fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Veik kind um af

Var að spá hvort við gætum ekki sparað helling með því að leggja niður, með haus og hala:

a) Utanríkisráðuneytið.
b) Forsetaembættið.
c) Þjóðkirkjuna.
d) Greiningardeildina hans Björns B.

Einhver reikningshaus má reikna út hvursu margar krónur þetta mundi spara okkur skattborgurunum. Svo vil ég að ríkið GERI EITTHVAÐ í þessum FÁRÁNLEGU ÖMURLEGU VERÐTRYGGÐU HÚSNÆÐISLÁNUM. Áður en við sýkjumst öll af umgangspestinni neikvæð eignastaða og gjaldþrotasótt. Kann ríkisstjórnin eitthvað annað en að ljúga að okkur?

Svo langar mig að greina frá því að nýja vinnan mín er ágæt og aldeilis nóg að gera. Sé ekki að fólk hætti að vera veikt þó að það hafi ekki efni á því og megi sennilega ekki vera að því heldur.

Engin ummæli: