föstudagur, nóvember 21, 2008

Traust. Ábyrgð. Forysta. Frelsi.

Ábyrg fjármálastefna, traust ríkisstjórn. Forsætisráðherra sem leiðir þjóð sína götuna til góðs, stýrir skútunni á fengsæl mið, heldur þegnunum í vari þegar vindar blása tryllt, gætir okkar fyrir vonda kallinum. Fleiri en ég sem finna sig baðaða í öryggiskennd?

Pétur Matthíasson, minn fyrrverandi og fyrrverandi fréttamaður á RÚV, birtir á síðu sinni áhugavert myndband úr viðtali sem tekið var í janúar 2007. Þar sjást afar undarleg viðbrögð forsætisráðherra við eðlilegum spurningum fréttamanns um efnahagsmál.

Skoðið myndbandið hér. Dæmi svo hver fyrir sig.

Engin ummæli: