laugardagur, júlí 29, 2006

Súlur, hjálpartæki og heimilistæki

Botnsúlur. Gekk á þær í dag frá Hvalfjarðarbotni. Hvílíkur dýrðardagur, sól og logn. Ég endurtek: Sól og LOGN. Labbaði þetta með Simma og tveimur vöskum vinkonum hans. Lærði ýmislegt af ungu konunum (ég var aldursforseti, gamla hróið), t.d. um ofboðslega frægð Magna, smekk sumra kvenna fyrir hrottum og mikilvægi vandaðra efna í hjálpartækjum.

Þegar heim var komið barst mér hvítur plastpoki frá manneskju sem vill halda nafni sínu leyndu. Skil það vel, því þetta er einhver sem les reglulega bloggið mitt (óþarfi að flagga því). Í pokanum var þessi fína matvinnsluvél. Skrif mín eru semsagt farin að borga sig í beinhörðum...heimilistækjum. Takk óþekkti lesari, vélin kemur sér frábærlega:)

Já, og ég sá bæjarnafn sem vakti hljóðlátan innri fögnuð. Litli-Botn.

Engin ummæli: