mánudagur, júlí 17, 2006

Þar sem stærðin skiptir máli

Daginn eftir að ég skrifaði um Al-samsærið sá ég "landsbyggðarbílinn" Al-Erotica í eigin persónu. I kid you not - hann er RISASTÓR. Hvaða stórvöxnu hjálpartæki ástarlífsins eru þarna eiginlega á ferð? Pyntingarklefar fyrir Patreksfjörð? Rólur fyrir Raufarhöfn? Girndargámar fyrir Grindavík?

Kannski er það bara magnið. Kannski þarf fólk bara svona mikið af hjálpartækjum. En hvernig ætli stemningin sé í bænum þegar Al rennir í hlað?

Engin ummæli: