laugardagur, nóvember 22, 2008

"Réttvísin" að störfum?

Finnst ykkur þetta í lagi? Geðþóttaákvarðanir og valdníðsla. Þurfum við að hætta að vera svona fyrirsjáanleg og auðsveip? Er mark tekið á kurteisum mótmælum? Ég er farin að efast um það.

Svo er verið að henda í okkur einhverjum sýndarlagfæringum á eftirlaunafrumvarpi og óljóst talað um sameiningu FME og SÍ, eins og það leysi allan vanda. Húbloddíkers? Við eigum við alvöru vandamál að glíma. Það þarf að taka á stóru málunum sem varða almenning, svara spurningum sem brenna á vörum þegna sem yfirvöld ýmist hunsa eða ljúga að, sem samviskulausir auðmenn hafa valtað yfir af grimmd og skeytingarleysi, sem bankarnir (fari þeir bölvaðir) hafa haft að fífli. Við þurfum nýtt fólk í forystu. Hugrakkt og heiðarlegt fólk með siðferðiskennd ofar krókódílum.

Og almenningur á að hætta að vera svona almennilegur.

Ég ætla að mæta á Austurvöll, en fjandakornið að ég haldi endalaust áfram að vera þæg.

Engin ummæli: