þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Það er líka flauel á kryppunni*

Mamma vinkonu minnar er á elliheimi og þar hafa verið mikil og viðvarandi vandræði með að fá starfsfólk. Nú ber hins vegar svo við að ekkert mál er að manna allar stöður, og gamla fólkið fær vonandi betri umönnun fyrir vikið.

Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvort Hrafnista og Grund séu um þessar mundir að fyllast af viðskiptafræðingum á moppunni, deildarstjórum greiningardeilda í býtibúrinu og verðbréfamiðlurum á skolinu.

Vona samt að þetta endi ekki í Grund group og Hrexista holding.


Italic
*af óviðráðanlegum orsökum get ég ekki kallað kr***una kre**u heldur bara kryppu. afsakið.

Engin ummæli: