þriðjudagur, júlí 11, 2006

Al - við sjáum í gegnum þig

Smáauglýsingar dagblaðanna eru skemmtilegar skúffur að róta í. Búin að vera heima lasin og lagðist í lestur smáauglýsinga, út úr leiðindum býst ég við. Fann reyndar ýmislegt forvitnilegt, t.d. sílíkonfyllta brjóstahaldara, silunganet, 8 vikna persneskt fress og túnþökur. Sérstaka athygli mína vöktu tvær auglýsingar, önnur frá Al-spá, en þar er hægt að kaupa "miðlun, drauma, ráðgjöf, heilun, fyrirbænir, NLP (???), símaspá, einkatíma" og síðast en ekki síst þjónustu sem örugglega kemur mörgum vel, en Al-spá finnur "týnda muni". Hin auglýsingin sem vakti forvitni mína var frá fyrirtæki sem heitir Al-Erotica og á henni er mynd af voldugum flutningabíl. Al-Erotica er "landsbyggðarbíllinn" sem færir fólki í hinum dreifðu byggðum hjálpartæki ástarlífsins...til sölu (sérstaklega tekið fram). Fyrir áhugasama er rétt að benda á að "landsbyggðarbíllinn" verður í Grindavík 11.-14.7. Jamm og já.

Skyldi vera tilviljun að bæði fyrirtækin heita Al-eitthvað? Er hér komin falin tenging við Al-can? Al-coa? Al-freð?

Engin ummæli: