miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Borgarar og borgunarmenn

Ég er íslenskur borgari. En þú?

Við sem á skerinu húkum erum íslenskir borgarar - skulda sem aðrir steyptu okkur í. Líkt og börn ganga inn í kristnidóminn með erfðasyndina í vöggugjöf, fæðast íslenskir borgarar nú með stóra skuld á sínum litlu herðum. Við getum kosið þetta með erfðasyndina (hér ríkir einhvers konar trúfrelsi), en um skuldina er ekkert val.

Er bara fegin að eiga ekki eftir að fæðast. Nóg er nú samt.

Engin ummæli: