fimmtudagur, júlí 20, 2006

Rassblaut

Hnakkurinn á hjólinu mínu er undur veraldar. Hann er úr efni sem aldrei þornar. Hélt kannski að hnakkurinn yrði þurr eftir að hafa staðið heilan vetur inni í skúr, en, nei, það var ennþá vatn í honum. Ótrúlegt stöff í þessum hnakki, sogar til sín raka úr andrúmsloftinu og sleppir ekki dropa frá sér - nema á minn rass. Hef ákveðið að senda hann (hnakkinn, ekki rassinn) til Iðntæknistofnunar. Bind vonir við að hægt verði að leysa ýmis vandamál á þurrkasvæðum Afríku eftir ítarlegar rannsóknir færustu vísindamanna. Efni sem heldur vatni hvað sem á dynur hlýtur að geta nýst einhvers staðar í heiminum, þótt Ísland sé ekki endilega kjörlendi sídrukkinna hnakka.

Engin ummæli: