fimmtudagur, júlí 20, 2006

Sumarið kom í gær

Ég dró stóra bróður minn upp á Móskarðshnjúka í gær til að fagna sumarkomunni. Yndislegt. Útsýni til allra átta og geislandi bjartsýni yfir fjöllum, dölum og bæjum.

Nú langar mig svo að skoða Kringilsárrana - veit einhver eitthvað um ferðir þangað? Ég gúgglaði aðeins og fékk lítið út úr því. Svo langar mig í aðra fjallgöngu. Hver vill koma með?

Engin ummæli: