miðvikudagur, október 04, 2006

Stoltið verður ekki sett í gifs

Í dag gat ég, alveg ein:

- opnað Smjörvadollu og smurt brauðsneið
- farið í sturtu og m.a.s. þvegið hárið (setti plastpoka utanum gifsið og reyndi að halda handleggnum fyrir utan sturtuklefann. Það gekk ekki vel. Hvernig þurrkar maður gifs?)
- klætt mig og krækt að mér brjóstahaldara á innan við hálftíma
- málað mig (eftir bestu getu)
- pikkað þessa færslu

Stolt og sjálfstæði pjattrófunnar hangir á bláþræði. Þoli illa að geta ekki hlutina sjálf. Strax. Hef gott af þessu, veit veit veit.

Fór í bíó í gærkvöld með Ástu og Hjalta, á forsýningu myndarinnar The Devil wears Prada. Mjög gaman að sjá Meryl Streep í kómedíu. Takk fyrir miðana Simmi.

Engin ummæli: