fimmtudagur, júlí 27, 2006

Vinir gefa manni vitaskuld...vel að éta

Varúð - afvelta baun í borginni!

Fór með hvolpana mína austur fyrir fjall í heimsókn að Þurá. Þar hittumst við 14 góðir vinir (stórir og smáir) og borðuðum himneskan lax sem hann Ari hafði strokið blíðlega, talað við, kryddað og grillað. Ég hef djúpa matarást á Ara. Hann er snillingur í eldamennsku og almennri mennsku. Almennsku?

Töluðum fram á nótt. Vígðum nýja göngubrú sem dúaði. Fórum svo í morgun fjórar vinkonur í gönguferð í Hveragerði, sáum nokkra hveri sem bulluðu í kapp við okkur, skoðuðum færeyska list og dónalegt marsipanverk í bakaríinu. Toppdagar í sveitinni:)

Engin ummæli: