föstudagur, júlí 21, 2006
Hjartabank bank bank
Var að koma frá tannlækni þvoglumælt með hálfan hausinn dofinn, tannlækni sem ég hef aldrei áður farið til. Það kom ekki til af góðu, svaf lítið vegna tannpínu í nótt og var í neyð (minn tannsi í fríi). En sumsé, þegar tannsi deyfði mig, fékk ég dúndrandi hjartabrjálæði og yfirliðstilfinningu. Hélt ég væri að farast úr óþekktum sjúkdómi eða hræðslu. Tannsi setti kalt á ennið á mér og babblaði eitthvað um að lyfið hefði óvart farið í æð og blabla nýrnahetturnar í banastuði, og blabla nú liði mér eins og nauðgari væri á eftir mér og blabla adrenalín og blabla nú gæti ég hlaupið hratt (ef nauðgari væri á eftir mér). Svo hló hann hjartanlega. Sniðugur kall.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli