miðvikudagur, desember 27, 2006

Sveinn Pálsson..er nýi besti vinur minn. Fékk hann í kassa (bear in a box) frá Hjalta syni mínum. Sveinn er mjúkur og hlýr bólfélagi, einn sá allra besti sem ég hef kynnst.

Jólin voru frábær. Fyrrverandi eiginmaður minn elskulegur og eldri börnin tvö gáfu mér Sony myndavél, dúndurflotta græju, og er myndin af Sveini Pálssyni frumraun mín í stafrænu bjástri - frá tökusmelli til tölvu.

Lífið er fallegt. Og við Sveinn erum rétt að hefja samlífið. Fyrsta skipti sem ég eignast vin sem má þvo á 40.

Engin ummæli: