þriðjudagur, desember 05, 2006

Viðbragðsfræði og tíhíhí

Mikið assgoti sá ég athyglisvert starfsheiti í Fréttablaðinu í dag. Svæða- og viðbragðsfræðingur.

Mér datt strax í hug manneskja sem felur sig bakvið hurð, stekkur fram, segir BAH! og gaumgæfir viðbrögð þolanda, skráir hjá sér niðurstöður og prófar síðan aftur að bregða viðkomandi við aðrar aðstæður (á öðrum svæðum).

Var annars í úbarpinu áðan, í þættinum Samfélagið í nærmynd. Ég hló soldið mikið, en það er normalt fyrir mig. Segi og skrifa. Árans glaðlyndið.

Engin ummæli: