sunnudagur, ágúst 13, 2006

Meltingartruflanir og myglað brauð

Dagurinn í gær var samloka dauðans. Morgunbrauðið var viðbjóður sem fékk mig til að kúgast. Bókstaflega. Áleggið var eini ljósi punktur samlokunnar/dagsins, reyndar fyrsta flokks - ferð um miðjan dag í Marardal með bráðskemmtilegum göngufélaga. Kvöldbrauðið var ömurlegt.

Engin matarlyst. Mikið salt- og vökvatap. Svefnlaus nótt. Er á botninum. Bara ein leið eftir. Upp. Hvað ætli maður sé lengi að kanna þennan botn? Hversu margir ferskítametrar er hann?

Engin ummæli: