miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Tannsi er fantur. Lífið er best.

Líf mitt er viðburðaríkt um þessar mundir.

- Lenti í viðbjóðslegri píníngu hjá tannlækninum, hann gat ekki deyft mig almennilega við rótarfyllingu og boraði, potaði og krakaði í taugarnar sem sendu eldingar uppí heila. Ég reyndi að mótmæla en þar sem hann var búinn að dúkleggja og setja 200 kíló af græjum uppí mig hafði hann betur. Náði þó að koma því til skila að mig langaði að drepa hann með ostaskera (byrja á iljunum).

- Í gærkvöld gekk ég á Skjaldbreið. Sól og logn - aftur! Uppi á toppi Skjaldbreiðar sá ég betri helming heimsins og trúi á guð. Aftur.

- Byrjaði að vinna eftir sumarfrí.

- Fékk skemmtilegt og óvænt boð.

- Fann svolítið merkilegt. Sjálfa mig. Fyrsta sinn eftir skilnaðinn sem ég rekst á þessa konu sem ég þekkti áður svo vel. Hún er svolítið breytt eftir slarkið, en ekki endilega verri. Bara öðruvísi.

- Lífið er gott. Lífið er fallegt. Lífið er núna.

Engin ummæli: