miðvikudagur, júlí 26, 2006

Á sjó (dadddararamm)

Fór með strolluna á sjó í gær, tími til kominn að leyfa börnunum að upplifa eitthvað "raunverulegt". Vökvuðum genetískar rætur okkar með söltum sjó. Mokuðum upp ufsa, lýsu, ýsu og þorski. Þess ber að geta að ég var í galla af rússneskum sjómanni, held það hafi hjálpað. Tók skyndikúrs í að gera að fiski og var að í marga klukkutíma. Þúsund þorskar á færibandi...

Í dag á svo að búa til fiskbollur úr megninu af aflanum, eftir uppskrift frá ættingjum á Dalvík. Úff, þetta er puð...og stuð:-)

Engin ummæli: