mánudagur, júlí 24, 2006

Prinsessan vaknaði við koss frá sólinni

Komin úr sól og sælu af Suðurlandinu. Tjölduðum á Flúðum, ég og strákhvolparnir mínir, og vorum þar í magnaðri blíðu. Erum sólbrennd, glöð og sæt. Ekki lítið sem góða veðrið yljar sálinni. Og prinsessan í bauninni eflist og dafnar, held ég þurfi að vökva hana reglulega með Sancerre hvítvíni og baða í sól. Hún er nú glaðvöknuð blessunin, enda búin að sofa nógu lengi. Hvað þykist hún vera? Þyrnirós, eða hvað?

Engin ummæli: