sunnudagur, ágúst 06, 2006

Hor, mergur og þúst búst

Maðurinn í bílnum við hliðina á mér á rauðu ljósi boraði svo djúpt í nefið á sér að ég sá nögl bregða fyrir út um vinstra eyrað á honum. Gaurinn dró síðan puttann út og skoðaði af athygli (trúlega áhugaverð blanda úr nefi og eyra). Svo kom grænt ljós og ég missti af Herra Aðalbor. Schade. Við sem vorum að tengjast þarna á Kringlumýrarbrautinni.

Í beinu framhaldi af ofangreindu langar mig að greina frá því að ég keypti mér blandara af Electrolux gerð. Nú bý ég til búst af fáheyrðum eldmóð. Einhverjar hugmyndir um bestu búst blönduna? Vegleg verðlaun í boði fyrir áhugaverðustu uppskriftina (2 geislaplötur með David Grey).

Engin ummæli: