en skemmti mér samt býsna vel um helgina...
Fór í keilu með strákhvolpunum og vann:) Munaði reyndar bara einu stigi á mér og Hjalta, en aðalatriðið er auðvitað að vinna...börnin sín.
Tíndi rifsber og sólber í garði systur minnar í Hafnarfirði, er hálfnuð með hlaupgerð. Fullt af krukkum, ótrúlega búsældarlegt. Ber allt árið...
Sunnudagurinn fór að mestu í áttræðisafmæli fyrrverandi tengdaforeldra minna. Þar tróðum við Ásta upp á sviðinu í Hvolnum (á Hvolsvelli), Ásta brilleraði á klarinettið og ég hamraði hljóma undir á flygilinn dauðskelfd og ruglaðist soldið enda langt síðan ég hef spilað fyrir aðra en sjálfa mig. Oh, well.
Um kvöldið fékk ég svo óvænt matarboð. Gaman:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli