásta: Æ, fne!

Baun: Ásta mín, hvar eru lyklarnir, hleðslutækið, buxurnar mínar, sjampóið, bíllinn, tannstönglarnir og gulu sokkarnir? (hún týnir hlutum)
Ásta: Fne?

Hallast helst að því að fne sé jæja unga fólksins.

Engin ummæli: