Hún Lindablinda talar um að orð geti sært og það er alveg rétt hjá henni. Hef oft verið lögð orðasverði, stundum viljandi en sennilega oftar óviljandi.
Í dag fékk ég framan í mig einhverja súrustu móðgun sem ég hef á ævinni heyrt. Fyrst var ég voða sár, en svo greip ég til minna varna. Þær felast yfirleitt í því að hlæja að hlutunum. Og þetta er auðvitað fyndið þótt það hafi verið sett fram gagngert til að særa mig.
Móðgunin varðar útlitið (ég er týpísk kona og voða viðkvæm fyrir nastí kommentum á það). Mér var sagt að ég liti út eins og öldruð Birgitta Haukdal.
Æi. Öldruð?
Hefur alltaf þótt lágt lagst þegar fullorðnir grípa til þess að setja út á útlit annars fólks til að koma höggi á það. Einhvers konar barnaleg rökþrot. "Þú ert bara lítill og kiðfættur með ljótt nef". Gáfulegt?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli