miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Harðsperrur, graskersfræ og kaffislúður

Það er svo sárt að hreyfa sig. Ái. Vöðvarnir mínir segja hver í kapp við annan "við skulum ALDREI fara í leikfimi aftur". Harðsperrur eru systur timburmanna.

Tvö ráð gef ég ykkur, af því að þið hafið verið svo örlát við mig.

1. Borðið graskersfræ ef þið viljið auka magn testesteróns í líkamanum. Alveg satt.
2. Ef þið viljið koma í veg fyrir órólegan svefn vegna rauðvínsdrykkju, takið þá lórítín (ofnæmislyf) áður en þið farið að sofa. Rauðvín veldur víst losun histamíns úr frumunum og þess vegna eiga sumir svona erfitt með að þola það, fá hjartslátt, höfuðverk og sofa illa. M.a. ég. Er hætt að geta drukkið rauðvín, en hvítvín get ég drukkið í tunnutali. There is a god:)

Þessi ráð eru í boði óábyrgs spjalls á kaffistofu lækna í vinnunni minni.

Engin ummæli: