sunnudagur, nóvember 12, 2006

Landafræði spandafræði

Heyrði margar sögur um helgina, m.a. þessa af unglingsstúlku einni ágætri, en móðir hennar hefur þungar áhyggjur af hnignandi landafræðikunnáttu ungdómsins.

Ungfrúin var í langferðabifreið á leið í Þórsmörk, ásamt tveimur vinkonum sínum. Þegar þær nálguðust Mörkina kallaði bílstjórinn til þeirra: "Ætliði að vera í Básum eða...?" Önnur vinkonan var fljót til svars, "ha, nei, við ætlum að vera í tjöldum."

Engin ummæli: