fimmtudagur, október 26, 2006

Nú spyr ég ÞIGHef í langan tíma velt fyrir mér hvað þetta skilti táknar. Það er í Grasagarðinum í Laugardal, stendur í litlu rjóðri. Hingað til hef ég eingöngu spurt fólk sem veit ekki svarið. Hef nú sett fram eftirfarandi tilgátur.

a) varúð, fallandi konur
b) svæði til að iðka hættulegar teygjuæfingar
c) súludans leyfður hér (skiltið stendur á langri súlu)
d) varúð, fallnar konur
e) sé himininn grænn, má búast við kattliðugum, smáfættum konum með úfið hár og hvorugan fótinn á jörðinni

Endilega hjálpið mér að finna út úr þessu.

Engin ummæli: