mánudagur, nóvember 27, 2006

Sanskrit, skák, ættfræði og frímerkjasöfnun

"Einhver aumlegasta vesalmennska mannlegrar tilveru er að láta sér leiðast: Þegar fullfrískir menn eiga frjálsa stund og eru svo í vandræðum með sjálfa sig og stundarkornið sitt. Sá, sem er áhugalaus og lætur sér leiðast, á á hættu að verða sjálfur leiðinlegur. Það er synd, sem heimurinn fær ekki fyrirgefið, og það er ekki heiglum hent að tapa hylli heimsins." (bls. 187)

Þessi tilvitnun er úr bókinni Góðar stundir sem gefin var út hjá Bókfellsútgáfunni árið 1951. Í henni eru uppástungur um eitt og annað sem hægt er að gera til að verja tímanum í annað en leiðindi. Til að gefa örlitla hugmynd um fjölbreytileikann í þessari gömlu skruddu koma hér nokkur kaflaheiti:

Málað sér til skemmtunar
Frá barnaleikjum til laxveiða
Fjöllin kalla
Frímerkjasöfnun
Að yrkja sér til hugarhægðar
Hróðugur er heppinn veiðimaður
Reynt við kvikmyndun
Tónlist í tómstundum
Leikmannsþankar um ættfræði
Myndavélin og ég
Sanskritin er mín dægradvöl
Smíðað í myrkri
Aftur í stuttum buxum

Ég er lítt gefin fyrir að láta mér leiðast. Hef átt þessa bók í mörg ár, aldrei lesið hana. Finn mér nefnilega alltaf eitthvað að dunda við.

Góðar stundir:)

Engin ummæli: